Baðst afsökunar á því að hafa fært leikmanni hræðilegar fréttir í beinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. desember 2019 22:00 Joe Burrow var valinn maður leiksins og sést hér í einu af mörgum sjónvarpsviðtölum sínum eftir leikinn. Getty/Gregory Shamus Fréttamanni ESPN varð á mistök í sjónvarpsviðtali eftir úrslitaleik í háskólafótboltanum um helgina þegar hann fór að spyrja út í nýskeð flugslys sem viðmælandinn vissi ekki um. Fréttamaðurinn heitir Dari Nowkhah og hefur nú beðist afsökunar á spurningu sinni. Fréttakonan Carley McCord, átti að fjalla um leikinn fyrir ESPN, en fórst í flugslysi á leið á leikinn. Hún tengist LSU liðinu því hún var tengdadóttir sóknarþjálfara LSU, Steve Ensminger. Steve Ensminger fékk að vita um flugslysið fyrir leikinn en tók þá ákvörðun að leikmenn LSU fengu ekki að vita um það. Ensminger sást þerra tárin fyrir leikinn en leikmennirnir vissu ekki neitt. Carley McCord, the daughter-in-law of LSU offensive coordinator Steve Ensminger, died in a plane crash on Saturday. ESPN reporter Dari Nowkhah has apologized for breaking the tragic news to Joe Burrow on live TV. : https://t.co/OxqNbwbVmtpic.twitter.com/dMW46yVHM3— Sporting News (@sportingnews) December 29, 2019 LSU spilaði frábærlega í leiknum og vann Oklahoma 63-28 fyrir framan meira en 78 þúsund áhorfendur á Mercedes-Benz leikvangnum í Atlanta. Dari Nowkhah, fréttamaður ESPN, fékk Joe Burrow í viðtal eftir leikinn þar sem lið Burrow, LSU, hafði tryggt sér sigur í Peach Bowl. Joe Burrow átti stórleik, gaf sjö snertimarkssendingar og skoraði sjálfur eitt snertimark að auki. Fréttamaðurinn ákvað að spyrja Joe Burrow út í flugslysið og hvort að hann eða leikmenn liðsins hafi vitað af því. Það kom greinilega á Joe Burrow og það leyndi sér ekki að hann kom af fjöllum eins og sjá má hér fyrir neðan. Damn. Burrow found out live on air about the plane crash. They didn't tell the team. pic.twitter.com/EhtEgT3XIV— Cork Gaines (@CorkGaines) December 29, 2019 Dari Nowkhah baðst afsökunar á spurningu sinni inn á Twitter síðu sinni. „Mér líður augljóslega skelfilega eftir að vera sá sem færði Joe fréttirnar af fráfalli Carley McCord. Ég hef beðið alla afsökunar og vottað þeim hjá LSU samúð mína,“ skrifaði Dari Nowkhah og hélt áfram: „Við ætluðum aldrei að særa Joe og við munum læra af þessum mistökum okkar. Hjarta mitt finnur til með fjölskyldum McCord og Ensminger sem og með öllum í LSU fjölskyldunni á þessari sorglegu stundu. Ég vona að þau og allir stuðningsmenn LSU taki við þessari afsökunarbeiðni frá mér,“ skrifaði Nowkhah. Carley McCord var þrítug og eiginkona Steve Ensminger yngri. Steve Ensminger eldri er sóknarþjálfari LSU liðsins. Fimm manns létust í flugslysinu en lítið er vitað um af hverju flugvélin hrapaði aðeins um mínútu eftir að hún fór í loftið nálægt flugvellinum í Lafayette. Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Sjá meira
Fréttamanni ESPN varð á mistök í sjónvarpsviðtali eftir úrslitaleik í háskólafótboltanum um helgina þegar hann fór að spyrja út í nýskeð flugslys sem viðmælandinn vissi ekki um. Fréttamaðurinn heitir Dari Nowkhah og hefur nú beðist afsökunar á spurningu sinni. Fréttakonan Carley McCord, átti að fjalla um leikinn fyrir ESPN, en fórst í flugslysi á leið á leikinn. Hún tengist LSU liðinu því hún var tengdadóttir sóknarþjálfara LSU, Steve Ensminger. Steve Ensminger fékk að vita um flugslysið fyrir leikinn en tók þá ákvörðun að leikmenn LSU fengu ekki að vita um það. Ensminger sást þerra tárin fyrir leikinn en leikmennirnir vissu ekki neitt. Carley McCord, the daughter-in-law of LSU offensive coordinator Steve Ensminger, died in a plane crash on Saturday. ESPN reporter Dari Nowkhah has apologized for breaking the tragic news to Joe Burrow on live TV. : https://t.co/OxqNbwbVmtpic.twitter.com/dMW46yVHM3— Sporting News (@sportingnews) December 29, 2019 LSU spilaði frábærlega í leiknum og vann Oklahoma 63-28 fyrir framan meira en 78 þúsund áhorfendur á Mercedes-Benz leikvangnum í Atlanta. Dari Nowkhah, fréttamaður ESPN, fékk Joe Burrow í viðtal eftir leikinn þar sem lið Burrow, LSU, hafði tryggt sér sigur í Peach Bowl. Joe Burrow átti stórleik, gaf sjö snertimarkssendingar og skoraði sjálfur eitt snertimark að auki. Fréttamaðurinn ákvað að spyrja Joe Burrow út í flugslysið og hvort að hann eða leikmenn liðsins hafi vitað af því. Það kom greinilega á Joe Burrow og það leyndi sér ekki að hann kom af fjöllum eins og sjá má hér fyrir neðan. Damn. Burrow found out live on air about the plane crash. They didn't tell the team. pic.twitter.com/EhtEgT3XIV— Cork Gaines (@CorkGaines) December 29, 2019 Dari Nowkhah baðst afsökunar á spurningu sinni inn á Twitter síðu sinni. „Mér líður augljóslega skelfilega eftir að vera sá sem færði Joe fréttirnar af fráfalli Carley McCord. Ég hef beðið alla afsökunar og vottað þeim hjá LSU samúð mína,“ skrifaði Dari Nowkhah og hélt áfram: „Við ætluðum aldrei að særa Joe og við munum læra af þessum mistökum okkar. Hjarta mitt finnur til með fjölskyldum McCord og Ensminger sem og með öllum í LSU fjölskyldunni á þessari sorglegu stundu. Ég vona að þau og allir stuðningsmenn LSU taki við þessari afsökunarbeiðni frá mér,“ skrifaði Nowkhah. Carley McCord var þrítug og eiginkona Steve Ensminger yngri. Steve Ensminger eldri er sóknarþjálfari LSU liðsins. Fimm manns létust í flugslysinu en lítið er vitað um af hverju flugvélin hrapaði aðeins um mínútu eftir að hún fór í loftið nálægt flugvellinum í Lafayette.
Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn