Framtíð ESB að veði í deilum um efnahagsleg viðbrögð Kjartan Kjartansson skrifar 8. apríl 2020 11:51 María Jesús Montero, talskona spænsku ríkisstjórnarinnar. Spánn og fleiri ríki sem hafa orðið illa úti í faraldrinum telja nauðsynlegt að ESB grípi til róttækari aðgerða til að hjálpa aðildarríkjunum. Framtíð sambandsins velti jafnvel á því hversu vel ríkin standi saman nú. Vísir/EPA Spænskir ráðamenn vara við því að framtíð Evrópusambandsins sjálfs sé að veði ef aðildarríki þess ná ekki samkomulagi um efnahagslegar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins. Viðræður fjármálaráðherra ríkjanna um björgunarpakka fyrir löndin sem eru verst stödd fóru út um þúfur í nótt. Samkomulag um neyðarlán til ríkisstjórna og fyrirtækja er sagt hafa strandað á deilum Ítala og Hollendinga um skilmála lánveitinga til evruríkja sem glíma við faraldurinn, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Fjármálaráðherrarnir funduðu í alla nótt en án árangurs. María Jesús Montero, talskona ríkisstjórnar Spánar, segir að íbúar álfunnar missi traust á sambandinu standi aðildarríkin ekki saman í neyð sem hún líkir við síðari heimsstyrjöldina sem Spánverjar tóku raunar ekki þátt í. „Við þurfum að aðstoða önnur ríki og þess vegna var Evrópusambandið upphaflega stofnað, á þeim tíma eftir bókstaflegt stríð, nú háum við stríð gegn faraldri,“ sagði Montero í sjónvarpviðtali á Spáni. Í sama streng tók Luis Planas, landbúnaðarráðherra Spánar þar sem 14.555 manns hafa látið lífið í faraldrinum og hátt í 147.000 manns smitast. „Þetta er lykilmálefni sem framtíð Evrópusambandsins veltur á,“ sagði Planas í útvarpsviðtali. Til stendur þó að halda viðræðum evruríkjanna áfram á morgun og bæði Planas og Montero lýsa bjartsýni um gang þeirra. Evrópusambandið hefur þegar aflétt takmörkunum á ríkisaðstoð og leyft aðildarríkjunum að auka skuldsetningu sína til þess að bregðast við efnahagslegum áhrifum faraldursins. Spánn, Frakkland, Ítalía og fleiri ríki telja þó ekki nógu langt gengið. Spánn Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Deila um neyðarlán og skuldir ESB-ríkja Fjármálaráðherrar Evrópusambandsins funduðu í allan gærdag og í nótt um björgunarpakka fyrir verst stöddu ríki sambandsins. 8. apríl 2020 10:20 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira
Spænskir ráðamenn vara við því að framtíð Evrópusambandsins sjálfs sé að veði ef aðildarríki þess ná ekki samkomulagi um efnahagslegar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins. Viðræður fjármálaráðherra ríkjanna um björgunarpakka fyrir löndin sem eru verst stödd fóru út um þúfur í nótt. Samkomulag um neyðarlán til ríkisstjórna og fyrirtækja er sagt hafa strandað á deilum Ítala og Hollendinga um skilmála lánveitinga til evruríkja sem glíma við faraldurinn, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Fjármálaráðherrarnir funduðu í alla nótt en án árangurs. María Jesús Montero, talskona ríkisstjórnar Spánar, segir að íbúar álfunnar missi traust á sambandinu standi aðildarríkin ekki saman í neyð sem hún líkir við síðari heimsstyrjöldina sem Spánverjar tóku raunar ekki þátt í. „Við þurfum að aðstoða önnur ríki og þess vegna var Evrópusambandið upphaflega stofnað, á þeim tíma eftir bókstaflegt stríð, nú háum við stríð gegn faraldri,“ sagði Montero í sjónvarpviðtali á Spáni. Í sama streng tók Luis Planas, landbúnaðarráðherra Spánar þar sem 14.555 manns hafa látið lífið í faraldrinum og hátt í 147.000 manns smitast. „Þetta er lykilmálefni sem framtíð Evrópusambandsins veltur á,“ sagði Planas í útvarpsviðtali. Til stendur þó að halda viðræðum evruríkjanna áfram á morgun og bæði Planas og Montero lýsa bjartsýni um gang þeirra. Evrópusambandið hefur þegar aflétt takmörkunum á ríkisaðstoð og leyft aðildarríkjunum að auka skuldsetningu sína til þess að bregðast við efnahagslegum áhrifum faraldursins. Spánn, Frakkland, Ítalía og fleiri ríki telja þó ekki nógu langt gengið.
Spánn Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Deila um neyðarlán og skuldir ESB-ríkja Fjármálaráðherrar Evrópusambandsins funduðu í allan gærdag og í nótt um björgunarpakka fyrir verst stöddu ríki sambandsins. 8. apríl 2020 10:20 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira
Deila um neyðarlán og skuldir ESB-ríkja Fjármálaráðherrar Evrópusambandsins funduðu í allan gærdag og í nótt um björgunarpakka fyrir verst stöddu ríki sambandsins. 8. apríl 2020 10:20