Verulega slegnir eftir banaslys í Mosfellsbæ Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. mars 2020 12:29 Frá slysstað í Sunnukrika í Mosfellsbæ í gær. Verkið er á vegum Arnarhvols. Vísir/vilhelm Verkamenn sem urðu vitni að banaslysi við nýbyggingu í Sunnukrika í Mosfellsbæ í gær eru verulega slegnir, að sögn lögreglu. Slysið hafi tekið mjög á alla hlutaðeigandi. Verktakinn sem stendur að framkvæmdinni segir að haldið verði utan um starfsfólkið í dag og því boðið upp á áfallahjálp. Slysið varð með þeim hætti að gólfplata hrundi í byggingunni við Sunnukrika um miðjan dag í gær. Pólskur karlmaður á sextugsaldri lenti undir plötunni og lést. Annar maður, pólskur karlmaður um fimmtugt, slasaðist alvarlega í slysinu. Líðan hans er eftir atvikum, að því er fram kom í tilkynningu frá lögreglu fyrir hádegi. Verið að byggja heilsugæslustöð Karl Þráinsson framkvæmdastjóri Framkvæmdafélagsins Arnarhvols, sem stendur að framkvæmdinni við Sunnukrika, segir í samtali við Vísi að fyrirtækið vinni í því með Vinnueftirlitinu að komast að því hvernig slysið bar að. Hann kveðst ekki geta tjáð sig frekar um tildrögin á þessu stigi. Fyrirtækið hefur ekki sett sig í samband við fjölskyldur mannanna sem lentu undir plötunni en Karl segir að þeir séu starfsmenn undirverktaka. „En það verður gert.“ Þá hafa starfsmenn sem urðu vitni að slysinu hlotið áfallahjálp, fyrst frá áfallateymi Rauða krossins á vettvangi í gær. „Það verður fundur aftur í dag og tekið utan um fólk,“ segir Karl. Hlé hefur verið gert á öllum framkvæmdum að sögn Karls en húsnæðið sem verið er að byggja á að hýsa nýja heilsugæslustöð fyrir Mosfellinga, auk apóteks og nokkurra íbúða. Fulltrúar Vinnueftirlitsins eru nú á vettvangi ásamt starfsmönnum Arnarhvols. Þá gerir Karl fastlega ráð fyrir því að þeir sem urðu vitni að slysinu í gær hafi fengið frí frá störfum. Ræða við vitni Valgarður Valgarðsson aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við Vísi að engar nýjar upplýsingar fáist uppgefnar um rannsókn slyssins að svo stöddu. Rannsókn sé í gangi, rannsóknar- og tæknideild lögreglu sé á vettvangi og þá verði áfram rætt við vitni. Talið er að um tíu manns hafi verið á svæðinu þegar slysið varð. Þá hefur lögregla haft samband við fjölskyldur beggja mannanna sem lentu undir plötunni. Samstarfsmenn þeirra á slysstað hafi jafnframt þegið áfallahjálp. „Þeir voru verulega slegnir. Þetta tók á alla aðila,“ segir Valgarður. Mosfellsbær Lögreglumál Tengdar fréttir Banaslys í Mosfellsbæ Pólskur karlmaður á sextugsaldri lést þegar gólfplata hrundi í nýbyggingu í Sunnukrika í Mosfellsbæ um miðjan dag í gær. 4. mars 2020 09:20 Búið að ná manninum undan plötunni Búið er að ná hinum manninum sem lenti undir steyptri gólfplötu á byggingarsvæði við Sunnukrika í Mosfellsbæ í dag undan plötunni. 3. mars 2020 16:35 Alvarlegt slys á byggingasvæði við Sunnukrika Alvarlegt slys varð við Sunnukrika í Mosfellsbæ nú á þriðja tímanum í dag. Að sögn Valgarðs Valgarðssonar, aðalvarðstjóra hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, féll gólfplata í byggingu við götuna. 3. mars 2020 13:56 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Fleiri fréttir Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Sjá meira
Verkamenn sem urðu vitni að banaslysi við nýbyggingu í Sunnukrika í Mosfellsbæ í gær eru verulega slegnir, að sögn lögreglu. Slysið hafi tekið mjög á alla hlutaðeigandi. Verktakinn sem stendur að framkvæmdinni segir að haldið verði utan um starfsfólkið í dag og því boðið upp á áfallahjálp. Slysið varð með þeim hætti að gólfplata hrundi í byggingunni við Sunnukrika um miðjan dag í gær. Pólskur karlmaður á sextugsaldri lenti undir plötunni og lést. Annar maður, pólskur karlmaður um fimmtugt, slasaðist alvarlega í slysinu. Líðan hans er eftir atvikum, að því er fram kom í tilkynningu frá lögreglu fyrir hádegi. Verið að byggja heilsugæslustöð Karl Þráinsson framkvæmdastjóri Framkvæmdafélagsins Arnarhvols, sem stendur að framkvæmdinni við Sunnukrika, segir í samtali við Vísi að fyrirtækið vinni í því með Vinnueftirlitinu að komast að því hvernig slysið bar að. Hann kveðst ekki geta tjáð sig frekar um tildrögin á þessu stigi. Fyrirtækið hefur ekki sett sig í samband við fjölskyldur mannanna sem lentu undir plötunni en Karl segir að þeir séu starfsmenn undirverktaka. „En það verður gert.“ Þá hafa starfsmenn sem urðu vitni að slysinu hlotið áfallahjálp, fyrst frá áfallateymi Rauða krossins á vettvangi í gær. „Það verður fundur aftur í dag og tekið utan um fólk,“ segir Karl. Hlé hefur verið gert á öllum framkvæmdum að sögn Karls en húsnæðið sem verið er að byggja á að hýsa nýja heilsugæslustöð fyrir Mosfellinga, auk apóteks og nokkurra íbúða. Fulltrúar Vinnueftirlitsins eru nú á vettvangi ásamt starfsmönnum Arnarhvols. Þá gerir Karl fastlega ráð fyrir því að þeir sem urðu vitni að slysinu í gær hafi fengið frí frá störfum. Ræða við vitni Valgarður Valgarðsson aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við Vísi að engar nýjar upplýsingar fáist uppgefnar um rannsókn slyssins að svo stöddu. Rannsókn sé í gangi, rannsóknar- og tæknideild lögreglu sé á vettvangi og þá verði áfram rætt við vitni. Talið er að um tíu manns hafi verið á svæðinu þegar slysið varð. Þá hefur lögregla haft samband við fjölskyldur beggja mannanna sem lentu undir plötunni. Samstarfsmenn þeirra á slysstað hafi jafnframt þegið áfallahjálp. „Þeir voru verulega slegnir. Þetta tók á alla aðila,“ segir Valgarður.
Mosfellsbær Lögreglumál Tengdar fréttir Banaslys í Mosfellsbæ Pólskur karlmaður á sextugsaldri lést þegar gólfplata hrundi í nýbyggingu í Sunnukrika í Mosfellsbæ um miðjan dag í gær. 4. mars 2020 09:20 Búið að ná manninum undan plötunni Búið er að ná hinum manninum sem lenti undir steyptri gólfplötu á byggingarsvæði við Sunnukrika í Mosfellsbæ í dag undan plötunni. 3. mars 2020 16:35 Alvarlegt slys á byggingasvæði við Sunnukrika Alvarlegt slys varð við Sunnukrika í Mosfellsbæ nú á þriðja tímanum í dag. Að sögn Valgarðs Valgarðssonar, aðalvarðstjóra hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, féll gólfplata í byggingu við götuna. 3. mars 2020 13:56 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Fleiri fréttir Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Sjá meira
Banaslys í Mosfellsbæ Pólskur karlmaður á sextugsaldri lést þegar gólfplata hrundi í nýbyggingu í Sunnukrika í Mosfellsbæ um miðjan dag í gær. 4. mars 2020 09:20
Búið að ná manninum undan plötunni Búið er að ná hinum manninum sem lenti undir steyptri gólfplötu á byggingarsvæði við Sunnukrika í Mosfellsbæ í dag undan plötunni. 3. mars 2020 16:35
Alvarlegt slys á byggingasvæði við Sunnukrika Alvarlegt slys varð við Sunnukrika í Mosfellsbæ nú á þriðja tímanum í dag. Að sögn Valgarðs Valgarðssonar, aðalvarðstjóra hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, féll gólfplata í byggingu við götuna. 3. mars 2020 13:56
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent