Krefjast þess að skráningum á vanskilaskrá verði tafarlaust hætt Eiður Þór Árnason skrifar 6. apríl 2020 16:00 Drífa Snædal, forseti ASÍ, og Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Vísir/vilhelm Alþýðusamband Íslands og Neytendasamtökin krefjast þess að Creditinfo-Lánstraust hætti að skrá einstaklinga og fyrirtæki á vanskilaskrá vegna greiðsluvanda sem tengja má við kórónuveirufaraldurinn. Framkvæmdastjóri Creditinfo segir kröfuna byggja á misskilningi. Það séu kröfuhafar sem óski eftir skráningu á vanskilaskrá og það sé ekki undir stjórn fyrirtækisins hverjir þar lendi. Í sameiginlegri yfirlýsingu segja ASÍ og NS skráningu á vanskilaskrá hafa íþyngjandi og langvarandi afleiðingar fyrir þá sem þar lenda. Þetta eigi sérstaklega við í ljósi þess að Creditinfo-Lánstraust hafi heimild til þess að halda aðilum á vanskilaskrá í fjögur ár eftir að þeir gera upp skuldir sínar. „Á meðan er einstaklingum gert ókleift að stunda eðlileg viðskipti, svo sem fá greiðslukort, tryggingar eða jafnvel leiguhúsnæði. Það tímabundna áfall sem fólk verður fyrir um þessar mundir má ekki hafa langvarandi afleiðingar." Í yfirlýsingunni sem Drífa Snædal, forseti ASÍ, og Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, skrifa undir er þess krafist að fyrirtækið hætti tafarlaust skráningum á vanskilaskrá sína vegna greiðsluvanda tengdum Covid-19 og sleppi því fram til ársloka. Fréttin hefur verið uppfærð með svari frá Creditinfo sem lesa má í heild sinni hér fyrir neðan. „Krafa Neytendasamtakanna og ASÍ um að Creditinfo hætti að skrá einstaklinga og fyrirtæki á vanskilaskrá vegna greiðsluvanda sem tengja má við kórónuveirufaraldinn er greinilega á misskilningi byggð og vil Creditinfo koma eftirfarandi á framfæri vegna þessa. Það eru kröfuhafar/ lánveitendur sem óska eftir skráningu á vanskilaskrá, það er ekki Creditinfo sem velur hverja skuli skrá og hverja ekki. Kröftum ASÍ og NS er því betur varið í að beina athygli sinni þangað en til Creditinfo ef þið ætlið að taka þessa umræðu. Miðað við öll þau úrræði sem verið er að innleiða í dag vegna COVID-19 hjá lánveitendum, bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki, þá er ljóst að allir eru virkilega að vanda sig við að koma til móts við þá sem lenda í vandræðum vegna þessa ástands og ljóst að mjög margir munu fá nauðsynlega fyrirgreiðslu og þ.a.l. ekki lenda á vanskilaskrá. Kröfur berast ekki til Creditinfo til skráningar fyrr en eftir að minnsta kosti 40+ daga vanskil. Því eru þær kröfur sem er verið að skrá t.d. núna og munu berast næstu mánuði til skráningar til komnar vegna aðstæðna fyrir COVID-19. Þá verður einnig nægur tími fyrir viðkomandi aðila að fá fyrirgreiðslu eða þiggja úrræði hjá sínum lánardrottnum áður en til skráningar kemur. Að þessu sögðu þá er krafa ASÍ og NS óskiljanleg. Vanskilaskrá er nauðsynlegt tæki til áhættustýringar fyrir íslenska lánveitendur en ekki síður til þess að vernda neytendur." Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Mest lesið Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Indó ríður á vaðið Neytendur Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Sjá meira
Alþýðusamband Íslands og Neytendasamtökin krefjast þess að Creditinfo-Lánstraust hætti að skrá einstaklinga og fyrirtæki á vanskilaskrá vegna greiðsluvanda sem tengja má við kórónuveirufaraldurinn. Framkvæmdastjóri Creditinfo segir kröfuna byggja á misskilningi. Það séu kröfuhafar sem óski eftir skráningu á vanskilaskrá og það sé ekki undir stjórn fyrirtækisins hverjir þar lendi. Í sameiginlegri yfirlýsingu segja ASÍ og NS skráningu á vanskilaskrá hafa íþyngjandi og langvarandi afleiðingar fyrir þá sem þar lenda. Þetta eigi sérstaklega við í ljósi þess að Creditinfo-Lánstraust hafi heimild til þess að halda aðilum á vanskilaskrá í fjögur ár eftir að þeir gera upp skuldir sínar. „Á meðan er einstaklingum gert ókleift að stunda eðlileg viðskipti, svo sem fá greiðslukort, tryggingar eða jafnvel leiguhúsnæði. Það tímabundna áfall sem fólk verður fyrir um þessar mundir má ekki hafa langvarandi afleiðingar." Í yfirlýsingunni sem Drífa Snædal, forseti ASÍ, og Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, skrifa undir er þess krafist að fyrirtækið hætti tafarlaust skráningum á vanskilaskrá sína vegna greiðsluvanda tengdum Covid-19 og sleppi því fram til ársloka. Fréttin hefur verið uppfærð með svari frá Creditinfo sem lesa má í heild sinni hér fyrir neðan. „Krafa Neytendasamtakanna og ASÍ um að Creditinfo hætti að skrá einstaklinga og fyrirtæki á vanskilaskrá vegna greiðsluvanda sem tengja má við kórónuveirufaraldinn er greinilega á misskilningi byggð og vil Creditinfo koma eftirfarandi á framfæri vegna þessa. Það eru kröfuhafar/ lánveitendur sem óska eftir skráningu á vanskilaskrá, það er ekki Creditinfo sem velur hverja skuli skrá og hverja ekki. Kröftum ASÍ og NS er því betur varið í að beina athygli sinni þangað en til Creditinfo ef þið ætlið að taka þessa umræðu. Miðað við öll þau úrræði sem verið er að innleiða í dag vegna COVID-19 hjá lánveitendum, bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki, þá er ljóst að allir eru virkilega að vanda sig við að koma til móts við þá sem lenda í vandræðum vegna þessa ástands og ljóst að mjög margir munu fá nauðsynlega fyrirgreiðslu og þ.a.l. ekki lenda á vanskilaskrá. Kröfur berast ekki til Creditinfo til skráningar fyrr en eftir að minnsta kosti 40+ daga vanskil. Því eru þær kröfur sem er verið að skrá t.d. núna og munu berast næstu mánuði til skráningar til komnar vegna aðstæðna fyrir COVID-19. Þá verður einnig nægur tími fyrir viðkomandi aðila að fá fyrirgreiðslu eða þiggja úrræði hjá sínum lánardrottnum áður en til skráningar kemur. Að þessu sögðu þá er krafa ASÍ og NS óskiljanleg. Vanskilaskrá er nauðsynlegt tæki til áhættustýringar fyrir íslenska lánveitendur en ekki síður til þess að vernda neytendur."
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Mest lesið Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Indó ríður á vaðið Neytendur Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Sjá meira