Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar 2. nóvember 2025 08:01 Aðildarríki Evrópusambandsins (ESB) og evrópska efnahagssvæðisins (EES) eiga sæti í the European Strategic Energy Technology (SET) Plan. Tilgangur SET Plan er að samrýma rannsóknir og þróun (R&Þ) á endurnýjanlegri og umhverfisvænni orku í Evrópulöndum, sem og styrki og fjármögnun fyrir slík verkefni. Þannig styður SET Plan við loftslagsmarkmið Evrópu og bætir samkeppnishæfni heimsálfunnar í þróun og framleiðslu á tækni sem tengist hreinni orku. Einnig skapar SET Plan vettvang fyrir samstarf milli opinberra stofnanna, einkageirans, og rannsóknarstofnanna, og auðveldar nýtingu R&Þ styrkja fyrir hreinar orkulausnir. Evrópa hefur dregist aftur þegar kemur að R&Þ á tækni og nýsköpun, meðan Kína og Bandaríkin leiða á því sviði. Það er varhugaverð þróun og hefur áhrif á orkuöryggi í Evrópu. Heimsfaraldur og stríðsrekstur síðustu ára undirstrika mikilvægi þess að þjóðir hafi aðgang að staðbundinni og sjálfbærri orku, en eins og staðan er í dag reiða mörg ríki Evrópu sig á innflutta orku eða innflutta íhluti til að framleiða orku. Ísland hefur ekki átt fulltrúa í SET Plan um nokkurt skeið, og þar með ekki nýtt tækifærið til að hafa áhrif á stefnu og fjárveitingar í R&Þ á orkutengdri tækni. Ísland hefur notið góðs af evrópskum styrkjum, t.d. Horizon og LIFE styrkjum ESB, þar sem stórum fjárhæðum hefur verið varið í alþjóðleg samstarfsverkefni sem Ísland hefur tekið þátt í. GEORG rannsóknarklasi í jarðhita hefur tekið þátt í mörgum slíkum verkefnum, þar á meðal „GEOTHERM FORA“ verkefninu sem hlaut veglegan styrk frá ESB, en verkefnið veitir GEORG fjármagn til að reka skrifstofu (e. secretariat) fyrir SET Plan vinnuhóp um jarðhita (e. Geothermal Implementation Working Group), sem er öflugur vettvangur evrópskra ríkja, rannsókna stofnanna, og einkageirans á sviði jarðhita. Ég hvet hér með umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að tilnefna fulltrúa Íslands í SET Plan Steering Committee til að auka vægi Íslands í evrópskri samvinnu á sviði orkumála. Höfundur er verkefnastjóri hjá GEORG rannsóknarklasa í jarðhita og varaþingmaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Aðildarríki Evrópusambandsins (ESB) og evrópska efnahagssvæðisins (EES) eiga sæti í the European Strategic Energy Technology (SET) Plan. Tilgangur SET Plan er að samrýma rannsóknir og þróun (R&Þ) á endurnýjanlegri og umhverfisvænni orku í Evrópulöndum, sem og styrki og fjármögnun fyrir slík verkefni. Þannig styður SET Plan við loftslagsmarkmið Evrópu og bætir samkeppnishæfni heimsálfunnar í þróun og framleiðslu á tækni sem tengist hreinni orku. Einnig skapar SET Plan vettvang fyrir samstarf milli opinberra stofnanna, einkageirans, og rannsóknarstofnanna, og auðveldar nýtingu R&Þ styrkja fyrir hreinar orkulausnir. Evrópa hefur dregist aftur þegar kemur að R&Þ á tækni og nýsköpun, meðan Kína og Bandaríkin leiða á því sviði. Það er varhugaverð þróun og hefur áhrif á orkuöryggi í Evrópu. Heimsfaraldur og stríðsrekstur síðustu ára undirstrika mikilvægi þess að þjóðir hafi aðgang að staðbundinni og sjálfbærri orku, en eins og staðan er í dag reiða mörg ríki Evrópu sig á innflutta orku eða innflutta íhluti til að framleiða orku. Ísland hefur ekki átt fulltrúa í SET Plan um nokkurt skeið, og þar með ekki nýtt tækifærið til að hafa áhrif á stefnu og fjárveitingar í R&Þ á orkutengdri tækni. Ísland hefur notið góðs af evrópskum styrkjum, t.d. Horizon og LIFE styrkjum ESB, þar sem stórum fjárhæðum hefur verið varið í alþjóðleg samstarfsverkefni sem Ísland hefur tekið þátt í. GEORG rannsóknarklasi í jarðhita hefur tekið þátt í mörgum slíkum verkefnum, þar á meðal „GEOTHERM FORA“ verkefninu sem hlaut veglegan styrk frá ESB, en verkefnið veitir GEORG fjármagn til að reka skrifstofu (e. secretariat) fyrir SET Plan vinnuhóp um jarðhita (e. Geothermal Implementation Working Group), sem er öflugur vettvangur evrópskra ríkja, rannsókna stofnanna, og einkageirans á sviði jarðhita. Ég hvet hér með umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að tilnefna fulltrúa Íslands í SET Plan Steering Committee til að auka vægi Íslands í evrópskri samvinnu á sviði orkumála. Höfundur er verkefnastjóri hjá GEORG rannsóknarklasa í jarðhita og varaþingmaður Viðreisnar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar