Segir að handboltinn í Þrótti hafi ekki verið aflagður en það komi til greina Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. apríl 2020 11:46 Þróttur endaði í 5. sæti Grill 66 deildar karla í vetur. mynd/facebook-síða þróttar Finnbogi Hilmarsson, formaður aðalstjórnar Þróttar R., segir að ekki hafi enn verið tekin ákvörðun um framtíð handboltans í félaginu. Í samtali við Vísi sagði Vala Valtýsdóttir, formaður handknattleiksdeildar Þróttar, að búið væri að leggja handboltann í félaginu niður. Hún sagði að þetta væri ákvörðun aðalstjórnar Þróttar og vísaði á Finnboga. Hann segir að ákvörðunin hafi ekki enn verið tekin en umræðan um framtíð handboltans í Þrótt væri óljós vegna aðstöðuvandamála. „Við erum ekki búin að leggja handboltann niður en það er umræða sem við þurfum að taka. Það er ekki búið að taka neina ákvörðun. Það þarf að skoða þau mál öll í heild sinni út frá okkar aðstöðumálum,“ sagði Finnbogi í samtali við Vísi. „Tímabilið endaði bara í gær og við höfum ekkert hist eftir að það kláraðist. Þetta er eitthvað sem við þurfum að skoða.“ Gengur illa að halda starfseminni út En kemur til greina að leggja handboltann í Þrótti niður? „Það er eitthvað sem við þurfum virkilega að skoða. Það er mjög erfitt að halda starfseminni úti og gengur illa að byggja upp yngri flokka þegar svona margar æfingar falla niður. Það gengur illa að fá fólk til að starfa við þetta og borga æfingagjöld, eðlilega því það falla svo margar æfingar niður,“ svaraði Finnbogi. „Við höfum verið í mjög miklum vanda og þetta verður verra og verra eftir því sem árin líða. Þess vegna höfum við þurft að spyrja okkur þessarar spurningar nánast á hverju ári: eigum við að taka eitt tímabil í viðbót. Við eigum eftir að setjast niður og taka þessa ákvörðun um hvort við höldum þessu áfram.“ Þróttarar æfa í Laugardalshöllinni þegar hún er laus.vísir/vilhelm Iðkendum fækkað á síðustu árum Þróttarar æfa í Laugardalshöllinni en hún er ekki alltaf laus og aðrir viðburðir hafa forgang. „Okkur er lofað úrbótum, við fáum fleiri tíma og betri aðstöðu, en það er ekki staðið við það,“ sagði Finnbogi. Hann segir að iðkendum í yngri flokkum Þróttar hafi fækkað mikið á undanförnum árum. „Þetta eru undir 100 krakkar en það er ekki langt síðan þeir voru um 150. Þeim hefur snarfækkað á síðustu 4-5 árum. Notkunin á Höllinni hefur breyst svo mikið. Ef mögulegt er að leigja hana út fyrir viðburði ganga þeir alltaf fyrir. Mig minnir að í febrúar hafi um 50% tíma fallið niður.“ Æfðu í Hveragerði Finnbogi segir erfitt að leita annað til að hýsa æfingar. „Við höfum ekkert annað. Við höfum fengið nokkrar æfingar í Egilshöll sem er ekki alveg næsti bær við. Og fyrir tveimur árum síðan leigðum við nokkra tíma í Hveragerði. Öll íþróttahúsin í Reykjavík eru full og það vantar tíma fyrir félögin og skólana.“ Þróttur endaði í 5. sæti Grill 66 deildar karla á þessu tímabili sem gæti verið það síðasta hjá félaginu, allavega í bili. Olís-deild karla Íslenski handboltinn Reykjavík Þróttur Reykjavík Tengdar fréttir HSÍ flautar Íslandsmótið af HSÍ hefur ákveðið að blása öll mót á vegum sambandsins af vegna kórónuveirunnar. Þetta staðfesti sambandið á vef sínum í kvöld eftir stjórnarfund sambandsins fyrr í dag. 6. apríl 2020 18:57 Formaður HSÍ: Menn voru byrjaðir að kalla eftir ákvörðun Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, var gestur Seinni bylgjunnar í kvöld þar sem hann fór yfir ákvörðun sambandsins að blása allt mótahald af vegna kórónuveirunnar. 6. apríl 2020 21:00 Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Handbolti Fleiri fréttir „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Sjá meira
Finnbogi Hilmarsson, formaður aðalstjórnar Þróttar R., segir að ekki hafi enn verið tekin ákvörðun um framtíð handboltans í félaginu. Í samtali við Vísi sagði Vala Valtýsdóttir, formaður handknattleiksdeildar Þróttar, að búið væri að leggja handboltann í félaginu niður. Hún sagði að þetta væri ákvörðun aðalstjórnar Þróttar og vísaði á Finnboga. Hann segir að ákvörðunin hafi ekki enn verið tekin en umræðan um framtíð handboltans í Þrótt væri óljós vegna aðstöðuvandamála. „Við erum ekki búin að leggja handboltann niður en það er umræða sem við þurfum að taka. Það er ekki búið að taka neina ákvörðun. Það þarf að skoða þau mál öll í heild sinni út frá okkar aðstöðumálum,“ sagði Finnbogi í samtali við Vísi. „Tímabilið endaði bara í gær og við höfum ekkert hist eftir að það kláraðist. Þetta er eitthvað sem við þurfum að skoða.“ Gengur illa að halda starfseminni út En kemur til greina að leggja handboltann í Þrótti niður? „Það er eitthvað sem við þurfum virkilega að skoða. Það er mjög erfitt að halda starfseminni úti og gengur illa að byggja upp yngri flokka þegar svona margar æfingar falla niður. Það gengur illa að fá fólk til að starfa við þetta og borga æfingagjöld, eðlilega því það falla svo margar æfingar niður,“ svaraði Finnbogi. „Við höfum verið í mjög miklum vanda og þetta verður verra og verra eftir því sem árin líða. Þess vegna höfum við þurft að spyrja okkur þessarar spurningar nánast á hverju ári: eigum við að taka eitt tímabil í viðbót. Við eigum eftir að setjast niður og taka þessa ákvörðun um hvort við höldum þessu áfram.“ Þróttarar æfa í Laugardalshöllinni þegar hún er laus.vísir/vilhelm Iðkendum fækkað á síðustu árum Þróttarar æfa í Laugardalshöllinni en hún er ekki alltaf laus og aðrir viðburðir hafa forgang. „Okkur er lofað úrbótum, við fáum fleiri tíma og betri aðstöðu, en það er ekki staðið við það,“ sagði Finnbogi. Hann segir að iðkendum í yngri flokkum Þróttar hafi fækkað mikið á undanförnum árum. „Þetta eru undir 100 krakkar en það er ekki langt síðan þeir voru um 150. Þeim hefur snarfækkað á síðustu 4-5 árum. Notkunin á Höllinni hefur breyst svo mikið. Ef mögulegt er að leigja hana út fyrir viðburði ganga þeir alltaf fyrir. Mig minnir að í febrúar hafi um 50% tíma fallið niður.“ Æfðu í Hveragerði Finnbogi segir erfitt að leita annað til að hýsa æfingar. „Við höfum ekkert annað. Við höfum fengið nokkrar æfingar í Egilshöll sem er ekki alveg næsti bær við. Og fyrir tveimur árum síðan leigðum við nokkra tíma í Hveragerði. Öll íþróttahúsin í Reykjavík eru full og það vantar tíma fyrir félögin og skólana.“ Þróttur endaði í 5. sæti Grill 66 deildar karla á þessu tímabili sem gæti verið það síðasta hjá félaginu, allavega í bili.
Olís-deild karla Íslenski handboltinn Reykjavík Þróttur Reykjavík Tengdar fréttir HSÍ flautar Íslandsmótið af HSÍ hefur ákveðið að blása öll mót á vegum sambandsins af vegna kórónuveirunnar. Þetta staðfesti sambandið á vef sínum í kvöld eftir stjórnarfund sambandsins fyrr í dag. 6. apríl 2020 18:57 Formaður HSÍ: Menn voru byrjaðir að kalla eftir ákvörðun Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, var gestur Seinni bylgjunnar í kvöld þar sem hann fór yfir ákvörðun sambandsins að blása allt mótahald af vegna kórónuveirunnar. 6. apríl 2020 21:00 Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Handbolti Fleiri fréttir „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Sjá meira
HSÍ flautar Íslandsmótið af HSÍ hefur ákveðið að blása öll mót á vegum sambandsins af vegna kórónuveirunnar. Þetta staðfesti sambandið á vef sínum í kvöld eftir stjórnarfund sambandsins fyrr í dag. 6. apríl 2020 18:57
Formaður HSÍ: Menn voru byrjaðir að kalla eftir ákvörðun Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, var gestur Seinni bylgjunnar í kvöld þar sem hann fór yfir ákvörðun sambandsins að blása allt mótahald af vegna kórónuveirunnar. 6. apríl 2020 21:00