26 skemmtiferðaskip afboða komu sína til Íslands Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. apríl 2020 23:25 26 skemmtiferðaskip hafa afboðað komu sína hingað til lands næsta sumar. Vísir/Vilhelm Fyrsta skemmtiferðaskipið þessa árs kom hingað til lands í marsmánuði en óvíst er hver áhrif kórónuveirufaraldursins verða á ferðaþjónustu hér á landi á næstu misserum. Annað skip hefur skráð komu sína hingað til lands þann 21. maí næstkomandi en óvíst er hvort það muni ganga eftir vegna kórónuveirufaraldursins. Ljóst er að hann muni setja mark sitt á ferðamennsku hér á landi næstu misseri. Gísli Gíslason, stjórnarformaður Faxaflóahafna, sagði í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag að kvarnast hafi úr þeim hópi skemmtiferðaskipa sem höfðu boðað komu sína hingað í sumar. Um var að ræða 189 skip en þegar hafa 26 þeirra afboðað komu sína. „Við reiknum með að það verði meiri afföll af þessu. Nánast öll skip liggja núna bundin við bryggju í ýmsum höfnum í Evrópu og við erum að vonast til að upp úr páskum þá geti farið að heyrast hljóð utan að hvað menn hyggjast fyrir en við erum nú ekki bjartsýn með maí og fram í júní en við skulum sjá til,“ sagði Gísli. Hann segir að víða erlendis sé enn meiri vandi til staðar, meðal annars vegna þess að nú liggi mörg skip við höfn og liggi við að ekki sé bryggjupláss til staðar. Mörg skemmtiferðaskipanna liggi nú við hafnir á Ítalíu, Spáni, Hollandi, Þýskalandi og á Norðurlöndunum. „Öll fyrirtækin í þessu eru að ráða ráðum sínum nánast en eitt er það hvernig ástandið verður á Íslandi en við sjáum það að ástandið er ekki björgulegt á Bretlandi og Bandaríkjunum þannig heimsmyndin mun ráða miklu um hvernig þetta þróast hérna hjá okkur.“ Segir greinilegt að sóttvarnaryfirvöld hafi verið framsýn Um borð í farþegaskipunum eru heilsugæslur og mikill búnaður enda eru þetta fljótandi samfélög segir Gísli. Þá segir hann að þegar skipin leggjast hér við höfn eiga þau að senda heilbrigðisvottorð og hefur tollurinn tekið við því hingað til en nú komi landhelgisgæslan sterkari inn og fái frekari upplýsingar. „Það verður örugglega áfram að ef skip er með eitthvað sem kallar á aðgæslu, smit eða annað, þá eru viðkomandi yfirvöld kölluð til og tekið er á málinu á þeim nótum. Það kemur ekki að bryggju fyrr en allt er klárt í landi.“ Hann segir líklegt að frekari ráðstafanir verði gerðar nú og muni verða beitt áfram þegar stórir hópar koma með þessum hætti til landa. „Kannski er það í rauninni bara skynsamlegt. Við höfum sloppið býsna vel síðustu áratugi. Ég hef nefnt það líka að fyrir nokkrum árum var sett sérstök sóttvarnaráætlun fyrir skip, landsáætlun, sem að Þórólfur og hans fólk stóð fyrir. Ég verð að viðurkenna það að jú, menn tóku boðskapinn en ég er nokkuð viss um það að ekki mjög margir í hafnarstarfseminni sem áttu von á því að þetta gagn yrði grundvallaratriði árið 2020.“ „Það sýnir kannski líka að sóttvarnaryfirvöld hafa verið framsýn og það er gríðarlega mikilvægt að hugsa fram fyrir tærnar á sér því atvikin sem gerast í kring um skip og sjó við þekkjum þau mörg en við erum að læra um ný atvik sem við þurfum að hafa augun á líka.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Ástralar hefja rannsókn á skemmtiferðaskipinu Ruby Princess Hafin er rannsókn á því í Ástralíu hvers vegna farþegar skemmtiferðaskipsins Ruby Princess fengu að fara frá borði í Sydney þrátt fyrir að hafa sýnt flensueinkenni. 5. apríl 2020 11:47 Andvaka vegna ástandsins Ef ég væri móðir-náttúra, þá hefði ég líka hannað veiru sem dregur stórlega úr neyslu og hægir á hagvexi. Móðir náttúra veit að 3% hagvöxtur þýðir 3% samdráttur í náttúru. 27. mars 2020 13:00 Íslendingarnir lausir úr sóttkví í Víetnam og á heimleið Fjórir Íslendingar sem voru í sóttkví í Víetnam eru á leið til landsins. 16. mars 2020 12:17 Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Fleiri fréttir Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Sjá meira
Fyrsta skemmtiferðaskipið þessa árs kom hingað til lands í marsmánuði en óvíst er hver áhrif kórónuveirufaraldursins verða á ferðaþjónustu hér á landi á næstu misserum. Annað skip hefur skráð komu sína hingað til lands þann 21. maí næstkomandi en óvíst er hvort það muni ganga eftir vegna kórónuveirufaraldursins. Ljóst er að hann muni setja mark sitt á ferðamennsku hér á landi næstu misseri. Gísli Gíslason, stjórnarformaður Faxaflóahafna, sagði í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag að kvarnast hafi úr þeim hópi skemmtiferðaskipa sem höfðu boðað komu sína hingað í sumar. Um var að ræða 189 skip en þegar hafa 26 þeirra afboðað komu sína. „Við reiknum með að það verði meiri afföll af þessu. Nánast öll skip liggja núna bundin við bryggju í ýmsum höfnum í Evrópu og við erum að vonast til að upp úr páskum þá geti farið að heyrast hljóð utan að hvað menn hyggjast fyrir en við erum nú ekki bjartsýn með maí og fram í júní en við skulum sjá til,“ sagði Gísli. Hann segir að víða erlendis sé enn meiri vandi til staðar, meðal annars vegna þess að nú liggi mörg skip við höfn og liggi við að ekki sé bryggjupláss til staðar. Mörg skemmtiferðaskipanna liggi nú við hafnir á Ítalíu, Spáni, Hollandi, Þýskalandi og á Norðurlöndunum. „Öll fyrirtækin í þessu eru að ráða ráðum sínum nánast en eitt er það hvernig ástandið verður á Íslandi en við sjáum það að ástandið er ekki björgulegt á Bretlandi og Bandaríkjunum þannig heimsmyndin mun ráða miklu um hvernig þetta þróast hérna hjá okkur.“ Segir greinilegt að sóttvarnaryfirvöld hafi verið framsýn Um borð í farþegaskipunum eru heilsugæslur og mikill búnaður enda eru þetta fljótandi samfélög segir Gísli. Þá segir hann að þegar skipin leggjast hér við höfn eiga þau að senda heilbrigðisvottorð og hefur tollurinn tekið við því hingað til en nú komi landhelgisgæslan sterkari inn og fái frekari upplýsingar. „Það verður örugglega áfram að ef skip er með eitthvað sem kallar á aðgæslu, smit eða annað, þá eru viðkomandi yfirvöld kölluð til og tekið er á málinu á þeim nótum. Það kemur ekki að bryggju fyrr en allt er klárt í landi.“ Hann segir líklegt að frekari ráðstafanir verði gerðar nú og muni verða beitt áfram þegar stórir hópar koma með þessum hætti til landa. „Kannski er það í rauninni bara skynsamlegt. Við höfum sloppið býsna vel síðustu áratugi. Ég hef nefnt það líka að fyrir nokkrum árum var sett sérstök sóttvarnaráætlun fyrir skip, landsáætlun, sem að Þórólfur og hans fólk stóð fyrir. Ég verð að viðurkenna það að jú, menn tóku boðskapinn en ég er nokkuð viss um það að ekki mjög margir í hafnarstarfseminni sem áttu von á því að þetta gagn yrði grundvallaratriði árið 2020.“ „Það sýnir kannski líka að sóttvarnaryfirvöld hafa verið framsýn og það er gríðarlega mikilvægt að hugsa fram fyrir tærnar á sér því atvikin sem gerast í kring um skip og sjó við þekkjum þau mörg en við erum að læra um ný atvik sem við þurfum að hafa augun á líka.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Ástralar hefja rannsókn á skemmtiferðaskipinu Ruby Princess Hafin er rannsókn á því í Ástralíu hvers vegna farþegar skemmtiferðaskipsins Ruby Princess fengu að fara frá borði í Sydney þrátt fyrir að hafa sýnt flensueinkenni. 5. apríl 2020 11:47 Andvaka vegna ástandsins Ef ég væri móðir-náttúra, þá hefði ég líka hannað veiru sem dregur stórlega úr neyslu og hægir á hagvexi. Móðir náttúra veit að 3% hagvöxtur þýðir 3% samdráttur í náttúru. 27. mars 2020 13:00 Íslendingarnir lausir úr sóttkví í Víetnam og á heimleið Fjórir Íslendingar sem voru í sóttkví í Víetnam eru á leið til landsins. 16. mars 2020 12:17 Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Fleiri fréttir Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Sjá meira
Ástralar hefja rannsókn á skemmtiferðaskipinu Ruby Princess Hafin er rannsókn á því í Ástralíu hvers vegna farþegar skemmtiferðaskipsins Ruby Princess fengu að fara frá borði í Sydney þrátt fyrir að hafa sýnt flensueinkenni. 5. apríl 2020 11:47
Andvaka vegna ástandsins Ef ég væri móðir-náttúra, þá hefði ég líka hannað veiru sem dregur stórlega úr neyslu og hægir á hagvexi. Móðir náttúra veit að 3% hagvöxtur þýðir 3% samdráttur í náttúru. 27. mars 2020 13:00
Íslendingarnir lausir úr sóttkví í Víetnam og á heimleið Fjórir Íslendingar sem voru í sóttkví í Víetnam eru á leið til landsins. 16. mars 2020 12:17