Færi frekar á bætur en að samþykkja tilboðið frá Icelandair Birgir Olgeirsson skrifar 13. maí 2020 17:30 Guðmunda Jónsdóttir, sem starfað hefur óslitið sem flugfreyja óslitið síðan 1984 og segist muna tímana tvenna, segir stöðuna í dag alls ekki góða. Icelandair og Flugfreyjufélag Íslands eiga í samningaviðræðum á erfiðum tíma flugfélagsins sem reynir að safna 29 milljörðum í hlutafé fyrir 22. maí. „Mér finnst ömurlegt hvernig þessi aðför að okkar stétt er orðin, Maður hefur upplifað það að hafa þurft að berjast fyrir hlutunum í mörg ár. Kannski ekki ég prívat og persónulega en þær sem voru á undan okkur í þessu stéttarfélagi. Það liggur við að krafan sé orðin sú að við megum ekki eiga börn og giftast eins og það var 1960. Þetta er bara fáránlegt.“ Segir lækkun um helming Guðmunda segir boð flugfreyja til Icelandair um tímabundna kjaraskerðingu gott. Fáránlegt sé að fara fram á frekari skerðingu á launum til frambúðar, „um meira en helming“ eins og Guðmunda kemst að orði. Flugvélar Icelandair við Leifsstöð í síðustu viku.Vísir/Vilhelm „Þetta er náttúrulega engin hemja og ég tek undir allt sem forystumenn stóru stéttarfélaganna hafa sagt, þetta er fásinna.“ Hún telur rosalega marga telja að flugfreyjur séu hálaunastétt og tekur fram að það sé algjör fyrra. Icelandair svaraði fyrirspurnum fjölmiðla um launakjör í vikunni og þar kom fram að yfirflugfreyjur væru að meðaltali með 740 þúsund krónur í heildarlaun. Heildarlaun flugfreyja væru svo að meðaltali 520 þúsund krónur. Oft hjálpað félaginu upp úr öldudal „Ég er í hæsta skala sem hægt er. Það hljóta að vera inni í þessu desemberuppbót og ómæld eftirvinna. Þetta er ekki rétt tala. Grunnlaun flugfreyja eru fáránlega lág. Auðvitað fáum við vaktavinnuálag enda er mest megnis af vinnutímanum okkar unnin utan níu til fimm.“ Flugfreyjur séu tilbúnar til að gera ýmislegt, en samninganefndin þurfi að svara því betur. Samningarnefnd SA og Icelandair kemur til fundar hjá Ríkissáttasemjara. Flugfreyjur fjölmenntu og studdu við bakið á samninganefnd sinni.Vísir/Vilhelm „Við höfum oft gert ýmislegt til þess að hjálpa þessu félagi upp úr öldudölum. Í hruninu, í Eyjafjallajökulsgosinu. Við erum búnar að gera fullt af hlutum sem við höfum ekki fengið neitt fyrir. Við erum alveg tilbúnar að hjálpa þeim upp úr þessu núna en ekki með þessum afarkjörum.“ Hún segir hiklaust að það verði flótti úr stéttinni. Einstök samstaða „Ég hef aldrei í þau 36 ár sem ég hef verið hérna, upplifað aðra eins rosalega samstöðu. Fólk er reitt. Ég sé fyrir mér flótta.“ Hún spyrji sig, í ljósi þess að gengið hafi vel hjá Icelandair: „Ekki vorum við að setja fyrirtækið á hausinn með þessum „ofurlaunum“?“ Betri tíð sé fram undan með blóm í haga. „Við erum að opna landið, það hlýtur að fara að vænkast hagurinn,“ segir Guðmunda sem ætlar ekki að láta bjóða sér neitt. „Ég prívat og persónulega myndi frekar fara á atvinnuleysisbætur heldur en að láta bjóða mér þetta sem var uppi á borðinu síðan.“ Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira
Guðmunda Jónsdóttir, sem starfað hefur óslitið sem flugfreyja óslitið síðan 1984 og segist muna tímana tvenna, segir stöðuna í dag alls ekki góða. Icelandair og Flugfreyjufélag Íslands eiga í samningaviðræðum á erfiðum tíma flugfélagsins sem reynir að safna 29 milljörðum í hlutafé fyrir 22. maí. „Mér finnst ömurlegt hvernig þessi aðför að okkar stétt er orðin, Maður hefur upplifað það að hafa þurft að berjast fyrir hlutunum í mörg ár. Kannski ekki ég prívat og persónulega en þær sem voru á undan okkur í þessu stéttarfélagi. Það liggur við að krafan sé orðin sú að við megum ekki eiga börn og giftast eins og það var 1960. Þetta er bara fáránlegt.“ Segir lækkun um helming Guðmunda segir boð flugfreyja til Icelandair um tímabundna kjaraskerðingu gott. Fáránlegt sé að fara fram á frekari skerðingu á launum til frambúðar, „um meira en helming“ eins og Guðmunda kemst að orði. Flugvélar Icelandair við Leifsstöð í síðustu viku.Vísir/Vilhelm „Þetta er náttúrulega engin hemja og ég tek undir allt sem forystumenn stóru stéttarfélaganna hafa sagt, þetta er fásinna.“ Hún telur rosalega marga telja að flugfreyjur séu hálaunastétt og tekur fram að það sé algjör fyrra. Icelandair svaraði fyrirspurnum fjölmiðla um launakjör í vikunni og þar kom fram að yfirflugfreyjur væru að meðaltali með 740 þúsund krónur í heildarlaun. Heildarlaun flugfreyja væru svo að meðaltali 520 þúsund krónur. Oft hjálpað félaginu upp úr öldudal „Ég er í hæsta skala sem hægt er. Það hljóta að vera inni í þessu desemberuppbót og ómæld eftirvinna. Þetta er ekki rétt tala. Grunnlaun flugfreyja eru fáránlega lág. Auðvitað fáum við vaktavinnuálag enda er mest megnis af vinnutímanum okkar unnin utan níu til fimm.“ Flugfreyjur séu tilbúnar til að gera ýmislegt, en samninganefndin þurfi að svara því betur. Samningarnefnd SA og Icelandair kemur til fundar hjá Ríkissáttasemjara. Flugfreyjur fjölmenntu og studdu við bakið á samninganefnd sinni.Vísir/Vilhelm „Við höfum oft gert ýmislegt til þess að hjálpa þessu félagi upp úr öldudölum. Í hruninu, í Eyjafjallajökulsgosinu. Við erum búnar að gera fullt af hlutum sem við höfum ekki fengið neitt fyrir. Við erum alveg tilbúnar að hjálpa þeim upp úr þessu núna en ekki með þessum afarkjörum.“ Hún segir hiklaust að það verði flótti úr stéttinni. Einstök samstaða „Ég hef aldrei í þau 36 ár sem ég hef verið hérna, upplifað aðra eins rosalega samstöðu. Fólk er reitt. Ég sé fyrir mér flótta.“ Hún spyrji sig, í ljósi þess að gengið hafi vel hjá Icelandair: „Ekki vorum við að setja fyrirtækið á hausinn með þessum „ofurlaunum“?“ Betri tíð sé fram undan með blóm í haga. „Við erum að opna landið, það hlýtur að fara að vænkast hagurinn,“ segir Guðmunda sem ætlar ekki að láta bjóða sér neitt. „Ég prívat og persónulega myndi frekar fara á atvinnuleysisbætur heldur en að láta bjóða mér þetta sem var uppi á borðinu síðan.“
Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira