Var ráðin til starfa á öðrum leikskóla á meðan lögreglurannsókn stóð yfir Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. maí 2020 19:47 Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Skjáskot/Stöð 2 Kona, sem hlaut nýverið dóm fyrir tvö ofbeldisbrot gegn fimm ára dreng er hún starfaði sem þroskaþjálfi, var send í þriggja mánaða veikindaleyfi eftir seinna brotið árið 2018. Svo var gerður starfslokasamningur við hana en á meðan málið var til rannsóknar hjá lögreglu sótti hún um starf á leikskóla í Reykjavík. Þar hefur hún starfað frá því í ágúst síðastliðnum. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, segir borgina ekki hafa vitað af málinu fyrr en um hádegi í dag þegar málið fór í fjölmiðla. „Ég vil taka það fram að við hörmum þetta mál og öll málsatvik. […] Þetta mál kom hvergi fram í ráðningarferlinu, ekki í samtölum og ekki þegar við sóttum upplýsingar í sakaskrá. Þegar að við fáum að vita af málinu nú fyrir hádegi kom það okkur í raun og veru alveg í opna skjöldu,“ segir Helgi. Þroskaþjálfinn var dæmdur fyrir að hafa veist að barninu í tvígang; fyrst í október 2017 með því að hafa gripið um báðar hendur drengsins og krosslagt þær harkalega, og svo í febrúar 2018 með því að hafa slegið hann með flötum lófa í andlitið. Elín Ingibjörg Kristófersdóttir móðir drengsins lýsti því í ítarlegu viðtali við Stöð 2 að hún hafi ekki verið látin vita af fyrra atvikinu fyrr en seinna atvikið kom upp. Helgi ítrekar að beðið hafi verið um upplýsingar í sakaskrá en á næstunni muni vera farið vel yfir öll málsatvik og hvernig ráðningarferlið fór fram. Leikskólastjórinn á leikskólanum þar sem konan starfar nú ræddi við konuna í dag þegar málið kom upp. Hún hefur verið sett í tímabundið leyfi. „Hún er frá störfum þangað til er búið að fara í gegnum málið og síðan þá hvernig Reykjavíkurborg mun bregðast við. Það tekur eðlilega tíma, við þurfum að fara ofan í saumana á þessu. Það barn sem viðkomandi starfsmaður hefur unnið með, við erum búin að upplýsa foreldra þess barns. Þannig að við erum að reyna að halda vel utan um málið og tryggja eðlilega málsmeðferð,“ segir Helgi. Ofbeldi gegn börnum Dómsmál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Var ekki látin vita af fyrra brotinu fyrr en þroskaþjálfinn lamdi son hennar Móðir fimm ára, þroskaskerts drengs, sem varð fyrir ofbeldi af hálfu þroskaþjálfa á leikskóla sem hann var á í Kópavogi, segist hafa glatað trausti á opinberum stofnunum eftir að hafa fylgst með framgangi málsins í kerfinu. 8. maí 2020 18:58 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Erlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Fleiri fréttir „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Sjá meira
Kona, sem hlaut nýverið dóm fyrir tvö ofbeldisbrot gegn fimm ára dreng er hún starfaði sem þroskaþjálfi, var send í þriggja mánaða veikindaleyfi eftir seinna brotið árið 2018. Svo var gerður starfslokasamningur við hana en á meðan málið var til rannsóknar hjá lögreglu sótti hún um starf á leikskóla í Reykjavík. Þar hefur hún starfað frá því í ágúst síðastliðnum. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, segir borgina ekki hafa vitað af málinu fyrr en um hádegi í dag þegar málið fór í fjölmiðla. „Ég vil taka það fram að við hörmum þetta mál og öll málsatvik. […] Þetta mál kom hvergi fram í ráðningarferlinu, ekki í samtölum og ekki þegar við sóttum upplýsingar í sakaskrá. Þegar að við fáum að vita af málinu nú fyrir hádegi kom það okkur í raun og veru alveg í opna skjöldu,“ segir Helgi. Þroskaþjálfinn var dæmdur fyrir að hafa veist að barninu í tvígang; fyrst í október 2017 með því að hafa gripið um báðar hendur drengsins og krosslagt þær harkalega, og svo í febrúar 2018 með því að hafa slegið hann með flötum lófa í andlitið. Elín Ingibjörg Kristófersdóttir móðir drengsins lýsti því í ítarlegu viðtali við Stöð 2 að hún hafi ekki verið látin vita af fyrra atvikinu fyrr en seinna atvikið kom upp. Helgi ítrekar að beðið hafi verið um upplýsingar í sakaskrá en á næstunni muni vera farið vel yfir öll málsatvik og hvernig ráðningarferlið fór fram. Leikskólastjórinn á leikskólanum þar sem konan starfar nú ræddi við konuna í dag þegar málið kom upp. Hún hefur verið sett í tímabundið leyfi. „Hún er frá störfum þangað til er búið að fara í gegnum málið og síðan þá hvernig Reykjavíkurborg mun bregðast við. Það tekur eðlilega tíma, við þurfum að fara ofan í saumana á þessu. Það barn sem viðkomandi starfsmaður hefur unnið með, við erum búin að upplýsa foreldra þess barns. Þannig að við erum að reyna að halda vel utan um málið og tryggja eðlilega málsmeðferð,“ segir Helgi.
Ofbeldi gegn börnum Dómsmál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Var ekki látin vita af fyrra brotinu fyrr en þroskaþjálfinn lamdi son hennar Móðir fimm ára, þroskaskerts drengs, sem varð fyrir ofbeldi af hálfu þroskaþjálfa á leikskóla sem hann var á í Kópavogi, segist hafa glatað trausti á opinberum stofnunum eftir að hafa fylgst með framgangi málsins í kerfinu. 8. maí 2020 18:58 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Erlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Fleiri fréttir „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Sjá meira
Var ekki látin vita af fyrra brotinu fyrr en þroskaþjálfinn lamdi son hennar Móðir fimm ára, þroskaskerts drengs, sem varð fyrir ofbeldi af hálfu þroskaþjálfa á leikskóla sem hann var á í Kópavogi, segist hafa glatað trausti á opinberum stofnunum eftir að hafa fylgst með framgangi málsins í kerfinu. 8. maí 2020 18:58