Vonast til þess að heilastarfsemi mótastjóra KSÍ verði rannsökuð er hann hættir: „Ótrúlegt verk“ Anton Ingi Leifsson skrifar 8. maí 2020 08:30 Þorkell Máni Pétursson hefur áhuga á að kanna heilastarfsemi Birkis Sveinssonar en Birkir er einn aðalmaðurinn á hverju fótboltasumrinu á eftir öðru. vísir/s2s Þorkell Máni Pétursson, fjölmiðlamaður, vonast eftir því að heilastarfsemi Birkis Sveinssonar, mótastjóra KSÍ, verði rannsakað er hann hættir en Birkir tilkynnti í gær drög að Íslandsmótinu 2020. Spilaðir verða tæplega fimm þúsund leikir á vegum KSÍ í sumar og hefur því verið nóg að gera hjá Birki undanfarnar vikur. Rikki G fékk þá Þorkel Mána og fyrrum markahrókinn Atla Viðar Björnsson til sín í settið í gær þar sem þeir ræddu byrjun Íslandsmótsins meðal annars en drög að sumrinu voru tilkynnt í gær. „Mér finnst þetta gleðidagur. Það er verið að sýna okkur að það er dagsetning til að horfa á þetta og fótboltinn fer að rúlla fyrr en síðar. Mér finnst bjart yfir og það er að vora. Þetta er allt að gerast,“ sagði Atli Viðar. Máni var sammála en setti spurningarmerki við mótið. „Það er frábært að þeir gátu sett upp mótin en það eru alls konar spurningar sem maður spyr sig til dæmis af hverju hefst neðri deildin ekki miklu fyrr? Hún byrjar eftir Pepsi Max-deild karla. Það er enginn að fara mæta á völlinn hvort sem er.“ Ritstjóri Fótbolti.net, Elvar Geir Magnússon, skrifaði í gær pistil og skildi ekkert í því að mótið yrði ekki byrjað fyrr. KSÍ gefur liðunum þrjár vikur til þess að undirbúa sig fyrir mótið. „Liðin í efstu deildinni þurfa klárlega meiri tíma til þess að undirbúa sig og kannski í fyrstu deildinni. Ég tala ekki fyrir 2. til 4. deildina en ég held að þau væru alveg til í að byrja fyrr. Það verður að hrósa Birki Sveinssyni og ég vona að mótastjóri KSÍ verði rannsakaður þegar hann hættir.“ „Þá á að fara og tékka á hvernig heilastarfsemin í þessum manni virkar að setja upp alla þessa leiki. Ég held að hann sé einn eða þeir séu tveir að setja upp alla þessa leiki. Þetta er alveg ótrúlegt verk og vel unnið. Þeir töluðu að það væri möguleiki ef liðin vildu það.“ Klippa: Sportið í kvöld - Atli Viðar og Máni um byrjun Íslandsmótsins Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í kvöld Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Íslenski boltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Fleiri fréttir „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum Sjá meira
Þorkell Máni Pétursson, fjölmiðlamaður, vonast eftir því að heilastarfsemi Birkis Sveinssonar, mótastjóra KSÍ, verði rannsakað er hann hættir en Birkir tilkynnti í gær drög að Íslandsmótinu 2020. Spilaðir verða tæplega fimm þúsund leikir á vegum KSÍ í sumar og hefur því verið nóg að gera hjá Birki undanfarnar vikur. Rikki G fékk þá Þorkel Mána og fyrrum markahrókinn Atla Viðar Björnsson til sín í settið í gær þar sem þeir ræddu byrjun Íslandsmótsins meðal annars en drög að sumrinu voru tilkynnt í gær. „Mér finnst þetta gleðidagur. Það er verið að sýna okkur að það er dagsetning til að horfa á þetta og fótboltinn fer að rúlla fyrr en síðar. Mér finnst bjart yfir og það er að vora. Þetta er allt að gerast,“ sagði Atli Viðar. Máni var sammála en setti spurningarmerki við mótið. „Það er frábært að þeir gátu sett upp mótin en það eru alls konar spurningar sem maður spyr sig til dæmis af hverju hefst neðri deildin ekki miklu fyrr? Hún byrjar eftir Pepsi Max-deild karla. Það er enginn að fara mæta á völlinn hvort sem er.“ Ritstjóri Fótbolti.net, Elvar Geir Magnússon, skrifaði í gær pistil og skildi ekkert í því að mótið yrði ekki byrjað fyrr. KSÍ gefur liðunum þrjár vikur til þess að undirbúa sig fyrir mótið. „Liðin í efstu deildinni þurfa klárlega meiri tíma til þess að undirbúa sig og kannski í fyrstu deildinni. Ég tala ekki fyrir 2. til 4. deildina en ég held að þau væru alveg til í að byrja fyrr. Það verður að hrósa Birki Sveinssyni og ég vona að mótastjóri KSÍ verði rannsakaður þegar hann hættir.“ „Þá á að fara og tékka á hvernig heilastarfsemin í þessum manni virkar að setja upp alla þessa leiki. Ég held að hann sé einn eða þeir séu tveir að setja upp alla þessa leiki. Þetta er alveg ótrúlegt verk og vel unnið. Þeir töluðu að það væri möguleiki ef liðin vildu það.“ Klippa: Sportið í kvöld - Atli Viðar og Máni um byrjun Íslandsmótsins Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Íslenski boltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Fleiri fréttir „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum Sjá meira