Sveigjanleiki fyrir fólk og fyrirtæki Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 3. apríl 2020 12:00 Í síðustu viku samþykkti borgarráð einróma 13 tillögur til að bregðast við efnahagslegum áhrifum Covid-19 faraldursins. Í gær stóðum við saman um að breyta reglum borgarinnar um innheimtu. Með þeim eru tekin stór skref til að auka sveigjanleika á greiðslufrestum, bæði fyrir fólk og fyrirtæki og styðja þannig bæði borgarbúa og atvinnulífið í borginni til að takast á við alvarlegar efnahagslegar afleiðingar faraldursins. Við munum halda áfram að fylgjast með hvernig aðstæður þróast og bregðast við. En þetta eru skrefin sem við tókum í gær: Seinkun eindaga vegna þjónustu borgarinnar Hægt verður að óska eftir að eindagar reikninga vegna þjónustu borgarinnar verði seinkað um allt að tvo mánuði. Þetta þýðir að reikningar vegna þjónustu sem borgin veitir munu berast á saman tíma og venjulega. En í stað þess að eindagi reiknings verði 30 dögum eftir gjalddaga, verður hann 90 dögum síðar. Dráttarvextir munu ekki reiknast af þessum 90 dögum. Þannig er hægt að fresta greiðslu í þrjá mánuði t.d. af leikskólagjöldum, hádegismat grunnskóla og heimaþjónustu. Það eru ýmis gjöld á umhverfis- og skipulagssviði sem þarf að greiða áður en þjónusta er veitt og verður ekki hægt að óska eftir seinkun á eindaga á þeim reikningum. Greiðsludreifing frestaðra reikninga Við vitum að það getur skapað nýjan vanda að fresta öllum reikningum og eiga svo í vændum marga ógreidda reikninga þegar efnahagurinn vonandi vænkast. Því hefur verið ákveðið að bjóða upp á að dreifa greiðslum á þeim reikningum sem hefur verið heimilt að fresta, til allt að sex mánaða frá því að eindagi rennur upp. Lægri mánaðarleg greiðslubyrði fasteignagjalda Ákveðið hefur verið að létta mánaðarlega greiðslubyrði, bæði heimila og fyrirtækja. Tveir nýir gjalddagar, þann 1. nóvember og 1. desember munu bætast við og verða upphæðir gjalddaga frá 1. maí endurreiknaðar. Með þessu verður mánaðarleg greiðslubyrði um 25% lægri en ella. Þetta á bæði við fasteignaskatta og öll gjöld sem innheimt eru með fasteignasköttum, svo sem sorphirðugjald og endurvinnslugjald. Leigutakar fá frestun á leigugreiðslum Leigutakar hjá Reykjavíkurborg, sem hafa orðið fyrir verulegu tekjufalli, munu geta óskað eftir frestun á leigugreiðslum fyrir mánuðina mars-júní. Eindagi þessara gjalddaga verður þess í stað 15. janúar 2021. Þetta mun einnig eiga við þá sem leigja frá eignasjóði húsnæði í eigu annarra, ef þeir leigusalar samþykkja að fresta leigu til Reykjavíkurborgar til sama tíma. Frestun á fasteignagjöldum á atvinnuhúsnæði Eins og áður hefur verið kynnt munu fyrirtæki geta frestað allt að þremur gjalddögum fasteignaskatta og -gjalda um allt að þrjá mánuði, að uppfylltum skilyrðum. Leiðbeiningar um hvernig sækja má um frestun greiðslna og greiðsludreifingu má finna á vef Reykjavíkurborgar. Viðbrögð fyrirtækja borgarinnar Fyrirtæki borgarinnar eru einnig að skoða hvernig hægt er að bregðast við til að aðstoða fólk og fyrirtæki. Faxaflóahafnir, þar sem ég sit í stjórn, hafa t.d. samþykkt að leigjendur þeirra geta frestað leigugreiðslum, allt að þriggja mánaða, til janúar á næsta ári, ef þeir geta sýnt fram á verulegt tekjutap. Leigjendur Faxaflóahafna eru margir hverjir fyrirtæki sem þjónusta ferðamenn og hafa orðið fyrir verulegu höggi. Einnig verða farþegagjöld smærri útgerðarfyrirtækja í hvalaskoðun, sjóstangaveiði og náttúruskoðun lækkuð. Við munum halda áfram að fylgjast með þróun aðstæðna hjá einstaklingum, fjölskyldum og atvinnulífinu næstu misseri og bregðast við ef þörf krefur. Reykjavíkurborg vill standa þétt við bakið á borgarbúum og atvinnulífinu í borginni á þessum óvissutímum, stytta niðursveifluna eins og kostur er, verja lífskjör borgarbúa og styðja við atvinnulífið. Við þurfum að standa saman á þessum undarlegu tímum og verjast brimsköflunum, svo mest við megum. Höfundur er formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar í borginni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Reykjavík Vinnumarkaður Borgarstjórn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku samþykkti borgarráð einróma 13 tillögur til að bregðast við efnahagslegum áhrifum Covid-19 faraldursins. Í gær stóðum við saman um að breyta reglum borgarinnar um innheimtu. Með þeim eru tekin stór skref til að auka sveigjanleika á greiðslufrestum, bæði fyrir fólk og fyrirtæki og styðja þannig bæði borgarbúa og atvinnulífið í borginni til að takast á við alvarlegar efnahagslegar afleiðingar faraldursins. Við munum halda áfram að fylgjast með hvernig aðstæður þróast og bregðast við. En þetta eru skrefin sem við tókum í gær: Seinkun eindaga vegna þjónustu borgarinnar Hægt verður að óska eftir að eindagar reikninga vegna þjónustu borgarinnar verði seinkað um allt að tvo mánuði. Þetta þýðir að reikningar vegna þjónustu sem borgin veitir munu berast á saman tíma og venjulega. En í stað þess að eindagi reiknings verði 30 dögum eftir gjalddaga, verður hann 90 dögum síðar. Dráttarvextir munu ekki reiknast af þessum 90 dögum. Þannig er hægt að fresta greiðslu í þrjá mánuði t.d. af leikskólagjöldum, hádegismat grunnskóla og heimaþjónustu. Það eru ýmis gjöld á umhverfis- og skipulagssviði sem þarf að greiða áður en þjónusta er veitt og verður ekki hægt að óska eftir seinkun á eindaga á þeim reikningum. Greiðsludreifing frestaðra reikninga Við vitum að það getur skapað nýjan vanda að fresta öllum reikningum og eiga svo í vændum marga ógreidda reikninga þegar efnahagurinn vonandi vænkast. Því hefur verið ákveðið að bjóða upp á að dreifa greiðslum á þeim reikningum sem hefur verið heimilt að fresta, til allt að sex mánaða frá því að eindagi rennur upp. Lægri mánaðarleg greiðslubyrði fasteignagjalda Ákveðið hefur verið að létta mánaðarlega greiðslubyrði, bæði heimila og fyrirtækja. Tveir nýir gjalddagar, þann 1. nóvember og 1. desember munu bætast við og verða upphæðir gjalddaga frá 1. maí endurreiknaðar. Með þessu verður mánaðarleg greiðslubyrði um 25% lægri en ella. Þetta á bæði við fasteignaskatta og öll gjöld sem innheimt eru með fasteignasköttum, svo sem sorphirðugjald og endurvinnslugjald. Leigutakar fá frestun á leigugreiðslum Leigutakar hjá Reykjavíkurborg, sem hafa orðið fyrir verulegu tekjufalli, munu geta óskað eftir frestun á leigugreiðslum fyrir mánuðina mars-júní. Eindagi þessara gjalddaga verður þess í stað 15. janúar 2021. Þetta mun einnig eiga við þá sem leigja frá eignasjóði húsnæði í eigu annarra, ef þeir leigusalar samþykkja að fresta leigu til Reykjavíkurborgar til sama tíma. Frestun á fasteignagjöldum á atvinnuhúsnæði Eins og áður hefur verið kynnt munu fyrirtæki geta frestað allt að þremur gjalddögum fasteignaskatta og -gjalda um allt að þrjá mánuði, að uppfylltum skilyrðum. Leiðbeiningar um hvernig sækja má um frestun greiðslna og greiðsludreifingu má finna á vef Reykjavíkurborgar. Viðbrögð fyrirtækja borgarinnar Fyrirtæki borgarinnar eru einnig að skoða hvernig hægt er að bregðast við til að aðstoða fólk og fyrirtæki. Faxaflóahafnir, þar sem ég sit í stjórn, hafa t.d. samþykkt að leigjendur þeirra geta frestað leigugreiðslum, allt að þriggja mánaða, til janúar á næsta ári, ef þeir geta sýnt fram á verulegt tekjutap. Leigjendur Faxaflóahafna eru margir hverjir fyrirtæki sem þjónusta ferðamenn og hafa orðið fyrir verulegu höggi. Einnig verða farþegagjöld smærri útgerðarfyrirtækja í hvalaskoðun, sjóstangaveiði og náttúruskoðun lækkuð. Við munum halda áfram að fylgjast með þróun aðstæðna hjá einstaklingum, fjölskyldum og atvinnulífinu næstu misseri og bregðast við ef þörf krefur. Reykjavíkurborg vill standa þétt við bakið á borgarbúum og atvinnulífinu í borginni á þessum óvissutímum, stytta niðursveifluna eins og kostur er, verja lífskjör borgarbúa og styðja við atvinnulífið. Við þurfum að standa saman á þessum undarlegu tímum og verjast brimsköflunum, svo mest við megum. Höfundur er formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar í borginni.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun