Algengar ástæður þess að frumkvöðlafyrirtæki lifa ekki af fyrstu tvö árin Rakel Sveinsdóttir skrifar 8. maí 2020 11:00 Vísir/Getty Næstu misseri verður mikilvægt að hvetja fólk til að hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd, þar á meðal að stofna sín eigin fyrirtæki. Sumir munu sjá tækifæri til að láta gamlan draum rætast á meðan aðrir eru frumkvöðlar í eðli sínu og mæta breyttum heimi með nýjum hugmyndum. Enn aðrir munu horfa til nýsköpunar þar sem stjórnvöld hafa þegar kynnt ýmsar aðgerðir, til dæmis aukið fjármagn í Tækniþróunarsjóð, flýta á ferli umsókna og framlög til endurgreiðslu rannsóknar- og þróunarkostnaða verða hækkuð. En hvað annað en góða hugmynd þurfa frumkvöðlar að huga að áður en lagt er af stað? Hér eru fimm ástæður sem sagðar eru algengar skýringar á því hvers vegna mörg frumkvöðlafyrirtæki lifa ekki af fyrstu tvö árin. 1. Lausafjárvandi Á tímum kórónufaraldurs á þetta reyndar við um flest fyrirtæki, ekki síst þau sem fyrir mestu tekjufallinu hafa orðið. Einkenni frumkvöðla eru hins vegar að einblína svo mikið á næsta samning eða næsta viðskiptavin að langtímaáformin gleymast. Lykilatriði er að vera alltaf á tánum og vinna statt og stöðugt að því að tryggja tekjur fram í tíman. 2. Gera of mikið og of margt sjálfir Frumkvöðlar eiga margir það sameiginlegt að útdeila fáum verkefnum og gera nánast allt sjálfir. Þeim finnst þeir fljótari og jafnvel betri en aðrir og hafa reyndar oft ekki ráð á öðru. Sagan sýnir þó að frumkvöðull sem reynir að gera of mikið og of margt sjálfur endar með að hafa ekki þrautseigju fyrir öll verkefnin sem hann/hún er komin með á sína könnu. Hvort viltu gera fátt vel eða margt illa? 3. Treysta á tengslanetið í viðskipti Frumkvöðlar treysta margir á að tengslanetið sem þeir þekkja muni hlaupa til og koma í viðskipti við nýja fyrirtækið þeirra. Þetta á við um vini, vandamenn eða fólk sem það þekkir hjá öðrum fyrirtækjum. Að treysta á þetta hefur því miður ekki reynst góð leið. Frumkvöðull þarf að huga að sölu- og markaðsmálum eins og öll önnur fyrirtæki og fylgja markvisst eftir einhverri stefnu í þeim efnum. 4. Of lág verðlagning Ein algenga ástæða er að framlegðin er lítil sem engin og reksturinn oftar en ekki rekinn með tapi. Oft stafar þetta einfaldlega af því að frumkvöðlar verðleggja sig of lágt til að reyna að afla viðskiptavina. Fyrir vikið enda þeir með að leggja ómælda vinnu og kostnað í starfsemi sem er ekki að standa undir sér. Verðlagning þarf því alltaf að gera ráð fyrir eðlilegri framlegð. 5. Skortur á sýn Fólk sem fer af stað með sitt eigið fyrirtæki veit vel hvað þeim langar að gera og hvað þau ætla sér að gera. Flestir gleyma þó að vinna að framtíðarsýn, til dæmis sýn um það hvernig fyrirtækið á að líta út eftir 15 ár eða hver „exit“ leiðin þeirra gæti verið. Í raun þýðir þetta að farið er af stað með rekstur eins og í ferðarlag sem endar á blindgötu. Stjórnun Nýsköpun Vinnumarkaður Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Breytingar í framkvæmdastjórateymum oft nauðsynlegar Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Að hringja sig inn veik á mánudögum Fermingarmyndin ekki til útflutnings Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Það sem fáir fíla: Að þú setjir þig á of háan hest „Fullt af íslenskum fyrirtækjum í miklum vandræðum með þetta“ Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Sjá meira
Næstu misseri verður mikilvægt að hvetja fólk til að hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd, þar á meðal að stofna sín eigin fyrirtæki. Sumir munu sjá tækifæri til að láta gamlan draum rætast á meðan aðrir eru frumkvöðlar í eðli sínu og mæta breyttum heimi með nýjum hugmyndum. Enn aðrir munu horfa til nýsköpunar þar sem stjórnvöld hafa þegar kynnt ýmsar aðgerðir, til dæmis aukið fjármagn í Tækniþróunarsjóð, flýta á ferli umsókna og framlög til endurgreiðslu rannsóknar- og þróunarkostnaða verða hækkuð. En hvað annað en góða hugmynd þurfa frumkvöðlar að huga að áður en lagt er af stað? Hér eru fimm ástæður sem sagðar eru algengar skýringar á því hvers vegna mörg frumkvöðlafyrirtæki lifa ekki af fyrstu tvö árin. 1. Lausafjárvandi Á tímum kórónufaraldurs á þetta reyndar við um flest fyrirtæki, ekki síst þau sem fyrir mestu tekjufallinu hafa orðið. Einkenni frumkvöðla eru hins vegar að einblína svo mikið á næsta samning eða næsta viðskiptavin að langtímaáformin gleymast. Lykilatriði er að vera alltaf á tánum og vinna statt og stöðugt að því að tryggja tekjur fram í tíman. 2. Gera of mikið og of margt sjálfir Frumkvöðlar eiga margir það sameiginlegt að útdeila fáum verkefnum og gera nánast allt sjálfir. Þeim finnst þeir fljótari og jafnvel betri en aðrir og hafa reyndar oft ekki ráð á öðru. Sagan sýnir þó að frumkvöðull sem reynir að gera of mikið og of margt sjálfur endar með að hafa ekki þrautseigju fyrir öll verkefnin sem hann/hún er komin með á sína könnu. Hvort viltu gera fátt vel eða margt illa? 3. Treysta á tengslanetið í viðskipti Frumkvöðlar treysta margir á að tengslanetið sem þeir þekkja muni hlaupa til og koma í viðskipti við nýja fyrirtækið þeirra. Þetta á við um vini, vandamenn eða fólk sem það þekkir hjá öðrum fyrirtækjum. Að treysta á þetta hefur því miður ekki reynst góð leið. Frumkvöðull þarf að huga að sölu- og markaðsmálum eins og öll önnur fyrirtæki og fylgja markvisst eftir einhverri stefnu í þeim efnum. 4. Of lág verðlagning Ein algenga ástæða er að framlegðin er lítil sem engin og reksturinn oftar en ekki rekinn með tapi. Oft stafar þetta einfaldlega af því að frumkvöðlar verðleggja sig of lágt til að reyna að afla viðskiptavina. Fyrir vikið enda þeir með að leggja ómælda vinnu og kostnað í starfsemi sem er ekki að standa undir sér. Verðlagning þarf því alltaf að gera ráð fyrir eðlilegri framlegð. 5. Skortur á sýn Fólk sem fer af stað með sitt eigið fyrirtæki veit vel hvað þeim langar að gera og hvað þau ætla sér að gera. Flestir gleyma þó að vinna að framtíðarsýn, til dæmis sýn um það hvernig fyrirtækið á að líta út eftir 15 ár eða hver „exit“ leiðin þeirra gæti verið. Í raun þýðir þetta að farið er af stað með rekstur eins og í ferðarlag sem endar á blindgötu.
Stjórnun Nýsköpun Vinnumarkaður Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Breytingar í framkvæmdastjórateymum oft nauðsynlegar Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Að hringja sig inn veik á mánudögum Fermingarmyndin ekki til útflutnings Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Það sem fáir fíla: Að þú setjir þig á of háan hest „Fullt af íslenskum fyrirtækjum í miklum vandræðum með þetta“ Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Sjá meira