Andrea Rinaldi, nítján ára efnilegur knattspyrnumaður hjá Atalanta, var fluttur á Varese spítalann á dögunum og nú er ljóst að strákurinn hafi það ekki af.
Football-Italia segir frá því að Andrea Rinaldi hafi verið fluttur á gjörgæslu eftir að hafa liðið illa eftir að hafa verið að æfa heima hjá sér.
Atalanta staðfesti síðan í dag að Andrea Rinaldi væri látinn eftir þriggja daga baráttu. Hann hafði fengið heilaslagæðargúlp og það leiddi hann til dauða.
19-year-old Atalanta player Andrea Rinaldi died of brain aneurysm this morning after three days of fighting for his life. RIP pic.twitter.com/OFlZiMCMyq
— SPORTbible (@sportbible) May 11, 2020
„Antonio Percassi forseti og öll Atalanta fjölskyldan syrgir og þjáist með fjölskyldu Andrea Rinaldi. Andrea klæddist bláu og svörtu treyjunni frá því að hann var þrettán ára gamall og varð meistari og súperbikarmeistari með sautján ára liði félagsins. Hann var elskaður af öllu,“ segir í fréttatilkynningu frá ítalska félaginu.
Andrea Rinaldi hefði haldið upp á tvítugsafmælið sitt 23. júní næstkomandi.
Andrea Rinaldi var meðal liðsfélagi og jafnaldri Svíans Dejan Kulusevski hjá Atalanta en félagið seldi þann síðarnefnda til Juventus.
Rinaldi var lánaður til D-deildarliðsins Legnano á þessu tímabili en hefur einnig farið á láni til bæði Imolese og Mezzolara.
Il Presidente Antonio Percassi e tutta la famiglia #Atalanta, profondamente colpiti, partecipano commossi al dolore dei familiari e del @aclegnano per la scomparsa di Andrea #Rinaldi.
— Atalanta B.C. (@Atalanta_BC) May 11, 2020
Ciao Andrea...https://t.co/BPqNgtp9HK