Segir „klikkað“ að frumvarp um útlendinga sé forgangsmál á þessum tímum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. maí 2020 18:35 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður velferðarnefndar Alþingis. Vísir/Einar Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir „klikkað“ að ríkisstjórnin telji frumvarp Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur til breytinga á lögum um útlendinga til forgangsmáls á tímum sem þessum. Þetta kom fram í máli hennar í Víglínunni á Stöð 2 í dag. „Það er verið að skerða verulega, og eiginlega að öllu leyti, rétt þeirra sem koma hingað í leit að vernd og hafa fengið svokallaða vernd annars staðar. Af því það er engin vernd að vera skilgreindur sem flóttamaður í Búlgaríu, Ungverjalandi, Grikklandi og mögulega á Ítalíu. Það er engin vernd í því.“ Helga Vala segir flóttafólk í þessum löndum ekki hafa aðgang að skóla, vinnu, húsnæði, heilbrigðisþjónustu eða mat. Hún segir að með breytingum sem mælt er fyrir í frumvarpi dómsmálaráðherra muni flóttafólk sem komið hefur hingað frá þessum löndum fá sjálfvirka höfnun við umsókn sinni um vernd. „Það er enginn frestur, því er ekki gefinn kostur á andsvörum eða kostur á að kæra með fullnægjandi hætti, gagnaöflun er skert með verulegu leyti, og svo framvegis. Þarna erum við að tala um fullt af börnum. Ætlum við að hafa þetta svona? Sá sem kemst alla leið til Íslands með börnin sín, á flótta, hann er ekkert að leika sér að því.“ Helga Vala segir að ekki sé lengur unnt að horfa á flóttafólk sem einfalda tölfræði. Oft sé um að ræða fólk sem búið hefur við ofbeldi og lífshættulegar aðstæður í flóttamannabúðum, til að mynda í Grikklandi og Búlgaríu. „Það er bara fáránlegt að líta svo á að þetta sé einhver vernd.“ Helga Vala segir nauðsynlegt að til staðar sé kostur á að meta, í hverju tilfelli fyrir sig, hvort umsækjendur um vernd þurfi raunverulega á henni að halda, meðal annars með tilliti til aðstæðna í því ríki þar sem fólkið dvaldist síðast. Með frumvarpinu sé hins vegar verið að útiloka möguleika á slíku mati. „Það er verið að koma í veg fyrir að talsmenn geti skilað inn gögnum og komið í veg fyrir brottvísun aftur,“ segir Helga Vala. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.Vísir/Vilhelm „Ömurlegt“ að frétta af fyrirtækjum sem nýta sér úrræði stjórnvalda að ósekju Helga Vala segir að vinna velferðarnefndar Alþingis, hverrar hún er formaður, við hlutabótaleið stjórnvalda sé nú háð þeim aðgerðarpakka sem stjórnvöld koma til með að kynna á næstunni. Hún segist vonast til að sjá aðgerðapakka frá ríkisstjórninni eftir næstu helgi. „Við erum með á borðinu frumvarp sem ég setti inn í nefndina að mínu frumkvæði, til þess að bregðast við þeim fyrirtækjum sem eru að nýta sér hlutabótaleiðina að ósekju, án þess að það sé brýn þörf á og án þess að það sé verulegur samdráttur í rekstrinum,“ segir Helga Vala. Hún segir þær fregnir sem borist hafa af fyrirtækjum sem hafa nýtt sér hlutabótaleið stjórnvalda, þrátt fyrir að vera í góðri stöðu, ömurlegar. Í vikunni bárust til að mynda fregnir af því að Skeljungur hefði ákveðið að bjóða öllum starfsmönnum sínum 100% vinnu á ný og endurgreiða Vinnumálastofnun eftir að hafa nýtt sér hlutabótaleiðina. Skeljungur greiddi hluthöfum sínum 600 milljóna króna arð í aprílbyrjun og keyptu eigin bréf fyrir 186 milljónir síðar í sama mánuði. Þá hafa Hagar og Festi einnig ákveðið að hætta að nýta sér hlutabótaleiðina. Hagar hafa, líkt og Skeljungur, ákveðið að endurgreiða Vinnumálastofnun. Helga Vala vonast um að velferðarnefnd geti komið sér saman um að flytja frumvarpið sem hún lagði fram. Hún segir brýnt að girða fyrir að fyrirtæki geti áfram nýtt sér hlutabótaleiðina án þess raunverulega að þurfa þess. „Sendum skýr skilaboð, setjum það inn í lögin að þetta sé ekki í boði og færum Vinnumálastofnun heimild til þess að krefjast endurgreiðslu. Mér finnst hver dagur skipta máli þar.“ Hún segist meðvituð um að aðgerðir stjórnvalda muni að öllum líkindum taka á þessum fleti hlutabótaleiðarinnar, en telur að því fyrr sem tekið verði á málinu, því betra. Mörgum landsmönnum misboðið Helga segist meðvituð um að framferði þeirra fyrirtækja sem nýtt hafa hlutabótaleiðina án þess að raunverulega þurfa þess sé ekki ólöglegt. Hún sé engu að síður ósátt við það. „Þetta er alveg klárlega siðlaust að mínu mati og greinilegt að mörgum landsmönnum er misboðið.“ Hún segir að hlutabótaleiðin hafi verið hugsuð sem björgunaraðgerð. „Sá sem er fullsyndur, og þarf ekki á hringnum að halda, á ekki að vera að taka pláss á björgunarhringnum fyrir sig, ef hann getur vel bjargað sér sjálfur. Við erum bara í rúmsjó. Ekki vera að taka upp pláss fyrir þá sem þurfa virkilega á því að halda,“ segir Helga. Hér að neðan má sjá viðtalið við Helgu Völu í Víglínunni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Víglínan Hælisleitendur Mest lesið Vaktin: Hraunið að ná bílastæði Bláa lónsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Fleiri fréttir Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Hraunið að ná bílastæði Bláa lónsins Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Stefna á að verk hefjist við Fossvogsbrú snemma á næsta ári Sjá meira
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir „klikkað“ að ríkisstjórnin telji frumvarp Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur til breytinga á lögum um útlendinga til forgangsmáls á tímum sem þessum. Þetta kom fram í máli hennar í Víglínunni á Stöð 2 í dag. „Það er verið að skerða verulega, og eiginlega að öllu leyti, rétt þeirra sem koma hingað í leit að vernd og hafa fengið svokallaða vernd annars staðar. Af því það er engin vernd að vera skilgreindur sem flóttamaður í Búlgaríu, Ungverjalandi, Grikklandi og mögulega á Ítalíu. Það er engin vernd í því.“ Helga Vala segir flóttafólk í þessum löndum ekki hafa aðgang að skóla, vinnu, húsnæði, heilbrigðisþjónustu eða mat. Hún segir að með breytingum sem mælt er fyrir í frumvarpi dómsmálaráðherra muni flóttafólk sem komið hefur hingað frá þessum löndum fá sjálfvirka höfnun við umsókn sinni um vernd. „Það er enginn frestur, því er ekki gefinn kostur á andsvörum eða kostur á að kæra með fullnægjandi hætti, gagnaöflun er skert með verulegu leyti, og svo framvegis. Þarna erum við að tala um fullt af börnum. Ætlum við að hafa þetta svona? Sá sem kemst alla leið til Íslands með börnin sín, á flótta, hann er ekkert að leika sér að því.“ Helga Vala segir að ekki sé lengur unnt að horfa á flóttafólk sem einfalda tölfræði. Oft sé um að ræða fólk sem búið hefur við ofbeldi og lífshættulegar aðstæður í flóttamannabúðum, til að mynda í Grikklandi og Búlgaríu. „Það er bara fáránlegt að líta svo á að þetta sé einhver vernd.“ Helga Vala segir nauðsynlegt að til staðar sé kostur á að meta, í hverju tilfelli fyrir sig, hvort umsækjendur um vernd þurfi raunverulega á henni að halda, meðal annars með tilliti til aðstæðna í því ríki þar sem fólkið dvaldist síðast. Með frumvarpinu sé hins vegar verið að útiloka möguleika á slíku mati. „Það er verið að koma í veg fyrir að talsmenn geti skilað inn gögnum og komið í veg fyrir brottvísun aftur,“ segir Helga Vala. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.Vísir/Vilhelm „Ömurlegt“ að frétta af fyrirtækjum sem nýta sér úrræði stjórnvalda að ósekju Helga Vala segir að vinna velferðarnefndar Alþingis, hverrar hún er formaður, við hlutabótaleið stjórnvalda sé nú háð þeim aðgerðarpakka sem stjórnvöld koma til með að kynna á næstunni. Hún segist vonast til að sjá aðgerðapakka frá ríkisstjórninni eftir næstu helgi. „Við erum með á borðinu frumvarp sem ég setti inn í nefndina að mínu frumkvæði, til þess að bregðast við þeim fyrirtækjum sem eru að nýta sér hlutabótaleiðina að ósekju, án þess að það sé brýn þörf á og án þess að það sé verulegur samdráttur í rekstrinum,“ segir Helga Vala. Hún segir þær fregnir sem borist hafa af fyrirtækjum sem hafa nýtt sér hlutabótaleið stjórnvalda, þrátt fyrir að vera í góðri stöðu, ömurlegar. Í vikunni bárust til að mynda fregnir af því að Skeljungur hefði ákveðið að bjóða öllum starfsmönnum sínum 100% vinnu á ný og endurgreiða Vinnumálastofnun eftir að hafa nýtt sér hlutabótaleiðina. Skeljungur greiddi hluthöfum sínum 600 milljóna króna arð í aprílbyrjun og keyptu eigin bréf fyrir 186 milljónir síðar í sama mánuði. Þá hafa Hagar og Festi einnig ákveðið að hætta að nýta sér hlutabótaleiðina. Hagar hafa, líkt og Skeljungur, ákveðið að endurgreiða Vinnumálastofnun. Helga Vala vonast um að velferðarnefnd geti komið sér saman um að flytja frumvarpið sem hún lagði fram. Hún segir brýnt að girða fyrir að fyrirtæki geti áfram nýtt sér hlutabótaleiðina án þess raunverulega að þurfa þess. „Sendum skýr skilaboð, setjum það inn í lögin að þetta sé ekki í boði og færum Vinnumálastofnun heimild til þess að krefjast endurgreiðslu. Mér finnst hver dagur skipta máli þar.“ Hún segist meðvituð um að aðgerðir stjórnvalda muni að öllum líkindum taka á þessum fleti hlutabótaleiðarinnar, en telur að því fyrr sem tekið verði á málinu, því betra. Mörgum landsmönnum misboðið Helga segist meðvituð um að framferði þeirra fyrirtækja sem nýtt hafa hlutabótaleiðina án þess að raunverulega þurfa þess sé ekki ólöglegt. Hún sé engu að síður ósátt við það. „Þetta er alveg klárlega siðlaust að mínu mati og greinilegt að mörgum landsmönnum er misboðið.“ Hún segir að hlutabótaleiðin hafi verið hugsuð sem björgunaraðgerð. „Sá sem er fullsyndur, og þarf ekki á hringnum að halda, á ekki að vera að taka pláss á björgunarhringnum fyrir sig, ef hann getur vel bjargað sér sjálfur. Við erum bara í rúmsjó. Ekki vera að taka upp pláss fyrir þá sem þurfa virkilega á því að halda,“ segir Helga. Hér að neðan má sjá viðtalið við Helgu Völu í Víglínunni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Víglínan Hælisleitendur Mest lesið Vaktin: Hraunið að ná bílastæði Bláa lónsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Fleiri fréttir Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Hraunið að ná bílastæði Bláa lónsins Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Stefna á að verk hefjist við Fossvogsbrú snemma á næsta ári Sjá meira