Lífið

Litla föndurhornið: Mjög auðveldur niðurteljari

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar

Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið, vikulegan lið hér á Vísi. Í desember ætlar hún að deila einu jólaföndri á dag með lesendum Vísis alveg fram að jólum. Við gefum Kristbjörgu orðið.

Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi.Mynd/Vísir

Fyrr í desember þá kenndi ég ykkur að gera jólaniðurteljara, en núna ætla ég að koma með aðra hugmynd, sem er ótrúlega auðveld. Það eina sem þú þarft er blað, rammi, lítill hringur eða krans og 24 naglar.

Ég fór í tölvuna, skrifaði 1-24 og lét það koma út eins og jólatré. Ég setti blaðið svo í ramman, notaði Mod podge, en sleppti glerinu. Svo negldi ég litla nagla fyrir ofan hverja tölu, og voila, ekki erfiðara en það, þú ert kominn með flottan niðurteljara fyrir næstu jól. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.