Ensku félögin ræddu í fyrsta sinn um mögulega styttingu en stefna á að byrja í júní Sindri Sverrisson skrifar 11. maí 2020 19:00 Liverpoolmenn eru langefstir í ensku úrvalsdeildinni en bíða þess sem verða vill. VÍSIR/GETTY Fulltrúar félaganna í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta funduðu í dag og ræddu í fyrsta sinn um að stytta tímabilið, vegna kórónuveirufaraldursins. Richard Masters, framkvæmdastjóri deildarinnar, segir að á fundinum hafi komið fram að ríkur vilji væri á meðal félaganna til þess að síðustu umferðir tímabilsins yrðu kláraðar á heimavöllum liðanna, en ekki á fáeinum, hlutlausum völlum eins og hugmyndir hafa verið uppi um. „Allir myndu kjósa að hægt yrði að spila leikina á heimavöllum liðanna ef það er hægt, og það er augljóst að sum félög hafa sterkari skoðun en önnur á þessu,“ sagði Masters. Samkvæmt Sky Sports gerir áætlun breskra stjórnvalda ráð fyrir því að hægt verði að keppa í afreksíþróttum frá og með 1. júní, fyrir luktum dyrum. Enn er því stefnt að því að hægt verði að spila þá 92 leiki sem eftir eru af tímabilinu. „Við erum í stöðugu sambandi við stjórnvöld og hlustum á þeirra leiðbeiningar, á sama tíma og við komum sjónarmiðum félaganna á framfæri,“ sagði Masters. Fyrir tveimur vikum var félögunum sagt að aðeins yrði hægt að klára tímabilið á hlutlausum velli eða völlum, vegna þess að stjórnvöld óttuðust að hópar myndu safnast saman fyrir utan heimavelli liðanna þegar leikið væri og þannig brjóta reglur um fjarlægðarmörk. Að minnsta kosti sex félög lýstu sig andvíg hugmyndinni, þar á meðal Watford, Aston Villa og Brighton. Samþykktu að framlengja mætti samninga Svo gæti vissulega farið að tímabilið verði blásið af, með einum eða öðrum hætti, en félögin virðast hafa forðast að ræða um þann möguleika. „Á fundinum í dag var í fyrsta sinn rætt um styttingu. Það er auðvitað enn markmiðið að klára tímabilið en það er mikilvægt að ræða alla möguleika við félögin okkar. Við munum ekki geta byrjað að spila fyrr en um miðjan júní í fyrsta lagi. Það er ekki vit í því að tala um að byrja að spila áður en að fyrsta skrefið er tekið í því að hefja æfingar aftur. En það á mikið vatn eftir að renna til sjávar áður en hægt verður að spila og við höldum áfram að meta stöðuna fram að því,“ sagði Masters. „Það sem var samþykkt í dag var að leikmenn mættu framlengja samninga sína fram yfir 30. júní, til loka tímabilsins. Báðir aðilar verða að samþykkja það, og þetta verður að vera komið á hreint fyrir 23. júní,“ sagði Masters. Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Enski boltinn Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Sjá meira
Fulltrúar félaganna í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta funduðu í dag og ræddu í fyrsta sinn um að stytta tímabilið, vegna kórónuveirufaraldursins. Richard Masters, framkvæmdastjóri deildarinnar, segir að á fundinum hafi komið fram að ríkur vilji væri á meðal félaganna til þess að síðustu umferðir tímabilsins yrðu kláraðar á heimavöllum liðanna, en ekki á fáeinum, hlutlausum völlum eins og hugmyndir hafa verið uppi um. „Allir myndu kjósa að hægt yrði að spila leikina á heimavöllum liðanna ef það er hægt, og það er augljóst að sum félög hafa sterkari skoðun en önnur á þessu,“ sagði Masters. Samkvæmt Sky Sports gerir áætlun breskra stjórnvalda ráð fyrir því að hægt verði að keppa í afreksíþróttum frá og með 1. júní, fyrir luktum dyrum. Enn er því stefnt að því að hægt verði að spila þá 92 leiki sem eftir eru af tímabilinu. „Við erum í stöðugu sambandi við stjórnvöld og hlustum á þeirra leiðbeiningar, á sama tíma og við komum sjónarmiðum félaganna á framfæri,“ sagði Masters. Fyrir tveimur vikum var félögunum sagt að aðeins yrði hægt að klára tímabilið á hlutlausum velli eða völlum, vegna þess að stjórnvöld óttuðust að hópar myndu safnast saman fyrir utan heimavelli liðanna þegar leikið væri og þannig brjóta reglur um fjarlægðarmörk. Að minnsta kosti sex félög lýstu sig andvíg hugmyndinni, þar á meðal Watford, Aston Villa og Brighton. Samþykktu að framlengja mætti samninga Svo gæti vissulega farið að tímabilið verði blásið af, með einum eða öðrum hætti, en félögin virðast hafa forðast að ræða um þann möguleika. „Á fundinum í dag var í fyrsta sinn rætt um styttingu. Það er auðvitað enn markmiðið að klára tímabilið en það er mikilvægt að ræða alla möguleika við félögin okkar. Við munum ekki geta byrjað að spila fyrr en um miðjan júní í fyrsta lagi. Það er ekki vit í því að tala um að byrja að spila áður en að fyrsta skrefið er tekið í því að hefja æfingar aftur. En það á mikið vatn eftir að renna til sjávar áður en hægt verður að spila og við höldum áfram að meta stöðuna fram að því,“ sagði Masters. „Það sem var samþykkt í dag var að leikmenn mættu framlengja samninga sína fram yfir 30. júní, til loka tímabilsins. Báðir aðilar verða að samþykkja það, og þetta verður að vera komið á hreint fyrir 23. júní,“ sagði Masters.
Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Enski boltinn Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Sjá meira