Launafrost til 2023 Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. maí 2020 22:21 Icelandair á nú í kjaraviðræðum við FFÍ. Vísir/Vilhelm Í tillögum sem lagðar voru fram af Icelandair í kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands í gær er farið fram á 18 til 35 prósenta launaskerðingu flugfreyja og flugþjóna hjá félaginu. Þetta kemur fram í athugasemdum FFÍ við tillögurnar sem fréttastofa hefur undir höndum. Samkvæmt tillögunum getur FFÍ ekki samið um launahækkun fyrr en í fyrsta lagi í október árið 2023. Kjarasamningurinn sem lagður er til myndi gilda frá 15. maí næstkomandi, til loka ársins 2025. Þá er í tillögum Icelandair ákvæði sem gefur félaginu heimild til þess að opna samninga og hefja viðræður að nýju, skili félagið ekki hagnaði árið 2023. Í athugasemdum FFÍ við tillögur Icelandair segir: „Ef gert er ráð fyrir hóflegri verðbólgu (2,5% á ári) á tímabilinu 1.1.2019 -31.12.2023 þýðir þetta c.a. 13% kaupmáttarrýrnun.“ Þá er gerð talsverð breyting á ákvæðum um vakta- og hvíldartíma flugfreyja og flugþjóna. Eins og er eiga félagsmenn FFÍ rétt á einu og hálfu helgarfríi á mánuði, en samkvæmt nýjust tillögum Icelandair yrði aðeins um að ræða eitt helgarfrí á mánuði. Þá eru tillögur Icelandair settar í samhengi við Lífskjarasamninginn í athugasemdum Flugfreyjufélagsins. „Lífskjarasamningurinn kveður á um 90.000 kr. launahækkun ásamt minni vinnuskyldu á tímabilinu 2019-2022. Ekki hefur verið samið á almennum markaði vegna 2023-2025. Lífskjarasamningurinn kveður á um lágmarkstekjutryggingu 368.000 kr. árið 2022. Föst laun flugfreyju á D-línu á fyrsta ári verða 289.999kr. árið 2022,“ segir í athugasemdum FFÍ. Icelandair Kjaramál Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sjá meira
Í tillögum sem lagðar voru fram af Icelandair í kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands í gær er farið fram á 18 til 35 prósenta launaskerðingu flugfreyja og flugþjóna hjá félaginu. Þetta kemur fram í athugasemdum FFÍ við tillögurnar sem fréttastofa hefur undir höndum. Samkvæmt tillögunum getur FFÍ ekki samið um launahækkun fyrr en í fyrsta lagi í október árið 2023. Kjarasamningurinn sem lagður er til myndi gilda frá 15. maí næstkomandi, til loka ársins 2025. Þá er í tillögum Icelandair ákvæði sem gefur félaginu heimild til þess að opna samninga og hefja viðræður að nýju, skili félagið ekki hagnaði árið 2023. Í athugasemdum FFÍ við tillögur Icelandair segir: „Ef gert er ráð fyrir hóflegri verðbólgu (2,5% á ári) á tímabilinu 1.1.2019 -31.12.2023 þýðir þetta c.a. 13% kaupmáttarrýrnun.“ Þá er gerð talsverð breyting á ákvæðum um vakta- og hvíldartíma flugfreyja og flugþjóna. Eins og er eiga félagsmenn FFÍ rétt á einu og hálfu helgarfríi á mánuði, en samkvæmt nýjust tillögum Icelandair yrði aðeins um að ræða eitt helgarfrí á mánuði. Þá eru tillögur Icelandair settar í samhengi við Lífskjarasamninginn í athugasemdum Flugfreyjufélagsins. „Lífskjarasamningurinn kveður á um 90.000 kr. launahækkun ásamt minni vinnuskyldu á tímabilinu 2019-2022. Ekki hefur verið samið á almennum markaði vegna 2023-2025. Lífskjarasamningurinn kveður á um lágmarkstekjutryggingu 368.000 kr. árið 2022. Föst laun flugfreyju á D-línu á fyrsta ári verða 289.999kr. árið 2022,“ segir í athugasemdum FFÍ.
Icelandair Kjaramál Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent