Fleiri bókuðu sumarbústaði VR nú í mars en árin áður Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 4. apríl 2020 12:25 Stéttarfélögin hafa flest orlofshús til útleigu á sínum vegum. BHM Nokkuð er um afbókanir á orlofshúsum á vegum Bandalags háskólamanna vegna faraldurs kórónuveirunnar. Annað er uppi á teningnum hjá VR en bókun þar var meiri í marsmánuði en árin áður. Félögin tvö munu þó að öllum líkindum loka fyrir bókanir yfir páskana vegna faraldursins. Yfirvöld hafa hvatt landsmenn til þess að ferðast innanhúss í stað innanlands yfir páskana í næstu viku til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Víðir Reynisson hefur lýst yfir áhyggjum af því að ferðalög fólks yfir páskana geti valdið auknu álagi á heilbrigðiskerfi sem sé þegar á þönum vegna kórónuveirufaraldursins. „Ef að fólk hópast saman í þessar sumarbústaðarbyggðir sem eru mjög víða þá erum við að safna saman jafnvel þúsundum á heilbrigðissvæði sem eru mjög veik,“ sagði Viðir Reynisson, yfirlögreglujónn. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, á upplýsingafundi almannavarna föstudaginn 3. apríl 2020.Lögreglan Stéttarfélögin hafa flest orlofshús til útleigu á sínum vegum. Gissur Kolbeinsson, fjármála- og rekstrarstjóri Bandalags háskólamanna segir nokkuð um afbókanir. „Páskarnir eru alltaf háannatímabil hjá orlofssjóðum og í venjulegu árferði þá eru orlofskostirnir þétt settnir og fullbókaðir á þessum tíma. Í gærmorgun var það þannig að við höfðum fengið inn 29 afbókanir vegna þeirra 45 kosta sem eru í boði núna um páskana,“ sagði Gissur Kolbeinsson, fjármála- og rekstrarstjóri Bandalags háskólamanna. Segir hann líklegast að afbókanir sé tilkomnar vegna þess að sjóðurinn hafi slakað verulega á verklagi um endurgreiðslur. Sjóðsmenn geti nú fengið orlofskostnað endurgreiddan að fullu með litlum fyrirvara. Bókunarstaðan er önnur hjá VR. „Páskarnir hafa alltaf verið uppbókaðir hjá okkur og tímabilið í kringum páska, en við höfum aldrei séð eins miklar bókanir núna í mars eins og hefur verið. Það hefur nánast allt verið uppbókað hjá okkur bæði á virkum dögum og um helgar frá miðjum mars og það hefur aldrei gerst áður þannig þetta er mjög sérstök staða,“ sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Bæði félög taka áhyggjum almannavarna alvarlega og nýta helgina til að endurmeta stöðuna. Til greina kemur að loka fyrir bókanir yfir páskana. „Já það hefur komið til tals, stjórn sjóðsins hefur funað mjög títt vegna ástandsins. Ég geri ráð fyrir því að hún hittist núna um helgina og endurmeti stöðuna og taki ákvörðun um það hvort tilefni sé til að fara í umfangsmeiri lokanir en nú hefur ríkt,“ sagði Gissur. „Við munum fara eftir þeim tilmælum sem sóttvarnarteymið setur og að sjálfsögðu taka virkan þátt í að leggja okkar að mörkum til að virða þær reglur og þau tilmæli sem sett eru fram, ég á von á því að VR muni loka orlofshúsum um páskana,“ sagði Ragnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Nokkuð er um afbókanir á orlofshúsum á vegum Bandalags háskólamanna vegna faraldurs kórónuveirunnar. Annað er uppi á teningnum hjá VR en bókun þar var meiri í marsmánuði en árin áður. Félögin tvö munu þó að öllum líkindum loka fyrir bókanir yfir páskana vegna faraldursins. Yfirvöld hafa hvatt landsmenn til þess að ferðast innanhúss í stað innanlands yfir páskana í næstu viku til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Víðir Reynisson hefur lýst yfir áhyggjum af því að ferðalög fólks yfir páskana geti valdið auknu álagi á heilbrigðiskerfi sem sé þegar á þönum vegna kórónuveirufaraldursins. „Ef að fólk hópast saman í þessar sumarbústaðarbyggðir sem eru mjög víða þá erum við að safna saman jafnvel þúsundum á heilbrigðissvæði sem eru mjög veik,“ sagði Viðir Reynisson, yfirlögreglujónn. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, á upplýsingafundi almannavarna föstudaginn 3. apríl 2020.Lögreglan Stéttarfélögin hafa flest orlofshús til útleigu á sínum vegum. Gissur Kolbeinsson, fjármála- og rekstrarstjóri Bandalags háskólamanna segir nokkuð um afbókanir. „Páskarnir eru alltaf háannatímabil hjá orlofssjóðum og í venjulegu árferði þá eru orlofskostirnir þétt settnir og fullbókaðir á þessum tíma. Í gærmorgun var það þannig að við höfðum fengið inn 29 afbókanir vegna þeirra 45 kosta sem eru í boði núna um páskana,“ sagði Gissur Kolbeinsson, fjármála- og rekstrarstjóri Bandalags háskólamanna. Segir hann líklegast að afbókanir sé tilkomnar vegna þess að sjóðurinn hafi slakað verulega á verklagi um endurgreiðslur. Sjóðsmenn geti nú fengið orlofskostnað endurgreiddan að fullu með litlum fyrirvara. Bókunarstaðan er önnur hjá VR. „Páskarnir hafa alltaf verið uppbókaðir hjá okkur og tímabilið í kringum páska, en við höfum aldrei séð eins miklar bókanir núna í mars eins og hefur verið. Það hefur nánast allt verið uppbókað hjá okkur bæði á virkum dögum og um helgar frá miðjum mars og það hefur aldrei gerst áður þannig þetta er mjög sérstök staða,“ sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Bæði félög taka áhyggjum almannavarna alvarlega og nýta helgina til að endurmeta stöðuna. Til greina kemur að loka fyrir bókanir yfir páskana. „Já það hefur komið til tals, stjórn sjóðsins hefur funað mjög títt vegna ástandsins. Ég geri ráð fyrir því að hún hittist núna um helgina og endurmeti stöðuna og taki ákvörðun um það hvort tilefni sé til að fara í umfangsmeiri lokanir en nú hefur ríkt,“ sagði Gissur. „Við munum fara eftir þeim tilmælum sem sóttvarnarteymið setur og að sjálfsögðu taka virkan þátt í að leggja okkar að mörkum til að virða þær reglur og þau tilmæli sem sett eru fram, ég á von á því að VR muni loka orlofshúsum um páskana,“ sagði Ragnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira