Umhugsunarefni hversu langt sum Evrópuríki ganga Sylvía Hall skrifar 5. apríl 2020 22:43 Katrín Jakobsdóttir í Víglínunni í dag. Vísir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir mikla áherslu lagða á það að halda þinginu gangandi þó svo að aðstæður í samfélaginu séu erfiðar. Dæmi séu um að Evrópuríki séu að færa auknar valdheimildir til framkvæmdavaldsins á þessum tímum og það sé umhugsunarefni. „Mér hefur ekki fundist það spennandi þróun og ég er ánægð með það að þó svo að þingið sé ekki á fullu gasi, að þá erum við með þing starfandi. Hér er ekki verið að beita bráðabirgðalögum eða neinu slíku,“ segir Katrín, en hún var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Hún segir Ungverjaland ýktasta dæmið í þessu samhengi en það sé þó ekki einsdæmi. Þessi tilhneiging sé til staðar víða en það sé ekki jákvæð þróun. „Ég er mikill þingræðissinni sjálf, og átta mig alveg á því að upp geta komið einstakar aðstæður. Þær eru sem betur fer mjög sjaldgæfar á síðari árum í íslenskum stjórnmálum og það er til góðs,“ segir Katrín og bætir við að það sé öllum fyrir bestu að mál fái þinglega meðferð. Það tryggi almennt bestu niðurstöðuna. „Ég segi það bara alveg hiklaust, það er til góðs fyrir þær tillögur, til að mynda þær sem við í ríkisstjórninni höfum verið að gera, að þær hafa verið að fara í gegnum þingið og fengið þinglega meðferð. Það hefur verið til góðs fyrir niðurstöðuna og það er mikilvægt fyrir samfélagið.“ Hún segir mikilvægt að halda í lýðræðið þó að neyðarástand sé í heiminum öllum. „Við verðum líka að huga að því að það gangi ekki á okkar lýðræðislegu hefðir.“ Heilbrigðismálin í fyrsta sæti Ríkisstjórnin hefur nú þegar farið í umfangsmiklar efnahagsaðgerðir til þess að takmarka neikvæðar efnahagslegar afleiðingar kórónuveirufaraldursins. Að sögn Katrínar munu ríkisfjármálin skýrast betur þegar fjármálaáætlun til lengri tíma verður lögð fram. „Það er alveg ljóst að það eru allar forsendur brostnar, að ríkissjóður verður rekinn með verulegum halla – ég ætla ekki að segja til um nákvæmlega hve miklum og efnahagslega erum við að sjá sviðsmyndir breytast nánast frá degi til dags,“ segir Katrín. „Lokanir landamæra og óvissan um það hvenær þau verða opnuð aftur hafa auðvitað alveg gríðarleg áhrif og við verðum að vera reiðubúin að búa okkur undir í raun og veru verstu sviðsmyndir í því líka.“ Hún segir stjórnvöld hafa haft skýr leiðarljós þegar kemur að því að bregðast við faraldrinum og þar séu heilbrigðismálin ofar öllu öðru. Það skipti mestu máli að ná markmiðum í heilbrigðismálum og hemja útbreiðslu veirunnar. „Síðan þegar kemur að aðgerðum okkar í efnahagsmálum þá er stóra markmiðið að tryggja afkomu fólks.“ Víglínuna má sjá í fullri lengd hér að neðan. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Víglínan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Taka lýðræðið úr sambandi í skjóli faraldursins Eftirlit með símanotkun almennra borgara og þungir fangelsisdómar fyrir að hunsa útgöngubann er á meðal harðra aðgerða sem popúlískir þjóðarleiðtogar í Austur-Evrópuríkjum og víðar hafa gripið til vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Sumir þeirra eru sakaðir um að notfæra sér neyðarástandið til þess að sanka að sér völdum. 3. apríl 2020 10:40 Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Fleiri fréttir Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir mikla áherslu lagða á það að halda þinginu gangandi þó svo að aðstæður í samfélaginu séu erfiðar. Dæmi séu um að Evrópuríki séu að færa auknar valdheimildir til framkvæmdavaldsins á þessum tímum og það sé umhugsunarefni. „Mér hefur ekki fundist það spennandi þróun og ég er ánægð með það að þó svo að þingið sé ekki á fullu gasi, að þá erum við með þing starfandi. Hér er ekki verið að beita bráðabirgðalögum eða neinu slíku,“ segir Katrín, en hún var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Hún segir Ungverjaland ýktasta dæmið í þessu samhengi en það sé þó ekki einsdæmi. Þessi tilhneiging sé til staðar víða en það sé ekki jákvæð þróun. „Ég er mikill þingræðissinni sjálf, og átta mig alveg á því að upp geta komið einstakar aðstæður. Þær eru sem betur fer mjög sjaldgæfar á síðari árum í íslenskum stjórnmálum og það er til góðs,“ segir Katrín og bætir við að það sé öllum fyrir bestu að mál fái þinglega meðferð. Það tryggi almennt bestu niðurstöðuna. „Ég segi það bara alveg hiklaust, það er til góðs fyrir þær tillögur, til að mynda þær sem við í ríkisstjórninni höfum verið að gera, að þær hafa verið að fara í gegnum þingið og fengið þinglega meðferð. Það hefur verið til góðs fyrir niðurstöðuna og það er mikilvægt fyrir samfélagið.“ Hún segir mikilvægt að halda í lýðræðið þó að neyðarástand sé í heiminum öllum. „Við verðum líka að huga að því að það gangi ekki á okkar lýðræðislegu hefðir.“ Heilbrigðismálin í fyrsta sæti Ríkisstjórnin hefur nú þegar farið í umfangsmiklar efnahagsaðgerðir til þess að takmarka neikvæðar efnahagslegar afleiðingar kórónuveirufaraldursins. Að sögn Katrínar munu ríkisfjármálin skýrast betur þegar fjármálaáætlun til lengri tíma verður lögð fram. „Það er alveg ljóst að það eru allar forsendur brostnar, að ríkissjóður verður rekinn með verulegum halla – ég ætla ekki að segja til um nákvæmlega hve miklum og efnahagslega erum við að sjá sviðsmyndir breytast nánast frá degi til dags,“ segir Katrín. „Lokanir landamæra og óvissan um það hvenær þau verða opnuð aftur hafa auðvitað alveg gríðarleg áhrif og við verðum að vera reiðubúin að búa okkur undir í raun og veru verstu sviðsmyndir í því líka.“ Hún segir stjórnvöld hafa haft skýr leiðarljós þegar kemur að því að bregðast við faraldrinum og þar séu heilbrigðismálin ofar öllu öðru. Það skipti mestu máli að ná markmiðum í heilbrigðismálum og hemja útbreiðslu veirunnar. „Síðan þegar kemur að aðgerðum okkar í efnahagsmálum þá er stóra markmiðið að tryggja afkomu fólks.“ Víglínuna má sjá í fullri lengd hér að neðan.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Víglínan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Taka lýðræðið úr sambandi í skjóli faraldursins Eftirlit með símanotkun almennra borgara og þungir fangelsisdómar fyrir að hunsa útgöngubann er á meðal harðra aðgerða sem popúlískir þjóðarleiðtogar í Austur-Evrópuríkjum og víðar hafa gripið til vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Sumir þeirra eru sakaðir um að notfæra sér neyðarástandið til þess að sanka að sér völdum. 3. apríl 2020 10:40 Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Fleiri fréttir Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Sjá meira
Taka lýðræðið úr sambandi í skjóli faraldursins Eftirlit með símanotkun almennra borgara og þungir fangelsisdómar fyrir að hunsa útgöngubann er á meðal harðra aðgerða sem popúlískir þjóðarleiðtogar í Austur-Evrópuríkjum og víðar hafa gripið til vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Sumir þeirra eru sakaðir um að notfæra sér neyðarástandið til þess að sanka að sér völdum. 3. apríl 2020 10:40