Hvetur Íslendinga til að fara að tilmælum þríeykisins Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. apríl 2020 18:22 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, var gestur Bítisins á dögunum. Vísir/Vilhelm Forseta Íslands segist þykja gaman að sjá hvað Íslendingar eru tilbúnir að treysta framvarðasveit landsins í baráttunni gegn kórónuveirunni, eins og kannannir MMR og Gallup hafa t.a.m. borið með sér. Hann biðlar til landsmanna að fara að tilmælum þríeykisins svokallaða, allir vilji jú vera hluti af lausninni en ekki vandanum. „Það sem ég kann svo vel að meta er að fólk er reiðubúið að treysta okkar framvarðasveit. Ekki bara af því að þau hafa einhverjar gráður eða vegna þess að þau geta kallað sig sérfræðinga heldur vegna þess að fólk skilur, sér og veit að fólk er að reyna að gera sitt besta í fordæmalausum aðstæðum,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. Vísar hann þar m.a. til þeirra Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknir, Ölmu Möller landlæknis og Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns, sem hafa borið hitann og þungann af daglegum upplýsingafundum vegna yfirstandandi farsóttar. Forsetinn segir að þó svo að landsmenn hafi heilt yfir staðið sig „sæmilega“ að fara að öllum tilmælum og leiðbeiningum er ljóst að betur má ef duga skal. „Svona hugsunarháttur gengur ekki“ Nefnir Guðni í því samhengi veðurhvellinn um síðustu helgi, þegar björgunarsveitir þurftu að bjarga um 100 Íslendingum sem lentu í vandræðum á ferð sinni um landið - þó svo að landsmenn hafi verið hvattir til að halda sig heima. Forsetinn telur þessa hegðun ekki til eftirbreytni. „Þá erum við að auka á vandann og nægur er hann samt. Við eigum að vera hluti lausnarinnar, við eigum ekki að vera hluti vandans,“ segir Guðni. Það sé því mikilvægt að fólk haldi ekki að ekkert komi fyrir það. „Það hlýtur nú að sleppa að ég, sem ætla ekki að skapa nein vandræði, leyfi mér að fara örsnöggt upp í bústað eða af því taginu,“ nefnir Guðni sem dæmi, sem segist þó eiga erfitt með að skipa fullorðnu fólki fyrir. „Svona hugsunarháttur gengur ekki ef að allir ætla að fara þá leiðina.“ Hér að neðan má heyra viðtal Reykjavík síðdegis við Guðna í heild sinni. Þar ræðir hann m.a. um áhrif veirunnar á störf embættisins, mikilvægi hóflegs kvíða og gerir orð Víðis Reynissonar á upplýsingafundi dagsins að sínum þegar hann segir: „Hegðum okkur bara almennilega. Þetta er ekki flóknara.“ Forseti Íslands Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Hundrað Íslendingum bjargað í samkomubanni: „Er þetta ekki komið gott?“ Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn minnti enn og aftur á tilmæli almannavarna þess efnis að fólk haldi sig heima um páskana. 6. apríl 2020 15:45 Fólk hefur setið fast í bílum frá miðnætti og hægt gengur að ná til þeirra vegna ófærðar Vonskuveður er á landinu í dag og ófært víða um land. 5. apríl 2020 11:44 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Fleiri fréttir Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar Sjá meira
Forseta Íslands segist þykja gaman að sjá hvað Íslendingar eru tilbúnir að treysta framvarðasveit landsins í baráttunni gegn kórónuveirunni, eins og kannannir MMR og Gallup hafa t.a.m. borið með sér. Hann biðlar til landsmanna að fara að tilmælum þríeykisins svokallaða, allir vilji jú vera hluti af lausninni en ekki vandanum. „Það sem ég kann svo vel að meta er að fólk er reiðubúið að treysta okkar framvarðasveit. Ekki bara af því að þau hafa einhverjar gráður eða vegna þess að þau geta kallað sig sérfræðinga heldur vegna þess að fólk skilur, sér og veit að fólk er að reyna að gera sitt besta í fordæmalausum aðstæðum,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. Vísar hann þar m.a. til þeirra Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknir, Ölmu Möller landlæknis og Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns, sem hafa borið hitann og þungann af daglegum upplýsingafundum vegna yfirstandandi farsóttar. Forsetinn segir að þó svo að landsmenn hafi heilt yfir staðið sig „sæmilega“ að fara að öllum tilmælum og leiðbeiningum er ljóst að betur má ef duga skal. „Svona hugsunarháttur gengur ekki“ Nefnir Guðni í því samhengi veðurhvellinn um síðustu helgi, þegar björgunarsveitir þurftu að bjarga um 100 Íslendingum sem lentu í vandræðum á ferð sinni um landið - þó svo að landsmenn hafi verið hvattir til að halda sig heima. Forsetinn telur þessa hegðun ekki til eftirbreytni. „Þá erum við að auka á vandann og nægur er hann samt. Við eigum að vera hluti lausnarinnar, við eigum ekki að vera hluti vandans,“ segir Guðni. Það sé því mikilvægt að fólk haldi ekki að ekkert komi fyrir það. „Það hlýtur nú að sleppa að ég, sem ætla ekki að skapa nein vandræði, leyfi mér að fara örsnöggt upp í bústað eða af því taginu,“ nefnir Guðni sem dæmi, sem segist þó eiga erfitt með að skipa fullorðnu fólki fyrir. „Svona hugsunarháttur gengur ekki ef að allir ætla að fara þá leiðina.“ Hér að neðan má heyra viðtal Reykjavík síðdegis við Guðna í heild sinni. Þar ræðir hann m.a. um áhrif veirunnar á störf embættisins, mikilvægi hóflegs kvíða og gerir orð Víðis Reynissonar á upplýsingafundi dagsins að sínum þegar hann segir: „Hegðum okkur bara almennilega. Þetta er ekki flóknara.“
Forseti Íslands Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Hundrað Íslendingum bjargað í samkomubanni: „Er þetta ekki komið gott?“ Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn minnti enn og aftur á tilmæli almannavarna þess efnis að fólk haldi sig heima um páskana. 6. apríl 2020 15:45 Fólk hefur setið fast í bílum frá miðnætti og hægt gengur að ná til þeirra vegna ófærðar Vonskuveður er á landinu í dag og ófært víða um land. 5. apríl 2020 11:44 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Fleiri fréttir Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar Sjá meira
Hundrað Íslendingum bjargað í samkomubanni: „Er þetta ekki komið gott?“ Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn minnti enn og aftur á tilmæli almannavarna þess efnis að fólk haldi sig heima um páskana. 6. apríl 2020 15:45
Fólk hefur setið fast í bílum frá miðnætti og hægt gengur að ná til þeirra vegna ófærðar Vonskuveður er á landinu í dag og ófært víða um land. 5. apríl 2020 11:44
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels