Annað sjónarhorn í umræðuna um skort á hjúkrunarfræðingum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar 7. apríl 2020 17:00 Fyrir um þremur áratugum breyttu Danir menntun sjúkraliða. Til urðu stéttirnar Social- og sundhedsassistent (SOSU-assistent) og Social- og sundhedshjælper (SOSU-hjælper). Mikil bót fyrir danska heilbrigðiskerfið. Hjúkrunarfræðingar þar í landi settu sig upp á móti menntun SOSU-assistentana (heilsu- og félagsliði, þýðingin mín), töldu að þeir misstu spón úr aski sínum. Þáverandi heilbrigðisráðherra hlustaði ekki á andmælin, þörf landsins var í forgangi, og því hafa SOSU-assistenter verið að störfum í þrjá áratugi. Stéttin hefur sannað gildi sitt í Danmörku. Sjúkraliðar sem hafa danska heitið ,,sygehjælper“ höfðu tök á að fara í nám, svokallað ,,opskoling“ sem tók innan við ár til að verða SOSU-assistent. Í 2008 var menntunarþörfinni fullnægt og síðasti hópurinn útskrifaðist, segir frá skólanum SOSU-nord, það ár. Þeir sem bættu ekki við sig námi vinna sem ,,sygehælper“ með takmarkaðra starfssvið en SOSU-assistent. Stéttin ,,sygehjælpere“ deyr smá saman út en ný stétt yfirtekur að mestu starfsviðið, SOSU- hjælpere (félagsliði). Starfssvið SOSU-assistente er víðara en sjúkraliða, líka þegar horft er til Íslands, en takmarkaðra en hjúkrunarfræðinga. Með náminu var ákveðið að færa ýmis störf sem hjúkrunarfræðingar hafa haft á sinni könnu til SOSU-assistentana. Það var gert til að létta á stétt hjúkrunarfræðinga og færa til verkefni sem minna menntaður einstaklingur getur sinnt, án skerðingar á gæðum. Uppbygging danska námsins Sama grunnmenntun er fyrir SOSU- hjælper (félagsliða) og SOSU-assistent (heilsu- og félagsliði), en það fer eftir aldri, fyrri störfum og menntun hvar einstaklingur byrjar í ferlinu. Eftir grunnnám hefst sérhæfing. SOSU-hjælper (félagsliði). Námið tekur 2 ár og 2 mánuði. Vinnustaðir eru m.a. dvalar- og elliheimili, verndaðar íbúðir aldraða og sambýli. Starfssvið félagsliða er persónuleg aðstoð, hjálp með innkaup, þrif og þvotta. SOSU- assistent (heilsu- og félagsliði).Námið tekur 3 ár 10 mánuði, að meðtölu árunum sem tekur að verða Sosu-hjælper. Þessi stétt sinnir almennum hjúkrunarstörfum. Þeir vinna m.a. á hjúkrunarheimilum, sjúkrahúsum, á geðsviðinu og við heimahjúkrun. Fyrir margt löngu vakti Sjúkraliðafélag Íslands athygli á málinu, án árangurs. Ráðherrar þeirra tíma ljáðu félaginu ekki eyra, því miður. Þess í stað var sétt með minna starfssvið en sjúkraliðar búin til, félagsliðar, sem svar við kalli ófaglærðra í öldrunar- og félagsgeiranum. Gera má að því skóna að mönnun innan sjúkrahúsanna væri önnur hefði menntun sjúkraliða verið breytt á sínum tíma eins og Danir gerðu. Menntunin er góð, vinsæl og bæði konur og karlar sækja í námið. Ég hvet Sjúkraliðafélag Íslands, Landlækni, Menntamálaráðherra og Heilbrigðisráðherra að snúa bökum saman og skoða á hvern hátt má auka nám sjúkraliða með það fyrir augum að að auka starfssvið þeirra. Danir fóru þessa góðu leið til heilla fyrir heilbrigðiskerfið þeirra, vann á skorti hjúkrunarfræðinga. Viðbótarnám fyrir sjúkraliða (opskoling) tekur innan við ár. Með slíku námi mætti koma til móts við skort á hjúkrunarfræðingum á sjúkrahúsunum í dag. Danir gátu, hví ekki við! Helga Dögg Sverrisdóttir, M.Sc. M.Ed. og sjúkraliði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Sjá meira
Fyrir um þremur áratugum breyttu Danir menntun sjúkraliða. Til urðu stéttirnar Social- og sundhedsassistent (SOSU-assistent) og Social- og sundhedshjælper (SOSU-hjælper). Mikil bót fyrir danska heilbrigðiskerfið. Hjúkrunarfræðingar þar í landi settu sig upp á móti menntun SOSU-assistentana (heilsu- og félagsliði, þýðingin mín), töldu að þeir misstu spón úr aski sínum. Þáverandi heilbrigðisráðherra hlustaði ekki á andmælin, þörf landsins var í forgangi, og því hafa SOSU-assistenter verið að störfum í þrjá áratugi. Stéttin hefur sannað gildi sitt í Danmörku. Sjúkraliðar sem hafa danska heitið ,,sygehjælper“ höfðu tök á að fara í nám, svokallað ,,opskoling“ sem tók innan við ár til að verða SOSU-assistent. Í 2008 var menntunarþörfinni fullnægt og síðasti hópurinn útskrifaðist, segir frá skólanum SOSU-nord, það ár. Þeir sem bættu ekki við sig námi vinna sem ,,sygehælper“ með takmarkaðra starfssvið en SOSU-assistent. Stéttin ,,sygehjælpere“ deyr smá saman út en ný stétt yfirtekur að mestu starfsviðið, SOSU- hjælpere (félagsliði). Starfssvið SOSU-assistente er víðara en sjúkraliða, líka þegar horft er til Íslands, en takmarkaðra en hjúkrunarfræðinga. Með náminu var ákveðið að færa ýmis störf sem hjúkrunarfræðingar hafa haft á sinni könnu til SOSU-assistentana. Það var gert til að létta á stétt hjúkrunarfræðinga og færa til verkefni sem minna menntaður einstaklingur getur sinnt, án skerðingar á gæðum. Uppbygging danska námsins Sama grunnmenntun er fyrir SOSU- hjælper (félagsliða) og SOSU-assistent (heilsu- og félagsliði), en það fer eftir aldri, fyrri störfum og menntun hvar einstaklingur byrjar í ferlinu. Eftir grunnnám hefst sérhæfing. SOSU-hjælper (félagsliði). Námið tekur 2 ár og 2 mánuði. Vinnustaðir eru m.a. dvalar- og elliheimili, verndaðar íbúðir aldraða og sambýli. Starfssvið félagsliða er persónuleg aðstoð, hjálp með innkaup, þrif og þvotta. SOSU- assistent (heilsu- og félagsliði).Námið tekur 3 ár 10 mánuði, að meðtölu árunum sem tekur að verða Sosu-hjælper. Þessi stétt sinnir almennum hjúkrunarstörfum. Þeir vinna m.a. á hjúkrunarheimilum, sjúkrahúsum, á geðsviðinu og við heimahjúkrun. Fyrir margt löngu vakti Sjúkraliðafélag Íslands athygli á málinu, án árangurs. Ráðherrar þeirra tíma ljáðu félaginu ekki eyra, því miður. Þess í stað var sétt með minna starfssvið en sjúkraliðar búin til, félagsliðar, sem svar við kalli ófaglærðra í öldrunar- og félagsgeiranum. Gera má að því skóna að mönnun innan sjúkrahúsanna væri önnur hefði menntun sjúkraliða verið breytt á sínum tíma eins og Danir gerðu. Menntunin er góð, vinsæl og bæði konur og karlar sækja í námið. Ég hvet Sjúkraliðafélag Íslands, Landlækni, Menntamálaráðherra og Heilbrigðisráðherra að snúa bökum saman og skoða á hvern hátt má auka nám sjúkraliða með það fyrir augum að að auka starfssvið þeirra. Danir fóru þessa góðu leið til heilla fyrir heilbrigðiskerfið þeirra, vann á skorti hjúkrunarfræðinga. Viðbótarnám fyrir sjúkraliða (opskoling) tekur innan við ár. Með slíku námi mætti koma til móts við skort á hjúkrunarfræðingum á sjúkrahúsunum í dag. Danir gátu, hví ekki við! Helga Dögg Sverrisdóttir, M.Sc. M.Ed. og sjúkraliði.
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun