Heimila kaup Samkaupa á versluninni á Hólmavík Atli Ísleifsson skrifar 6. mars 2020 10:05 Verslun Kaupfélags Steingrímsfjarðar á Hólmavík. Já.is Samkeppniseftirlitið hefur lagt blessun sína yfir kaup Samkaupa á rekstri dagvöruverslunar Kaupfélags Steingrímsfjarðar á Hólmavík. Þetta kemur fram í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins sem birt var á vef þess fyrr í vikunni. Í ákvörðuninni er rakið að vísbendingar séu til staðar um að Hólmavík og næsta nágrenni myndi sérstakan landfræðilegan markað. „Á þessu svæði er aðeins starfrækt ein hefðbundin dagvöruverslun, hin selda verslun [Kaupfélags Steingrímsfjarðar]. Af þeim sökum er ljóst að vegna samrunans myndi ekki verða nein samþjöppun á hinum landfræðilega markaði málsins,“ segir í ákvörðuninni. Næsta dagvöruverslun í klukkutíma fjarlægð Næstu verslanir séu á Drangsnesi, í 32 kílómetra fjarlægð, Reykhólum í 57 kílómetra fjarlægð og svo Búðardal í sjötíu kílómetra fjarlægð. Byggðarlagið sé því nokkuð afskekkt og tiltölulega langt í næstu hefðbundnu dagvöruverslun sem er Kjörbúðin Búðardal, eða um klukkutíma akstur. „Ennþá lengra er í næstu lágvöruverðsverslanir sem er að finna í Borgarnesi í um tveggja klukkutíma fjarlægð. Að mati Samkeppniseftirlitsins bendir framangreint því til þess að sú aukning sem verður á samþjöppun á landfræðilega markaðnum Norðurland vestra í kjölfar samrunans gefi ekki rétta mynd af samkeppnislegum áhrifum samrunans.“ Ekki röskun á samkeppni Samkeppniseftirlitið telur því að með samrunanum muni ekki verða breyting á stöðu verslunar KSH á Hólmavík en verslunin hafi hingað til verið eina hefðbundna dagvöruverslunin á svæðinu. „Þá eru ekki vísbendingar um að kaup Samkaupa á versluninni leiði til þess að samkeppni raskist að öðru leyti með umtalsverðum hætti. Ekki eru því forsendur til þess að aðhafast vegna samrunans,“ segir í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins. Samkaup starfar á dagvörumarkaði og rekur verslanir um land allt undir vörumerkjunum Nettó, Krambúð, Kjörbúðin, Samkaup Strax, Seljakjör og Iceland. KSH rekur hina seldu dagvöruverslun auk þess sem félagið rekur byggingarvörudeild undir nafninu Pakkhúsið á Hólmavík. Strandabyggð Verslun Samkeppnismál Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Samkeppniseftirlitið hefur lagt blessun sína yfir kaup Samkaupa á rekstri dagvöruverslunar Kaupfélags Steingrímsfjarðar á Hólmavík. Þetta kemur fram í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins sem birt var á vef þess fyrr í vikunni. Í ákvörðuninni er rakið að vísbendingar séu til staðar um að Hólmavík og næsta nágrenni myndi sérstakan landfræðilegan markað. „Á þessu svæði er aðeins starfrækt ein hefðbundin dagvöruverslun, hin selda verslun [Kaupfélags Steingrímsfjarðar]. Af þeim sökum er ljóst að vegna samrunans myndi ekki verða nein samþjöppun á hinum landfræðilega markaði málsins,“ segir í ákvörðuninni. Næsta dagvöruverslun í klukkutíma fjarlægð Næstu verslanir séu á Drangsnesi, í 32 kílómetra fjarlægð, Reykhólum í 57 kílómetra fjarlægð og svo Búðardal í sjötíu kílómetra fjarlægð. Byggðarlagið sé því nokkuð afskekkt og tiltölulega langt í næstu hefðbundnu dagvöruverslun sem er Kjörbúðin Búðardal, eða um klukkutíma akstur. „Ennþá lengra er í næstu lágvöruverðsverslanir sem er að finna í Borgarnesi í um tveggja klukkutíma fjarlægð. Að mati Samkeppniseftirlitsins bendir framangreint því til þess að sú aukning sem verður á samþjöppun á landfræðilega markaðnum Norðurland vestra í kjölfar samrunans gefi ekki rétta mynd af samkeppnislegum áhrifum samrunans.“ Ekki röskun á samkeppni Samkeppniseftirlitið telur því að með samrunanum muni ekki verða breyting á stöðu verslunar KSH á Hólmavík en verslunin hafi hingað til verið eina hefðbundna dagvöruverslunin á svæðinu. „Þá eru ekki vísbendingar um að kaup Samkaupa á versluninni leiði til þess að samkeppni raskist að öðru leyti með umtalsverðum hætti. Ekki eru því forsendur til þess að aðhafast vegna samrunans,“ segir í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins. Samkaup starfar á dagvörumarkaði og rekur verslanir um land allt undir vörumerkjunum Nettó, Krambúð, Kjörbúðin, Samkaup Strax, Seljakjör og Iceland. KSH rekur hina seldu dagvöruverslun auk þess sem félagið rekur byggingarvörudeild undir nafninu Pakkhúsið á Hólmavík.
Strandabyggð Verslun Samkeppnismál Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira