Syndir í Costco-sundlaug í bílskúrnum Anton Ingi Leifsson skrifar 7. apríl 2020 19:00 Guðlaug Edda í fullu fjöri í bílskúrnum í dag. vísir/vilhelm Guðlaug Edda Hannesdóttir þríþrautarkona þarf að fara öðruvísi leiðir vegna samkomubannsins sem nú stendur yfir. Þríþraut samanstendur af hlaupi, sundi og hjólreiðum í sömu íþróttagreininni og því mæðir mikið á Guðlaugu Eddu. Hún er ein fremsta íþróttakona landsins en hún getur nú ekki farið í sund né líkamsrækt til þess að hlaupa eða synda. Því þarf hún að fara nýjar leiðir í baráttunni um að komast á Ólympíuleikana í Tókýo næsta sumar. Henry Birgir Gunnarsson og Sportið í dag kíktu á þessa frábæru íþróttakonu í dag. „Það eru allar sundlaugar og líkamsræktarstöðvar lokaðar. Ég þurfti að finna leiðir til þess að æfa og ég þarf að æfa sund, hjól og hlaup. Þá var að vera sniðug og finna einhverjar lausnir,“ sagði Guðlaug. „Ég á trainer sem ég get sett upp hjólið á og hjólað í rauninni á staðnum. Svo hlakka ég til að veðrið verði betra og þá getur maður farið út. Þríþraut eru þrjár íþróttir saman í einni og það er rosalega mikið af æfingum. Í stærstu vikunum æfi ég um 30 klukkutíma á viku. Þá er ekki tekið inn hvíld. Bara pjúra æfingartími. Þetta er rosalega mikið af æfingum og mér finnst það skemmtilegt en þetta er krefjandi þegar aðstæður eru erfiðar eins og núna.“ Guðlaug Edda Hannesdóttir þríþrautarkappi æfir í bílskúrnum heima fyrir Ólympíuleikana. Henry Birgir kom við snemma hjá Guðlaugu en þá var hún hins vegar búin að æfa einu sinni í dag. „Klassískur dagur er að vakna klukkan sjö, fá sér morgunmat, gera teygjur og lesa alla fjölmiðla og samfélagsmiðla. Svo er það fyrsta æfing dagsins. Ég byrja oft á því að hjóla og hjólaæfing er einn og hálfur til fjórir tímar. Ég fæ mér prótein eftir hjólið og kolvetni og reyni að hvíla mig áður en næsta æfing tekur við. Þá er það kannski hlaup í klukkutíma og svo enda ég á styrk eða sundi þegar það er hægt.“ Hún segir að erfiðasta við samkomubannið sé að komast ekki í sundlaugar landsins og því þurfti hún að finna lausnir. „Ég er búin að vera leita að einhverju sem ég hef reynt að synda í. Það virkar ekki að synda í baðkari og ég reyndi heita pottinn heima í garðinum en það virkaði ekki. Ég fór í Costco og fann uppblásna sundlaug sem var nógu stór fyrir mig til þess að passa í og keypti hana á átta þúsund krónur. Við settum hana upp í bílskúrnum hjá mömmu og pabba svo ég er kominn með sundlaug í bílskúrinn.“ Allt innslagið má sjá hér að neðan um þessa mögnuðu íþróttakonu. Klippa: Sportið í dag - Guðlaug Edda fer öðruvísi leiðir Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Þríþraut Sportið í dag Costco Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport 29 ára stórmeistari látinn Sport Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Handbolti Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Enski boltinn Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni 29 ára stórmeistari látinn Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Sjá meira
Guðlaug Edda Hannesdóttir þríþrautarkona þarf að fara öðruvísi leiðir vegna samkomubannsins sem nú stendur yfir. Þríþraut samanstendur af hlaupi, sundi og hjólreiðum í sömu íþróttagreininni og því mæðir mikið á Guðlaugu Eddu. Hún er ein fremsta íþróttakona landsins en hún getur nú ekki farið í sund né líkamsrækt til þess að hlaupa eða synda. Því þarf hún að fara nýjar leiðir í baráttunni um að komast á Ólympíuleikana í Tókýo næsta sumar. Henry Birgir Gunnarsson og Sportið í dag kíktu á þessa frábæru íþróttakonu í dag. „Það eru allar sundlaugar og líkamsræktarstöðvar lokaðar. Ég þurfti að finna leiðir til þess að æfa og ég þarf að æfa sund, hjól og hlaup. Þá var að vera sniðug og finna einhverjar lausnir,“ sagði Guðlaug. „Ég á trainer sem ég get sett upp hjólið á og hjólað í rauninni á staðnum. Svo hlakka ég til að veðrið verði betra og þá getur maður farið út. Þríþraut eru þrjár íþróttir saman í einni og það er rosalega mikið af æfingum. Í stærstu vikunum æfi ég um 30 klukkutíma á viku. Þá er ekki tekið inn hvíld. Bara pjúra æfingartími. Þetta er rosalega mikið af æfingum og mér finnst það skemmtilegt en þetta er krefjandi þegar aðstæður eru erfiðar eins og núna.“ Guðlaug Edda Hannesdóttir þríþrautarkappi æfir í bílskúrnum heima fyrir Ólympíuleikana. Henry Birgir kom við snemma hjá Guðlaugu en þá var hún hins vegar búin að æfa einu sinni í dag. „Klassískur dagur er að vakna klukkan sjö, fá sér morgunmat, gera teygjur og lesa alla fjölmiðla og samfélagsmiðla. Svo er það fyrsta æfing dagsins. Ég byrja oft á því að hjóla og hjólaæfing er einn og hálfur til fjórir tímar. Ég fæ mér prótein eftir hjólið og kolvetni og reyni að hvíla mig áður en næsta æfing tekur við. Þá er það kannski hlaup í klukkutíma og svo enda ég á styrk eða sundi þegar það er hægt.“ Hún segir að erfiðasta við samkomubannið sé að komast ekki í sundlaugar landsins og því þurfti hún að finna lausnir. „Ég er búin að vera leita að einhverju sem ég hef reynt að synda í. Það virkar ekki að synda í baðkari og ég reyndi heita pottinn heima í garðinum en það virkaði ekki. Ég fór í Costco og fann uppblásna sundlaug sem var nógu stór fyrir mig til þess að passa í og keypti hana á átta þúsund krónur. Við settum hana upp í bílskúrnum hjá mömmu og pabba svo ég er kominn með sundlaug í bílskúrinn.“ Allt innslagið má sjá hér að neðan um þessa mögnuðu íþróttakonu. Klippa: Sportið í dag - Guðlaug Edda fer öðruvísi leiðir Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Þríþraut Sportið í dag Costco Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport 29 ára stórmeistari látinn Sport Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Handbolti Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Enski boltinn Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni 29 ára stórmeistari látinn Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Sjá meira