Eiginmaðurinn tók þríþrautarkempuna bókstaflega úr sambandi: „Þvílíkur bjáni“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. apríl 2020 10:45 Mirinda Carfrae kemur hér í mark í þríþrautarkeppni árið 2018 en vegna COVID-19 hefur hún ekki getað keppt að undanförnu EPA-EFE/BRUCE OMOR Samkomubann og útbreiðsla kórónuveirunnar hefur séð til þess að þríþrautarfólk keppir ekki þessa dagana ekki frekar en flest annað íþróttafólk. Íþróttakeppnum hefur verið frestað út um allan heim. Hin ástralska Mirinda Carfrae er fyrrum heimsmeistari í þríþraut og hefur enn mikla þörf fyrir að keppa. Hún ætlaði ekki að láta samkomubann stoppa sig og ákvað að nýta sér nýjustu tækni til að fá útrás fyrir keppnisskapið. 'What an idiot!' Triathlete forced out of virtual bike race ... after husband trips over power cord https://t.co/M7sJYHSc0g— Guardian sport (@guardian_sport) April 5, 2020 Mirinda fann nefnilega leið til þess að keppa þegar sett var upp sýndarveruleikakeppni þar sem keppendur kepptu í gegnum netið frá heimilum sínum. Keppnin hét „Ironman VR Pro Challenge“ og Mirinda Carfrae tók þátt frá heimili sínu í Colarado fylki í Bandaríkjunum. Keppnin var send út í beinni á fésbókinni og var mjög spennandi. Mirinda Carfrae varð í öðru sæti þegar ógæfan dundi yfir. Tim O’Donnell, eiginmaður Mirinda Carfrae og einnig þríþrautarkappi, varð þá á þau mistök að taka eiginkonu sína bókstaflega úr sambandi. Hann kom inn í herbergið til hennar og féll um rafmagnssnúruna og tók vélina um leið úr sambandi. A triathlete had her virtual race derailed by her husband. Three-time world champion Mirinda Carfrae was doing well in the race until her husband accidentally tripped and unplugged her bike.... https://t.co/37hjSuGJf8 #coronaproblems— Sam Baker (@SamBaker) April 6, 2020 Mirinda Carfrae sagði frá því í viðtali í fésbókarútsendingu keppninnar að eiginmaðurinn hafi komið inn í herbergið til að hvetja hana áfram en endaði á því að klúðra keppninni fyrir hana. „Hann tók þá ákvörðun að koma með bikarana mína inn í herbergið til að hvetja mig áfram en þegar hann labbaði aftur fyrir vélina þá tók hana úr sambandi. Þvílíkur bjáni,“ sagði hin 39 ára gamla Mirinda Carfrae. Það þarf varla að taka það fram en keppnin var búin fyrir Mirinda Carfrae og það dugði ekkert að setja hana aftur í samband. Mirinda Carfrae ætlar samt ekki að hefna sín þegar eiginmaðurinn keppir í karlaflokki. „Tim er að keppa um næstu helgi en ég ætla ekki að taka hann úr sambandi,“ sagði Mirinda Carfrae. Þríþraut Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Viðbeinsbrotnaði þegar hann fagnaði sigri í Nascar Sport Fleiri fréttir Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Viðbeinsbrotnaði þegar hann fagnaði sigri í Nascar Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Sjá meira
Samkomubann og útbreiðsla kórónuveirunnar hefur séð til þess að þríþrautarfólk keppir ekki þessa dagana ekki frekar en flest annað íþróttafólk. Íþróttakeppnum hefur verið frestað út um allan heim. Hin ástralska Mirinda Carfrae er fyrrum heimsmeistari í þríþraut og hefur enn mikla þörf fyrir að keppa. Hún ætlaði ekki að láta samkomubann stoppa sig og ákvað að nýta sér nýjustu tækni til að fá útrás fyrir keppnisskapið. 'What an idiot!' Triathlete forced out of virtual bike race ... after husband trips over power cord https://t.co/M7sJYHSc0g— Guardian sport (@guardian_sport) April 5, 2020 Mirinda fann nefnilega leið til þess að keppa þegar sett var upp sýndarveruleikakeppni þar sem keppendur kepptu í gegnum netið frá heimilum sínum. Keppnin hét „Ironman VR Pro Challenge“ og Mirinda Carfrae tók þátt frá heimili sínu í Colarado fylki í Bandaríkjunum. Keppnin var send út í beinni á fésbókinni og var mjög spennandi. Mirinda Carfrae varð í öðru sæti þegar ógæfan dundi yfir. Tim O’Donnell, eiginmaður Mirinda Carfrae og einnig þríþrautarkappi, varð þá á þau mistök að taka eiginkonu sína bókstaflega úr sambandi. Hann kom inn í herbergið til hennar og féll um rafmagnssnúruna og tók vélina um leið úr sambandi. A triathlete had her virtual race derailed by her husband. Three-time world champion Mirinda Carfrae was doing well in the race until her husband accidentally tripped and unplugged her bike.... https://t.co/37hjSuGJf8 #coronaproblems— Sam Baker (@SamBaker) April 6, 2020 Mirinda Carfrae sagði frá því í viðtali í fésbókarútsendingu keppninnar að eiginmaðurinn hafi komið inn í herbergið til að hvetja hana áfram en endaði á því að klúðra keppninni fyrir hana. „Hann tók þá ákvörðun að koma með bikarana mína inn í herbergið til að hvetja mig áfram en þegar hann labbaði aftur fyrir vélina þá tók hana úr sambandi. Þvílíkur bjáni,“ sagði hin 39 ára gamla Mirinda Carfrae. Það þarf varla að taka það fram en keppnin var búin fyrir Mirinda Carfrae og það dugði ekkert að setja hana aftur í samband. Mirinda Carfrae ætlar samt ekki að hefna sín þegar eiginmaðurinn keppir í karlaflokki. „Tim er að keppa um næstu helgi en ég ætla ekki að taka hann úr sambandi,“ sagði Mirinda Carfrae.
Þríþraut Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Viðbeinsbrotnaði þegar hann fagnaði sigri í Nascar Sport Fleiri fréttir Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Viðbeinsbrotnaði þegar hann fagnaði sigri í Nascar Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn