Stærstu íþróttaaugnablikin 2019 í myndum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. desember 2019 08:30 Megan Rapinoe vakti mikla athygli innan vallar sem utan. Hún varð heimsmeistari með Bandaríkjunum, best og markahæst á HM, pirraði Donald Trump Bandaríkjaforseta og fékk svo Gullboltann í lok árs. vísir/getty Íþróttaárið 2019 var eftirminnilegt fyrir margra hluta sakir. Nýjar stjörnur stigu fram á sjónarsviðið, aðrar héldu sér á toppnum og enn aðrar komu til baka eftir erfið ár. Hér fyrir neðan má sjá valdar íþróttamyndir frá erlendum vettvangi 2019. Íþróttaárið 2019 erlendis í gegnum myndavélalinsuna - Gjörið þið svo vel. Endurkoma áratugarins. Tiger Woods fagnar eftir að hafa sett niður pútt sem tryggði honum sigurinn á Masters-mótinu. Þetta var fyrsti sigur hans á risamóti í ellefu ár.vísir/getty Kawhi Leonard horfir á eftir skoti sínu sem tryggði Toronto Raptors sigur á Philadelphia 76ers í oddaleik í undanúrslitum Austurdeildar NBA. Toronto fór svo alla leið og varð NBA-meistari í fyrsta sinn í sögu félagsins. Leonard var valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar.vísir/getty Simone Biles með öll fimm gullverðlaunin sem hún vann á HM í áhaldafimleikum í Þýskalandi. Hún er sigursælasta fimleikakona allra tíma.vísir/getty Sigur Andy Ruiz á Anthony Joshua í titilbardaga í þungavigt í júní er einn sá óvæntasti í sögu hnefaleikanna. Joshua var ósigraður fyrir bardagann á meðan Ruiz var lítt þekktur. Joshua hefndi fyrir tapið með því að vinna Ruiz í öðrum bardaga í desember.vísir/getty Jürgen Klopp fær flugferð eftir úrslitaleik Liverpool og Tottenham í Meistaradeild Evrópu í Madríd. Liverpool vann leikinn 2-0 og varð Evrópumeistari í sjötta sinn í sögu félagsins.vísir/getty Siya Kolisi lyftir Webb Ellis-bikarnum eftir að Suður-Afríka sigraði England í úrslitaleik HM í ruðningi. Kolisi er fyrsti blökkumaðurinn sem er fyrirliði suður-afríska ruðningslandsliðsins.vísir/getty Tom Brady fagnar með fjölskyldu sinni eftir að New England Patriots vann Los Angeles Rams í Super Bowl 2019. Þetta var sjötti sigur Brady og Patriots í Super Bowl.vísir/getty Hin 15 ára Cori Gauff sló í gegn á Wimbledon-mótinu í tennis þar sem hún sigraði m.a. Venus Williams. Framganga Gauff á Wimbledon vakti mikla athygli og leikir hennar fengu mest áhorf á mótinu.vísir/getty Fréttir ársins 2019 Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Fleiri fréttir Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið „Frammistaðan í fyrri hálfleik var hræðileg og okkur bara til skammar“ Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Sjá meira
Íþróttaárið 2019 var eftirminnilegt fyrir margra hluta sakir. Nýjar stjörnur stigu fram á sjónarsviðið, aðrar héldu sér á toppnum og enn aðrar komu til baka eftir erfið ár. Hér fyrir neðan má sjá valdar íþróttamyndir frá erlendum vettvangi 2019. Íþróttaárið 2019 erlendis í gegnum myndavélalinsuna - Gjörið þið svo vel. Endurkoma áratugarins. Tiger Woods fagnar eftir að hafa sett niður pútt sem tryggði honum sigurinn á Masters-mótinu. Þetta var fyrsti sigur hans á risamóti í ellefu ár.vísir/getty Kawhi Leonard horfir á eftir skoti sínu sem tryggði Toronto Raptors sigur á Philadelphia 76ers í oddaleik í undanúrslitum Austurdeildar NBA. Toronto fór svo alla leið og varð NBA-meistari í fyrsta sinn í sögu félagsins. Leonard var valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar.vísir/getty Simone Biles með öll fimm gullverðlaunin sem hún vann á HM í áhaldafimleikum í Þýskalandi. Hún er sigursælasta fimleikakona allra tíma.vísir/getty Sigur Andy Ruiz á Anthony Joshua í titilbardaga í þungavigt í júní er einn sá óvæntasti í sögu hnefaleikanna. Joshua var ósigraður fyrir bardagann á meðan Ruiz var lítt þekktur. Joshua hefndi fyrir tapið með því að vinna Ruiz í öðrum bardaga í desember.vísir/getty Jürgen Klopp fær flugferð eftir úrslitaleik Liverpool og Tottenham í Meistaradeild Evrópu í Madríd. Liverpool vann leikinn 2-0 og varð Evrópumeistari í sjötta sinn í sögu félagsins.vísir/getty Siya Kolisi lyftir Webb Ellis-bikarnum eftir að Suður-Afríka sigraði England í úrslitaleik HM í ruðningi. Kolisi er fyrsti blökkumaðurinn sem er fyrirliði suður-afríska ruðningslandsliðsins.vísir/getty Tom Brady fagnar með fjölskyldu sinni eftir að New England Patriots vann Los Angeles Rams í Super Bowl 2019. Þetta var sjötti sigur Brady og Patriots í Super Bowl.vísir/getty Hin 15 ára Cori Gauff sló í gegn á Wimbledon-mótinu í tennis þar sem hún sigraði m.a. Venus Williams. Framganga Gauff á Wimbledon vakti mikla athygli og leikir hennar fengu mest áhorf á mótinu.vísir/getty
Fréttir ársins 2019 Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Fleiri fréttir Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið „Frammistaðan í fyrri hálfleik var hræðileg og okkur bara til skammar“ Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Sjá meira