Ró af rangri stærð talin orsök brotlendingar þotu Icelandair Kristján Már Unnarsson skrifar 6. apríl 2020 10:39 Ró af rangri stærð í lendingarbúnaði er talin meginorsök brotlendingar Boeing 757-þotu Icelandair á Keflavíkurflugvelli þann 7. febrúar síðastliðinn, samkvæmt bráðabirgðaskýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa, sem birt var í morgun. 160 farþegar og sex manna áhöfn voru um borð í Boeing 757-vélinni þegar hjólabúnaðurinn hægramegin gaf sig í lendingu en engin slys urðu á fólki. Samkvæmt skýrslunni var aðflug vélarinnar eðlilegt en vegna hliðarvinds þurftu flugmennirnir að beita svokallaðri hliðarvindslendingu. Hún var einnig eðlileg og framkvæmd samkvæmt bókinni. Þótt hún þýddi meiri þunga á hjólabúnaðinn hægramegin reyndist þunginn sem kom á hjólið aðeins 1,28 G, sem er langt innan þeirra marka sem lendingarbúnaðurinn á að þola án þess að brotna, sem er 3,75 G. Lendingarbúnaðurinn hægra megin gaf sig um leið og flugvélin snerti flugbrautina.Mynd/Úr skýrslu RNSA. Óeðlilegt hljóð, eins og málmur væri að brotna, heyrðist hins vegar nánast um leið og flugvélin snerti brautina, þegar nefið var að síga niður, og féll hún þá niður á hægri hliðina. Við rannsókn á vettvangi kom í ljós að ró vantaði í lendingarbúnaðinn, ásamt fylgihlut. Þessir hlutir fundust á flugbrautinni nálægt þeim stað þar sem vélin snerti brautina í lendingu. Róin mældist 1,617 tommur að innanmáli.Mynd/Úr skýrslu RNSA. Við rannsókn á rónni kom í ljós að hún var of stór til að halda nægilega vel skrúfunni sem gekk inn í hana. Innanvert mál hennar mældist 1,617 tommur en hefði þurft að vera á bilinu 1,5439 til 1,5539 tommur. Boltinn sem gekk á móti rónni mældist að utanmáli 1,622 tommur, og var því lítið hald í rónni. Til að hann héldist nægilega fastur hefði róin að innanmáli þurft að vera á bilinu 1,5439 til 1,5539 tommur.Mynd/Úr skýrslu RNSA. Í bráðabirgðaskýrslunni kemur fram að Rannsóknarnefndin hafi gefið út öryggisleiðbeiningar til Icelandair og félagsins Cabo Verde Airlines um að lendingarbúnaður fjögurra Boeing 757-véla verði kannaður. Búnaðurinn á það sammerkt að hafa farið í yfirhalningu hjá fyrirtækinu Landing Gear Technologies í Miami á Flórída. Skýringarmynd í bráðabirgðaskýrslunni sýnir hvað brast í lendingunni.Mynd/Úr skýrslu RNSA. Flugvélin sem brotlenti var nýkomin úr stórskoðun í Kanada, svokallaðri C-skoðun, þar sem skipt var um lendingarbúnað. Lendingarstellið sem sett var á hana kom frá fyrirtækinu á Flórída. Leggurinn sem losnaði frá þegar of stór róin hélt ekki.Mynd/Úr skýrslu RNSA. Vegna rannsóknarinnar stóð til að gera sérstaka öryggisúttekt á verkferlum Landing Gear Technologies en henni hefur verið frestað vegna Covid 19-faraldursins. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 af rannsókn málsins: Icelandair Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Boeing Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Ró af rangri stærð í lendingarbúnaði er talin meginorsök brotlendingar Boeing 757-þotu Icelandair á Keflavíkurflugvelli þann 7. febrúar síðastliðinn, samkvæmt bráðabirgðaskýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa, sem birt var í morgun. 160 farþegar og sex manna áhöfn voru um borð í Boeing 757-vélinni þegar hjólabúnaðurinn hægramegin gaf sig í lendingu en engin slys urðu á fólki. Samkvæmt skýrslunni var aðflug vélarinnar eðlilegt en vegna hliðarvinds þurftu flugmennirnir að beita svokallaðri hliðarvindslendingu. Hún var einnig eðlileg og framkvæmd samkvæmt bókinni. Þótt hún þýddi meiri þunga á hjólabúnaðinn hægramegin reyndist þunginn sem kom á hjólið aðeins 1,28 G, sem er langt innan þeirra marka sem lendingarbúnaðurinn á að þola án þess að brotna, sem er 3,75 G. Lendingarbúnaðurinn hægra megin gaf sig um leið og flugvélin snerti flugbrautina.Mynd/Úr skýrslu RNSA. Óeðlilegt hljóð, eins og málmur væri að brotna, heyrðist hins vegar nánast um leið og flugvélin snerti brautina, þegar nefið var að síga niður, og féll hún þá niður á hægri hliðina. Við rannsókn á vettvangi kom í ljós að ró vantaði í lendingarbúnaðinn, ásamt fylgihlut. Þessir hlutir fundust á flugbrautinni nálægt þeim stað þar sem vélin snerti brautina í lendingu. Róin mældist 1,617 tommur að innanmáli.Mynd/Úr skýrslu RNSA. Við rannsókn á rónni kom í ljós að hún var of stór til að halda nægilega vel skrúfunni sem gekk inn í hana. Innanvert mál hennar mældist 1,617 tommur en hefði þurft að vera á bilinu 1,5439 til 1,5539 tommur. Boltinn sem gekk á móti rónni mældist að utanmáli 1,622 tommur, og var því lítið hald í rónni. Til að hann héldist nægilega fastur hefði róin að innanmáli þurft að vera á bilinu 1,5439 til 1,5539 tommur.Mynd/Úr skýrslu RNSA. Í bráðabirgðaskýrslunni kemur fram að Rannsóknarnefndin hafi gefið út öryggisleiðbeiningar til Icelandair og félagsins Cabo Verde Airlines um að lendingarbúnaður fjögurra Boeing 757-véla verði kannaður. Búnaðurinn á það sammerkt að hafa farið í yfirhalningu hjá fyrirtækinu Landing Gear Technologies í Miami á Flórída. Skýringarmynd í bráðabirgðaskýrslunni sýnir hvað brast í lendingunni.Mynd/Úr skýrslu RNSA. Flugvélin sem brotlenti var nýkomin úr stórskoðun í Kanada, svokallaðri C-skoðun, þar sem skipt var um lendingarbúnað. Lendingarstellið sem sett var á hana kom frá fyrirtækinu á Flórída. Leggurinn sem losnaði frá þegar of stór róin hélt ekki.Mynd/Úr skýrslu RNSA. Vegna rannsóknarinnar stóð til að gera sérstaka öryggisúttekt á verkferlum Landing Gear Technologies en henni hefur verið frestað vegna Covid 19-faraldursins. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 af rannsókn málsins:
Icelandair Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Boeing Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira