Kórónuveiran reynir á túlkun samninga og eiginkonan vill þjóðnýta hann í svefnrannsóknir Rakel Sveinsdóttir skrifar 9. maí 2020 10:00 Árni Helgason lögmaður hefur velt fyrir sér stofnun baráttufólks B-fólks en segist ekki treysta sér í þann slag. Vísir/Vilhelm Árni Helgason lögmaður hjá JÁS Lögmönnum segir lögmannstarfið vera skemmtilegt því það feli í sér að vinna með mörgu fólki. Auðvitað felist verkefni oft í deilum á milli aðila en góðu hliðarnar eru þær að útrás fyrir þras og þrætur klárast í vinnunni og hann því enn viðmótsþýðari heima fyrir en annars gæti verið. Utan vinnu sýslar Árni við pistlaskrif, uppistand og er auk þess einn af umsjónarmönnum hlaðvarpsins Hismið. Í kaffispjalli um helgar er talað við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum fólk alltaf hvenær það vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um helstu verkefni og skipulagið. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég er B-maður og ef ég byggi ekki í samfélagi manna og hefði ekki skyldum að gegna, til dæmis gagnvart börnum, fjölskyldu, fólki sem þekkir mig og nánasta umhverfi og samfélagi myndi ég samkvæmt minni líffræðilegu klukku vakna svona um ellefuleytið, eftir að hafa vakað eitthvað inn í nóttina. Takturinn hjá okkur B-fólki á hins vegar ekki upp á pallborðið í hinu A-miðaða samfélagi sem við búum í og ég hef því miður ekki enn fundið styrkinn til að berjast almennilega á móti, stofna samfélag B-fólks og hætta að búa í A-normatívu samfélagi. Maður verður víst að velja slagina. En til að svara spurningunni þá sem sagt vakna ég yfirleitt upp úr sjö og fer að ýta við krökkunum en við skötuhjúin reyndar skiptum aðeins verkum í þessu eftir morgnum.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Ég ýti við krökkunum og fæ mér einn kaffibolla. Maður sér fólk oft lýsa morgnum sem fallegri athöfn, ferðalagi inn í nýja daginn sem er þar með boðinn velkominn með allskonar serímóníum eins og hugleiðslu, hreyfingu eða stund með sjálfum sér. Þetta á ekki við um mig, morgnarnir eru þungir og ég er að jafnaði fámáll. En hressist hratt þegar líður á daginn.“ Klárar þras og þrætur í vinnunni Er hægt að lýsa starfi lögmannsins sem skemmtilegu eða er þetta aðallega þras og þrætur? Lögmannsstarfið er skemmtilegt og áhugavert að því leytinu til að það snýst mikið um að vinna með fólki sem maður kynnist og fær innsýn í þeirra líf og er á vissan hátt þátttakandi í um tíma, til að reyna að hjálpa og leysa úr málum. En hluti af því er vissulega þras og þrætur. Það er held ég hluti af þessu starfi og eitthvað sem er erfitt að forðast og í raun ágætis útrás, maður þrasar í vinnunni um gallaðar skólplagnir í fasteignakaupum eða hvort vatnsgeymirinn hafi verið orðinn bilaður þegar bílinn var seldur og maður er svolítið búinn með þann skammt þegar heim er komið og er bara lausnamiðaður og þægilegur þar. Þannig upplifi ég sjálfan mig allavega á heimilinu!“ Árni segir kórónuveiruna reyna á túlkun samninga en hefur trú á að Ísland muni ná sér fljótt á strik enda samtakamátturinn mikill hér þegar á reynir.Vísir/Vilhelm Kórónuveiran reynir á samninga og túlkun þeirra Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? Það er náttúrulega eitt og annað í gangi í tengslum við þessa fjandans veiru og efnahagslegar afleiðingar hennar, nú reynir á samninga og túlkun þeirra og auðvitað finnur maður að það er erfitt víða hjá fólki og fyrirtækjum. Ljósið í myrkrinu er hins vegar hve vel sóttvarnaraðgerðir hafa gengið og veiran gengið hratt niður og vonandi getur það orðið til þess að efnahagslægðin gangi fljótt yfir og það jafnvel búið til tækifæri fyrir okkur sem áfangastað. Þetta tónar vel við ímynd okkar um víðerni, kyrrð og náttúrufegurð, í þessu felst ákveðið öryggi sem Ísland getur boðið upp á þegar heimurinn upplifir skrýtna og viðsjárverða tíma. Ég hef þrátt fyrir allt trú á að við vinnum okkur hratt upp úr þessu, samtakamátturinn hér á landi er sterkur þegar á reynir.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Ég er átaksmaður og vinnan er óhjákvæmilega þannig, þetta snýst svolítið um að geta sökkt sér ofan í skjöl, gögn, dómar og fræðirit en það er erfitt að gera það í til dæmis tíu mínútur af og til yfir daginn heldur þarf að taka samfelldar skorpur. Þannig að ég reyni að búa mér til tíma til að geta gert þetta, en það krefst þess að utanaðkomandi áreiti sé ekki mikið á meðan. Sem er aftur erfitt á þessum síðustu og verstu tímum þegar það er alltaf eitthvað notification að kitla mann, sem maður bara verður að kíkja á.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Svona upp úr miðnætti reyni ég að fara upp í en þá á ég hins vegar til að vera kominn á skrið við vinnu eða eitthvað grúsk og háttatíminn hefur tilhneigingu til að dragast. Ég vinn svo upp svefn þegar um hægist, til dæmis um helgar og bý við þann lúxus að geta sofnað fljótt og sofið fast og lengi. Konan mín sýnir þessu öllu mikinn skilning og er tíðrætt um undrið sem óregluegt svefnmynstur mitt er. Hún leggur meira að segja reglulega til að ég verði þjóðnýttur til svefnrannsókna.“ Kaffispjallið Svefn Tengdar fréttir Grænn drykkur og súkkulaði í morgunmat og góð ráð fyrir byrjendur í hlaupi Martha Ernst er án efa þekktasta hlaupakona landsins og í kaffispjalli helgarinnar gefur hún lesendum góð ráð fyrir byrjendur í hlaupi eða skokki. 2. maí 2020 10:00 Neyddur til að vera A manneskja aðra hverja viku og aðeins stóru málin komast á blað Hann viðurkennir að svefninn er í algjöru rugli en segir heilann vakna á næturna. Styðst við skipulagskerfi sem yfirmaður kenndi honum hjá Creditinfo Group. 25. apríl 2020 10:00 „Maðurinn minn kallar mig lampann“ og óttaleg óregla á öllu vegna COVID Í kaffispjalli á laugardögum er talað við fólk í ólíkum störfum um bæði daglegt líf og helstu verkefni í vinnunni. Í þetta sinn er það Áslaug Hulda Jónsdóttir sem situr fyrir svörum. 18. apríl 2020 10:00 Er í smitrakningarteyminu en bíður spenntur eftir því að mega knúsa á ný Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum og að þessu sinni er viðmælandinn einn þeirra sem kallaður var til í smitrakningarteymið, Gestur K. Pálmason. 21. mars 2020 10:00 Konan með kórónu-húmorinn reynir að fela ógreitt hárið á morgnana Í kaffispjalli um helgar er talað við fólk í ólíkum störfum. Þessa helgina er rætt við Lóu Hlín Hjálmtýsdóttir, myndasögu- og handritstöfund, teiknara, rithöfund og konuna á bakvið óborganlegan húmor Lóuboratoríum myndasögunnar. 28. mars 2020 10:00 Mest lesið Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu Atvinnulíf Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Neytendur Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Neytendur Hægt að borga með korti í strætó Neytendur Loka verslun í Smáralind Neytendur Nýr verkefnastjóri svæðisbundins farsældarráðs Viðskipti innlent „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Atvinnulíf Ekki benda á mig segir forstjóri Landsvirkjunar Viðskipti innlent Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Viðskipti erlent Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira
Árni Helgason lögmaður hjá JÁS Lögmönnum segir lögmannstarfið vera skemmtilegt því það feli í sér að vinna með mörgu fólki. Auðvitað felist verkefni oft í deilum á milli aðila en góðu hliðarnar eru þær að útrás fyrir þras og þrætur klárast í vinnunni og hann því enn viðmótsþýðari heima fyrir en annars gæti verið. Utan vinnu sýslar Árni við pistlaskrif, uppistand og er auk þess einn af umsjónarmönnum hlaðvarpsins Hismið. Í kaffispjalli um helgar er talað við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum fólk alltaf hvenær það vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um helstu verkefni og skipulagið. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég er B-maður og ef ég byggi ekki í samfélagi manna og hefði ekki skyldum að gegna, til dæmis gagnvart börnum, fjölskyldu, fólki sem þekkir mig og nánasta umhverfi og samfélagi myndi ég samkvæmt minni líffræðilegu klukku vakna svona um ellefuleytið, eftir að hafa vakað eitthvað inn í nóttina. Takturinn hjá okkur B-fólki á hins vegar ekki upp á pallborðið í hinu A-miðaða samfélagi sem við búum í og ég hef því miður ekki enn fundið styrkinn til að berjast almennilega á móti, stofna samfélag B-fólks og hætta að búa í A-normatívu samfélagi. Maður verður víst að velja slagina. En til að svara spurningunni þá sem sagt vakna ég yfirleitt upp úr sjö og fer að ýta við krökkunum en við skötuhjúin reyndar skiptum aðeins verkum í þessu eftir morgnum.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Ég ýti við krökkunum og fæ mér einn kaffibolla. Maður sér fólk oft lýsa morgnum sem fallegri athöfn, ferðalagi inn í nýja daginn sem er þar með boðinn velkominn með allskonar serímóníum eins og hugleiðslu, hreyfingu eða stund með sjálfum sér. Þetta á ekki við um mig, morgnarnir eru þungir og ég er að jafnaði fámáll. En hressist hratt þegar líður á daginn.“ Klárar þras og þrætur í vinnunni Er hægt að lýsa starfi lögmannsins sem skemmtilegu eða er þetta aðallega þras og þrætur? Lögmannsstarfið er skemmtilegt og áhugavert að því leytinu til að það snýst mikið um að vinna með fólki sem maður kynnist og fær innsýn í þeirra líf og er á vissan hátt þátttakandi í um tíma, til að reyna að hjálpa og leysa úr málum. En hluti af því er vissulega þras og þrætur. Það er held ég hluti af þessu starfi og eitthvað sem er erfitt að forðast og í raun ágætis útrás, maður þrasar í vinnunni um gallaðar skólplagnir í fasteignakaupum eða hvort vatnsgeymirinn hafi verið orðinn bilaður þegar bílinn var seldur og maður er svolítið búinn með þann skammt þegar heim er komið og er bara lausnamiðaður og þægilegur þar. Þannig upplifi ég sjálfan mig allavega á heimilinu!“ Árni segir kórónuveiruna reyna á túlkun samninga en hefur trú á að Ísland muni ná sér fljótt á strik enda samtakamátturinn mikill hér þegar á reynir.Vísir/Vilhelm Kórónuveiran reynir á samninga og túlkun þeirra Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? Það er náttúrulega eitt og annað í gangi í tengslum við þessa fjandans veiru og efnahagslegar afleiðingar hennar, nú reynir á samninga og túlkun þeirra og auðvitað finnur maður að það er erfitt víða hjá fólki og fyrirtækjum. Ljósið í myrkrinu er hins vegar hve vel sóttvarnaraðgerðir hafa gengið og veiran gengið hratt niður og vonandi getur það orðið til þess að efnahagslægðin gangi fljótt yfir og það jafnvel búið til tækifæri fyrir okkur sem áfangastað. Þetta tónar vel við ímynd okkar um víðerni, kyrrð og náttúrufegurð, í þessu felst ákveðið öryggi sem Ísland getur boðið upp á þegar heimurinn upplifir skrýtna og viðsjárverða tíma. Ég hef þrátt fyrir allt trú á að við vinnum okkur hratt upp úr þessu, samtakamátturinn hér á landi er sterkur þegar á reynir.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Ég er átaksmaður og vinnan er óhjákvæmilega þannig, þetta snýst svolítið um að geta sökkt sér ofan í skjöl, gögn, dómar og fræðirit en það er erfitt að gera það í til dæmis tíu mínútur af og til yfir daginn heldur þarf að taka samfelldar skorpur. Þannig að ég reyni að búa mér til tíma til að geta gert þetta, en það krefst þess að utanaðkomandi áreiti sé ekki mikið á meðan. Sem er aftur erfitt á þessum síðustu og verstu tímum þegar það er alltaf eitthvað notification að kitla mann, sem maður bara verður að kíkja á.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Svona upp úr miðnætti reyni ég að fara upp í en þá á ég hins vegar til að vera kominn á skrið við vinnu eða eitthvað grúsk og háttatíminn hefur tilhneigingu til að dragast. Ég vinn svo upp svefn þegar um hægist, til dæmis um helgar og bý við þann lúxus að geta sofnað fljótt og sofið fast og lengi. Konan mín sýnir þessu öllu mikinn skilning og er tíðrætt um undrið sem óregluegt svefnmynstur mitt er. Hún leggur meira að segja reglulega til að ég verði þjóðnýttur til svefnrannsókna.“
Kaffispjallið Svefn Tengdar fréttir Grænn drykkur og súkkulaði í morgunmat og góð ráð fyrir byrjendur í hlaupi Martha Ernst er án efa þekktasta hlaupakona landsins og í kaffispjalli helgarinnar gefur hún lesendum góð ráð fyrir byrjendur í hlaupi eða skokki. 2. maí 2020 10:00 Neyddur til að vera A manneskja aðra hverja viku og aðeins stóru málin komast á blað Hann viðurkennir að svefninn er í algjöru rugli en segir heilann vakna á næturna. Styðst við skipulagskerfi sem yfirmaður kenndi honum hjá Creditinfo Group. 25. apríl 2020 10:00 „Maðurinn minn kallar mig lampann“ og óttaleg óregla á öllu vegna COVID Í kaffispjalli á laugardögum er talað við fólk í ólíkum störfum um bæði daglegt líf og helstu verkefni í vinnunni. Í þetta sinn er það Áslaug Hulda Jónsdóttir sem situr fyrir svörum. 18. apríl 2020 10:00 Er í smitrakningarteyminu en bíður spenntur eftir því að mega knúsa á ný Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum og að þessu sinni er viðmælandinn einn þeirra sem kallaður var til í smitrakningarteymið, Gestur K. Pálmason. 21. mars 2020 10:00 Konan með kórónu-húmorinn reynir að fela ógreitt hárið á morgnana Í kaffispjalli um helgar er talað við fólk í ólíkum störfum. Þessa helgina er rætt við Lóu Hlín Hjálmtýsdóttir, myndasögu- og handritstöfund, teiknara, rithöfund og konuna á bakvið óborganlegan húmor Lóuboratoríum myndasögunnar. 28. mars 2020 10:00 Mest lesið Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu Atvinnulíf Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Neytendur Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Neytendur Hægt að borga með korti í strætó Neytendur Loka verslun í Smáralind Neytendur Nýr verkefnastjóri svæðisbundins farsældarráðs Viðskipti innlent „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Atvinnulíf Ekki benda á mig segir forstjóri Landsvirkjunar Viðskipti innlent Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Viðskipti erlent Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira
Grænn drykkur og súkkulaði í morgunmat og góð ráð fyrir byrjendur í hlaupi Martha Ernst er án efa þekktasta hlaupakona landsins og í kaffispjalli helgarinnar gefur hún lesendum góð ráð fyrir byrjendur í hlaupi eða skokki. 2. maí 2020 10:00
Neyddur til að vera A manneskja aðra hverja viku og aðeins stóru málin komast á blað Hann viðurkennir að svefninn er í algjöru rugli en segir heilann vakna á næturna. Styðst við skipulagskerfi sem yfirmaður kenndi honum hjá Creditinfo Group. 25. apríl 2020 10:00
„Maðurinn minn kallar mig lampann“ og óttaleg óregla á öllu vegna COVID Í kaffispjalli á laugardögum er talað við fólk í ólíkum störfum um bæði daglegt líf og helstu verkefni í vinnunni. Í þetta sinn er það Áslaug Hulda Jónsdóttir sem situr fyrir svörum. 18. apríl 2020 10:00
Er í smitrakningarteyminu en bíður spenntur eftir því að mega knúsa á ný Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum og að þessu sinni er viðmælandinn einn þeirra sem kallaður var til í smitrakningarteymið, Gestur K. Pálmason. 21. mars 2020 10:00
Konan með kórónu-húmorinn reynir að fela ógreitt hárið á morgnana Í kaffispjalli um helgar er talað við fólk í ólíkum störfum. Þessa helgina er rætt við Lóu Hlín Hjálmtýsdóttir, myndasögu- og handritstöfund, teiknara, rithöfund og konuna á bakvið óborganlegan húmor Lóuboratoríum myndasögunnar. 28. mars 2020 10:00