Einkenni óheiðarlegra samstarfsfélaga Rakel Sveinsdóttir skrifar 14. maí 2020 09:00 Það eru ekkert endilega allir traustsins verðir sem þú kynnist í vinnu á lífsleiðinni. Vísir/Getty Það eru alls kyns mál á vinnustöðum sem koma upp á milli vinnufélaga og geta skapað vantraust og tortryggni. Í umfjöllun Business Insider eru til dæmis nefnd atvik og hegðun eins og að nestinu þínu hafi verið stolið úr ísskápnum, óheilbrigð samkeppni á milli samstarfsfólks, yfirmaður sem heldur meira upp á suma starfsmenn en aðra, slúður á vinnustað eða lítið samstarf á milli samstarfsfólks. Í umræddri grein eru listuð upp einkenni sem sögð eru fylgja því samstarfsfólki sem þú ættir að hafa varann. Þessi einkenni eru: 1. Kunna ekki að samgleðjast Samstarfsfólk sem sýnir frekar einkenni afbrýðisemi eða öfundar frekar en að samgleðjast með þeim áfangasigrum sem þú nærð. 2. Ganga á bak orða sinna Að hafa á tilfinningunni að viðkomandi sé ekki heiðarlegur getur stafað af því að þú veist af einhverju sem hann/hún sagði sem er ekki satt eða veist til þess að viðkomandi hafi ekki komið hreint fram gagnvart öðrum. Það sama gildir þá líklegast gagnvart þér: Þessum aðila er ekki treystandi. 3. Fólkið sem slúðrar Auðvitað heyra allir einhverjar kjaftasögur í vinnunni, hver myndi mótmæla því? En það að heyra eða segja frá einstaka kjaftasögum er langt frá því að vera það sama og einstaklingur sem slúðrar mikið, þ.e. slúðrar stanslaust um annað fólk. Vertu á varðbergi gagnvart þessum aðila. 4. Gera lítið úr öðrum Ef þú tekur eftir því að samstarfsfélagi virðist endalaust gera lítið úr öðru fólki, skaltu hafa varann á því að öllum líkindum gerir sá hinn sami líka lítið úr þér þegar þú heyrir ekki til. 5. Eru ,,sleikjur“ Já þið þekkið týpuna: Þetta er samstarfsfélaginn sem smjaðrar fyrir yfirmanninum eða þeim sem hann/hún telur vert að vera í sem bestum samskiptunum við eða í náðinni hjá. 6. Prímadonnur Hér er verið að vísa til persónueinkenna sem endurspeglast í því að viðkomandi er dramatískari en flestir í háttum og hegðun, þegar eitthvað kemur upp. 7. Finnst vinnutíminn þinn ekki skipta máli Ef fólk sýnir þínum vinnutíma og/eða þínu jafnvægi á milli heimilis og vinnu ekki virðingu, er það vísbending um að viðkomandi er þér ekki hliðhollur. 8. Koma ekki fram við þig af virðingu Fólk sem kemur ekki fram við þig af virðingu er almennt ekki fólk sem þú ættir að líta á sem traust samstarfsfólk. Við viljum öll að fólk komi fram við okkur eins og við komum fram við fólk og því er virðing lágmarkskrafa í samstarfi. 9. Hugsa aðeins um sinn hag Þetta er samstarfsfélaginn sem myndi nánast gera hvað sem er til að skapa sjálfum sér forskot. Sem dæmi mætti nefna að stela góðri hugmynd frá öðrum og gera að sinni þótt það beinlínis myndi bitna á öðru samstarfsfólki. 10. Líkamstjáningin: Andlitið Að eiga erfitt með að horfast í augun á þér er eflaust þekktasta einkenni þeirra sem eru að fara á bakvið þig eða að segja ósatt. Ef þig grunar að svo sé er mælt með því að þú fylgist með andliti og líkamstjáningu því hún getur oft sagt meira en mörg orð. 11. Hafa ekki góð áhrif á vinnuandann Fólk sem hefur ekki góð áhrif á vinnuandann og er neikvætt gagnvart öllu og öllum í kringum sig er oft ekki traustsins vert. Á vinnustaðnum erum við öll hluti af teymum. Góðu ráðin Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Það eru alls kyns mál á vinnustöðum sem koma upp á milli vinnufélaga og geta skapað vantraust og tortryggni. Í umfjöllun Business Insider eru til dæmis nefnd atvik og hegðun eins og að nestinu þínu hafi verið stolið úr ísskápnum, óheilbrigð samkeppni á milli samstarfsfólks, yfirmaður sem heldur meira upp á suma starfsmenn en aðra, slúður á vinnustað eða lítið samstarf á milli samstarfsfólks. Í umræddri grein eru listuð upp einkenni sem sögð eru fylgja því samstarfsfólki sem þú ættir að hafa varann. Þessi einkenni eru: 1. Kunna ekki að samgleðjast Samstarfsfólk sem sýnir frekar einkenni afbrýðisemi eða öfundar frekar en að samgleðjast með þeim áfangasigrum sem þú nærð. 2. Ganga á bak orða sinna Að hafa á tilfinningunni að viðkomandi sé ekki heiðarlegur getur stafað af því að þú veist af einhverju sem hann/hún sagði sem er ekki satt eða veist til þess að viðkomandi hafi ekki komið hreint fram gagnvart öðrum. Það sama gildir þá líklegast gagnvart þér: Þessum aðila er ekki treystandi. 3. Fólkið sem slúðrar Auðvitað heyra allir einhverjar kjaftasögur í vinnunni, hver myndi mótmæla því? En það að heyra eða segja frá einstaka kjaftasögum er langt frá því að vera það sama og einstaklingur sem slúðrar mikið, þ.e. slúðrar stanslaust um annað fólk. Vertu á varðbergi gagnvart þessum aðila. 4. Gera lítið úr öðrum Ef þú tekur eftir því að samstarfsfélagi virðist endalaust gera lítið úr öðru fólki, skaltu hafa varann á því að öllum líkindum gerir sá hinn sami líka lítið úr þér þegar þú heyrir ekki til. 5. Eru ,,sleikjur“ Já þið þekkið týpuna: Þetta er samstarfsfélaginn sem smjaðrar fyrir yfirmanninum eða þeim sem hann/hún telur vert að vera í sem bestum samskiptunum við eða í náðinni hjá. 6. Prímadonnur Hér er verið að vísa til persónueinkenna sem endurspeglast í því að viðkomandi er dramatískari en flestir í háttum og hegðun, þegar eitthvað kemur upp. 7. Finnst vinnutíminn þinn ekki skipta máli Ef fólk sýnir þínum vinnutíma og/eða þínu jafnvægi á milli heimilis og vinnu ekki virðingu, er það vísbending um að viðkomandi er þér ekki hliðhollur. 8. Koma ekki fram við þig af virðingu Fólk sem kemur ekki fram við þig af virðingu er almennt ekki fólk sem þú ættir að líta á sem traust samstarfsfólk. Við viljum öll að fólk komi fram við okkur eins og við komum fram við fólk og því er virðing lágmarkskrafa í samstarfi. 9. Hugsa aðeins um sinn hag Þetta er samstarfsfélaginn sem myndi nánast gera hvað sem er til að skapa sjálfum sér forskot. Sem dæmi mætti nefna að stela góðri hugmynd frá öðrum og gera að sinni þótt það beinlínis myndi bitna á öðru samstarfsfólki. 10. Líkamstjáningin: Andlitið Að eiga erfitt með að horfast í augun á þér er eflaust þekktasta einkenni þeirra sem eru að fara á bakvið þig eða að segja ósatt. Ef þig grunar að svo sé er mælt með því að þú fylgist með andliti og líkamstjáningu því hún getur oft sagt meira en mörg orð. 11. Hafa ekki góð áhrif á vinnuandann Fólk sem hefur ekki góð áhrif á vinnuandann og er neikvætt gagnvart öllu og öllum í kringum sig er oft ekki traustsins vert. Á vinnustaðnum erum við öll hluti af teymum.
Góðu ráðin Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira