Rótleysið getur valdið kvíða og vanlíðan meðal barnanna Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 7. maí 2020 18:30 Kristrún Helga Ólafsdóttir félagsráðgjafi í Salaskóla segir verkfallið bitna illa á mörgum nemendum. Vísir/Egill Samninganefndir Eflingar og Sambands íslenskra sveitarfélaga komu saman til fundar í Karphúsinu fyrir stundu en verkfall Eflingar í Kópavogi og fleiri sveitarfélögum hefur nú staðið í rúma tvo sólarhringa. Félagsráðgjafi í Kópavogi óttast áhrif verkfallsins á skólabörn. Ríflega tvö þúsund börn eru í fjórum grunnskólum í Kópavogi sem verkfallsaðgerðir Eflingar hafa mikil áhrif á. Skólarnir fjórir eru Salaskóli, Álfhólsskóli, Kópavogsskóli og Kársnesskóli. Í þessum fjórum skólum er skólastarf verulega skert. „Við starfsfólk í Salaskóla höfum verulegar áhyggjur af áhrifum þessa verkfalls á marga nemendur. Meðal annars hóp jaðarsettar barna sem að treysta á starfsfólk skólans og að geta mætt í skólann,“ segir Kristrún Helga Ólafsdóttir félagsráðgjafi í Salaskóla. Hún segir rótleysið geta valdið kvíða og vanlíðan meðal barnanna. Vonar að kjaradeilan fari að leysast Elísabet Pétursdóttir, náms- og starfsráðgjafi í Kópavogsskóla, segir börnin sakna skólans.Vísir/Egill „Auðvitað sakna þau skólans og þau sakna félaganna og þau sakna rútínunnar,“ segir Elísabet Pétursdóttir náms- og starfsráðgjafi í Kópavogsskóla. Samninganefndir Eflingar og sveitarfélaganna hittust undir kvöld á fundi í Karphúsinu en Elísabet vonar að deilan leysist sem fyrst og börnin komist aftur í skólann. „Það er langt sumarfrí fram undan og þau eru náttúrlega aðeins farin að trosna úr sumum félagslegum tengslum. Þau eru ekki að hitta vini sína. Þannig að ég myndi að sjálfsögðu vilja fá þau aftur í skólann sem fyrst.“ Verkföll 2020 Vinnumarkaður Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Boðað til fundar í Eflingarverkalli Samninganefndir Sambands Íslenskra sveitarfélaga og Eflingar hafa verið boðaðar til fundar í húsakynnum Ríkissáttasemjara klukkan 18 í dag. Síðast var fundað í deilunni á mánudaginn. 7. maí 2020 14:37 „Við ætlum ekki að gefa neitt eftir“ Skólahald lá niðri eða var skert í nokkrum leik- og grunnskólum í Kópavogi í dag vegna verkfalls Eflingar. Ekki var fundað í deilunni í dag og enginn fundur hefur verið boðaður. 6. maí 2020 19:19 Deilan í algjörum hnút vegna samninga Eflingar við Reykjavíkurborg og ríkið Verkfall félagsmanna Eflingar hófst í dag og verður grunn- og leikskólum í Kópavogi lokað á morgun. 5. maí 2020 20:15 Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Innlent Fleiri fréttir Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Sjá meira
Samninganefndir Eflingar og Sambands íslenskra sveitarfélaga komu saman til fundar í Karphúsinu fyrir stundu en verkfall Eflingar í Kópavogi og fleiri sveitarfélögum hefur nú staðið í rúma tvo sólarhringa. Félagsráðgjafi í Kópavogi óttast áhrif verkfallsins á skólabörn. Ríflega tvö þúsund börn eru í fjórum grunnskólum í Kópavogi sem verkfallsaðgerðir Eflingar hafa mikil áhrif á. Skólarnir fjórir eru Salaskóli, Álfhólsskóli, Kópavogsskóli og Kársnesskóli. Í þessum fjórum skólum er skólastarf verulega skert. „Við starfsfólk í Salaskóla höfum verulegar áhyggjur af áhrifum þessa verkfalls á marga nemendur. Meðal annars hóp jaðarsettar barna sem að treysta á starfsfólk skólans og að geta mætt í skólann,“ segir Kristrún Helga Ólafsdóttir félagsráðgjafi í Salaskóla. Hún segir rótleysið geta valdið kvíða og vanlíðan meðal barnanna. Vonar að kjaradeilan fari að leysast Elísabet Pétursdóttir, náms- og starfsráðgjafi í Kópavogsskóla, segir börnin sakna skólans.Vísir/Egill „Auðvitað sakna þau skólans og þau sakna félaganna og þau sakna rútínunnar,“ segir Elísabet Pétursdóttir náms- og starfsráðgjafi í Kópavogsskóla. Samninganefndir Eflingar og sveitarfélaganna hittust undir kvöld á fundi í Karphúsinu en Elísabet vonar að deilan leysist sem fyrst og börnin komist aftur í skólann. „Það er langt sumarfrí fram undan og þau eru náttúrlega aðeins farin að trosna úr sumum félagslegum tengslum. Þau eru ekki að hitta vini sína. Þannig að ég myndi að sjálfsögðu vilja fá þau aftur í skólann sem fyrst.“
Verkföll 2020 Vinnumarkaður Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Boðað til fundar í Eflingarverkalli Samninganefndir Sambands Íslenskra sveitarfélaga og Eflingar hafa verið boðaðar til fundar í húsakynnum Ríkissáttasemjara klukkan 18 í dag. Síðast var fundað í deilunni á mánudaginn. 7. maí 2020 14:37 „Við ætlum ekki að gefa neitt eftir“ Skólahald lá niðri eða var skert í nokkrum leik- og grunnskólum í Kópavogi í dag vegna verkfalls Eflingar. Ekki var fundað í deilunni í dag og enginn fundur hefur verið boðaður. 6. maí 2020 19:19 Deilan í algjörum hnút vegna samninga Eflingar við Reykjavíkurborg og ríkið Verkfall félagsmanna Eflingar hófst í dag og verður grunn- og leikskólum í Kópavogi lokað á morgun. 5. maí 2020 20:15 Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Innlent Fleiri fréttir Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Sjá meira
Boðað til fundar í Eflingarverkalli Samninganefndir Sambands Íslenskra sveitarfélaga og Eflingar hafa verið boðaðar til fundar í húsakynnum Ríkissáttasemjara klukkan 18 í dag. Síðast var fundað í deilunni á mánudaginn. 7. maí 2020 14:37
„Við ætlum ekki að gefa neitt eftir“ Skólahald lá niðri eða var skert í nokkrum leik- og grunnskólum í Kópavogi í dag vegna verkfalls Eflingar. Ekki var fundað í deilunni í dag og enginn fundur hefur verið boðaður. 6. maí 2020 19:19
Deilan í algjörum hnút vegna samninga Eflingar við Reykjavíkurborg og ríkið Verkfall félagsmanna Eflingar hófst í dag og verður grunn- og leikskólum í Kópavogi lokað á morgun. 5. maí 2020 20:15