Algengar ástæður þess að frumkvöðlafyrirtæki lifa ekki af fyrstu tvö árin Rakel Sveinsdóttir skrifar 8. maí 2020 11:00 Vísir/Getty Næstu misseri verður mikilvægt að hvetja fólk til að hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd, þar á meðal að stofna sín eigin fyrirtæki. Sumir munu sjá tækifæri til að láta gamlan draum rætast á meðan aðrir eru frumkvöðlar í eðli sínu og mæta breyttum heimi með nýjum hugmyndum. Enn aðrir munu horfa til nýsköpunar þar sem stjórnvöld hafa þegar kynnt ýmsar aðgerðir, til dæmis aukið fjármagn í Tækniþróunarsjóð, flýta á ferli umsókna og framlög til endurgreiðslu rannsóknar- og þróunarkostnaða verða hækkuð. En hvað annað en góða hugmynd þurfa frumkvöðlar að huga að áður en lagt er af stað? Hér eru fimm ástæður sem sagðar eru algengar skýringar á því hvers vegna mörg frumkvöðlafyrirtæki lifa ekki af fyrstu tvö árin. 1. Lausafjárvandi Á tímum kórónufaraldurs á þetta reyndar við um flest fyrirtæki, ekki síst þau sem fyrir mestu tekjufallinu hafa orðið. Einkenni frumkvöðla eru hins vegar að einblína svo mikið á næsta samning eða næsta viðskiptavin að langtímaáformin gleymast. Lykilatriði er að vera alltaf á tánum og vinna statt og stöðugt að því að tryggja tekjur fram í tíman. 2. Gera of mikið og of margt sjálfir Frumkvöðlar eiga margir það sameiginlegt að útdeila fáum verkefnum og gera nánast allt sjálfir. Þeim finnst þeir fljótari og jafnvel betri en aðrir og hafa reyndar oft ekki ráð á öðru. Sagan sýnir þó að frumkvöðull sem reynir að gera of mikið og of margt sjálfur endar með að hafa ekki þrautseigju fyrir öll verkefnin sem hann/hún er komin með á sína könnu. Hvort viltu gera fátt vel eða margt illa? 3. Treysta á tengslanetið í viðskipti Frumkvöðlar treysta margir á að tengslanetið sem þeir þekkja muni hlaupa til og koma í viðskipti við nýja fyrirtækið þeirra. Þetta á við um vini, vandamenn eða fólk sem það þekkir hjá öðrum fyrirtækjum. Að treysta á þetta hefur því miður ekki reynst góð leið. Frumkvöðull þarf að huga að sölu- og markaðsmálum eins og öll önnur fyrirtæki og fylgja markvisst eftir einhverri stefnu í þeim efnum. 4. Of lág verðlagning Ein algenga ástæða er að framlegðin er lítil sem engin og reksturinn oftar en ekki rekinn með tapi. Oft stafar þetta einfaldlega af því að frumkvöðlar verðleggja sig of lágt til að reyna að afla viðskiptavina. Fyrir vikið enda þeir með að leggja ómælda vinnu og kostnað í starfsemi sem er ekki að standa undir sér. Verðlagning þarf því alltaf að gera ráð fyrir eðlilegri framlegð. 5. Skortur á sýn Fólk sem fer af stað með sitt eigið fyrirtæki veit vel hvað þeim langar að gera og hvað þau ætla sér að gera. Flestir gleyma þó að vinna að framtíðarsýn, til dæmis sýn um það hvernig fyrirtækið á að líta út eftir 15 ár eða hver „exit“ leiðin þeirra gæti verið. Í raun þýðir þetta að farið er af stað með rekstur eins og í ferðarlag sem endar á blindgötu. Stjórnun Nýsköpun Vinnumarkaður Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna Sjá meira
Næstu misseri verður mikilvægt að hvetja fólk til að hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd, þar á meðal að stofna sín eigin fyrirtæki. Sumir munu sjá tækifæri til að láta gamlan draum rætast á meðan aðrir eru frumkvöðlar í eðli sínu og mæta breyttum heimi með nýjum hugmyndum. Enn aðrir munu horfa til nýsköpunar þar sem stjórnvöld hafa þegar kynnt ýmsar aðgerðir, til dæmis aukið fjármagn í Tækniþróunarsjóð, flýta á ferli umsókna og framlög til endurgreiðslu rannsóknar- og þróunarkostnaða verða hækkuð. En hvað annað en góða hugmynd þurfa frumkvöðlar að huga að áður en lagt er af stað? Hér eru fimm ástæður sem sagðar eru algengar skýringar á því hvers vegna mörg frumkvöðlafyrirtæki lifa ekki af fyrstu tvö árin. 1. Lausafjárvandi Á tímum kórónufaraldurs á þetta reyndar við um flest fyrirtæki, ekki síst þau sem fyrir mestu tekjufallinu hafa orðið. Einkenni frumkvöðla eru hins vegar að einblína svo mikið á næsta samning eða næsta viðskiptavin að langtímaáformin gleymast. Lykilatriði er að vera alltaf á tánum og vinna statt og stöðugt að því að tryggja tekjur fram í tíman. 2. Gera of mikið og of margt sjálfir Frumkvöðlar eiga margir það sameiginlegt að útdeila fáum verkefnum og gera nánast allt sjálfir. Þeim finnst þeir fljótari og jafnvel betri en aðrir og hafa reyndar oft ekki ráð á öðru. Sagan sýnir þó að frumkvöðull sem reynir að gera of mikið og of margt sjálfur endar með að hafa ekki þrautseigju fyrir öll verkefnin sem hann/hún er komin með á sína könnu. Hvort viltu gera fátt vel eða margt illa? 3. Treysta á tengslanetið í viðskipti Frumkvöðlar treysta margir á að tengslanetið sem þeir þekkja muni hlaupa til og koma í viðskipti við nýja fyrirtækið þeirra. Þetta á við um vini, vandamenn eða fólk sem það þekkir hjá öðrum fyrirtækjum. Að treysta á þetta hefur því miður ekki reynst góð leið. Frumkvöðull þarf að huga að sölu- og markaðsmálum eins og öll önnur fyrirtæki og fylgja markvisst eftir einhverri stefnu í þeim efnum. 4. Of lág verðlagning Ein algenga ástæða er að framlegðin er lítil sem engin og reksturinn oftar en ekki rekinn með tapi. Oft stafar þetta einfaldlega af því að frumkvöðlar verðleggja sig of lágt til að reyna að afla viðskiptavina. Fyrir vikið enda þeir með að leggja ómælda vinnu og kostnað í starfsemi sem er ekki að standa undir sér. Verðlagning þarf því alltaf að gera ráð fyrir eðlilegri framlegð. 5. Skortur á sýn Fólk sem fer af stað með sitt eigið fyrirtæki veit vel hvað þeim langar að gera og hvað þau ætla sér að gera. Flestir gleyma þó að vinna að framtíðarsýn, til dæmis sýn um það hvernig fyrirtækið á að líta út eftir 15 ár eða hver „exit“ leiðin þeirra gæti verið. Í raun þýðir þetta að farið er af stað með rekstur eins og í ferðarlag sem endar á blindgötu.
Stjórnun Nýsköpun Vinnumarkaður Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna Sjá meira