Kortavelta í mars sýnir vel áhrif samkomubanns Eiður Þór Árnason skrifar 8. apríl 2020 08:23 Kortavelta snyrti- og rakarastofa hrundi á einni nóttu. Rannsóknasetur verslunarinnar Greiðslukortavelta Íslendinga dróst saman um 12,5% í mars síðastliðnum samanborið við mars í fyrra en netverslun ríflega tvöfaldaðist á milli ára. Á sama tíma sáust tekjur snyrti- og rakarastofa hverfa yfir nótt. Kortavelta í verslun er í heildina nær óbreytt frá sama mánuði í fyrra en þjónustuflokkarnir taka höggið, er fram kemur í tölum sem Rannsóknasetur verslunarinnar tekur saman. Netverslun jókst um 111% á milli ára og var í stöðugum vexti allan mánuðinn. Netverslun í mars 2020 nam 1,7 milljarði samanborið við rúmar 800 milljónir í mars 2019. Hér má sjá þróun netverslunar í marsmánuði sem hlutfall af verslun í heild.Rannsóknasetur verslunarinnar Í mars jókst kortavelta í dagvöruverslunum og stórmörkuðum um tæp 12% á milli ára. Rannsóknasetrið telur að hér hafi áhrif að neysla í mötuneytum fyrirtækja og á veitingahúsum hafi minnkað til muna sem hafi líklega orðið til þess að þau kaup færist í kaup einstaklinga í matvöruverslunum. Kortavelta í áfengisverslun jókst um 22% Kortavelta í lyfja-, heilsu og snyrtivöruverslunum jókst um 18% á milli ára, og um heil 177% á netinu frá mars í fyrra. Loks jókst kortavelta í áfengisverslun um tæp 22% á milli ára og nam 2,2 milljörðum í mars síðastliðnum. Í raftækjaverslun jókst kortavelta í mars um 29% samanborið við sama mánuð í fyrra og nam tæpum tveimur milljörðum. Þá jókst kortavelta í byggingavöruverslun um 9% og nam 2,1 milljarði í liðnum marsmánuði. Þar að auki dróst eldsneytissala saman um 19% á milli ára í mars og nam 3,8 milljörðum í mánuðinum sem leið. Þjónustugreinar taka högg Innlend kortavelta veitingastaða dróst saman um 31% í mars á meðan menningartengd þjónusta svo sem söfn, tónleikastaðir, leikhús og bíó dróst saman um 32% samkvæmt kortaveltutölunum. Kortavelta snyrtistofa og áþekkra aðila dróst saman um 24% í mánuðinum sem leið en starfsemi þessara aðila var bönnuð með hertu samkomubanni þann 24. mars. Mikill samdráttur var í innlendri kortaveltu í flokkum ferðaþjónustu. Þannig minnkaði innlend kortavelta gistiþjónustu um 46% og ferðaskrifstofa um 82% í mars. Á sama tíma jókst innlend velta bílaleiga um 5,6% á milli ára. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Samkomubann á Íslandi Mest lesið Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Verð enn lægst í Prís Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Fleiri fréttir Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Sjá meira
Greiðslukortavelta Íslendinga dróst saman um 12,5% í mars síðastliðnum samanborið við mars í fyrra en netverslun ríflega tvöfaldaðist á milli ára. Á sama tíma sáust tekjur snyrti- og rakarastofa hverfa yfir nótt. Kortavelta í verslun er í heildina nær óbreytt frá sama mánuði í fyrra en þjónustuflokkarnir taka höggið, er fram kemur í tölum sem Rannsóknasetur verslunarinnar tekur saman. Netverslun jókst um 111% á milli ára og var í stöðugum vexti allan mánuðinn. Netverslun í mars 2020 nam 1,7 milljarði samanborið við rúmar 800 milljónir í mars 2019. Hér má sjá þróun netverslunar í marsmánuði sem hlutfall af verslun í heild.Rannsóknasetur verslunarinnar Í mars jókst kortavelta í dagvöruverslunum og stórmörkuðum um tæp 12% á milli ára. Rannsóknasetrið telur að hér hafi áhrif að neysla í mötuneytum fyrirtækja og á veitingahúsum hafi minnkað til muna sem hafi líklega orðið til þess að þau kaup færist í kaup einstaklinga í matvöruverslunum. Kortavelta í áfengisverslun jókst um 22% Kortavelta í lyfja-, heilsu og snyrtivöruverslunum jókst um 18% á milli ára, og um heil 177% á netinu frá mars í fyrra. Loks jókst kortavelta í áfengisverslun um tæp 22% á milli ára og nam 2,2 milljörðum í mars síðastliðnum. Í raftækjaverslun jókst kortavelta í mars um 29% samanborið við sama mánuð í fyrra og nam tæpum tveimur milljörðum. Þá jókst kortavelta í byggingavöruverslun um 9% og nam 2,1 milljarði í liðnum marsmánuði. Þar að auki dróst eldsneytissala saman um 19% á milli ára í mars og nam 3,8 milljörðum í mánuðinum sem leið. Þjónustugreinar taka högg Innlend kortavelta veitingastaða dróst saman um 31% í mars á meðan menningartengd þjónusta svo sem söfn, tónleikastaðir, leikhús og bíó dróst saman um 32% samkvæmt kortaveltutölunum. Kortavelta snyrtistofa og áþekkra aðila dróst saman um 24% í mánuðinum sem leið en starfsemi þessara aðila var bönnuð með hertu samkomubanni þann 24. mars. Mikill samdráttur var í innlendri kortaveltu í flokkum ferðaþjónustu. Þannig minnkaði innlend kortavelta gistiþjónustu um 46% og ferðaskrifstofa um 82% í mars. Á sama tíma jókst innlend velta bílaleiga um 5,6% á milli ára.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Samkomubann á Íslandi Mest lesið Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Verð enn lægst í Prís Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Fleiri fréttir Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Sjá meira