Fleiri tilkynningar til barnaverndar Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. apríl 2020 17:54 Skrifstofur Reykjavíkurborgar í Borgartúni VÍSIR/DANÍEL Barnavernd Reykjavíkur merkir fjölgun á tilkynningum til stofnunarinnar í nýliðnum marsmánuði, ekki síst frá almenningi. „Fram eftir mánuði voru tilkynningar til barnaverndar færri en venjulegt er, en síðari hluta mánaðarins jókst fjöldi þeirra umtalsvert,“ segir til útskýringar í tilkynningu frá Barnavernd Reykjavíkur. Samkomubann vegna kórónuveirunnar tók gildi um miðjan marsmánuð og var hert þann 24. mars. Samhliða því hefur fólk verið hvatt til að vera á varðbergi og koma ábendingum og tilkynningum beint til yfirvalda ef grunur leikur á einhvers konar vanrækslu eða ofbeldi. Tilkynningum fjölgaði ekki síst í eftirfarandi flokkum í mars, að sögn stofnunarinnar: 11 tilkynningar frá börnum, en þær hafa verið á bilinu 1-3 í marsmánuði undanfarin ár ·60 tilkynningar frá nágrönnum/almennum borgurum, en þær hafa verið á bilinu 22-39 undanfarin ár ·21 tilkynning um heimilisofbeldi, en að meðaltali berast um 18 tilkynningar um heimilisofbeldi í hverjum mánuði ·71 tilkynning þar sem barn var í yfirvofandi hættu, en þær hafa verið á bilinu 28-42 í marsmánuði undanfarin ár. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur verið helsti tilkynnandi til Barnaverndar Reykjavíkur í gegnum tíðina, en skólar og skólaþjónusta, ásamt velferðar- og heilbrigðisþjónustu hafa bætt sig töluvert síðastliðinn áratug, með aukningu frá 62% til 118%. Finna má frekari upplýsingar um tölfræði í starfsemi Barnaverndar Reykjavíkur á vefsíðu Barnaverndar og á tölfræðivef velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Félagsmál Samkomubann á Íslandi Reykjavík Barnavernd Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Sjá meira
Barnavernd Reykjavíkur merkir fjölgun á tilkynningum til stofnunarinnar í nýliðnum marsmánuði, ekki síst frá almenningi. „Fram eftir mánuði voru tilkynningar til barnaverndar færri en venjulegt er, en síðari hluta mánaðarins jókst fjöldi þeirra umtalsvert,“ segir til útskýringar í tilkynningu frá Barnavernd Reykjavíkur. Samkomubann vegna kórónuveirunnar tók gildi um miðjan marsmánuð og var hert þann 24. mars. Samhliða því hefur fólk verið hvatt til að vera á varðbergi og koma ábendingum og tilkynningum beint til yfirvalda ef grunur leikur á einhvers konar vanrækslu eða ofbeldi. Tilkynningum fjölgaði ekki síst í eftirfarandi flokkum í mars, að sögn stofnunarinnar: 11 tilkynningar frá börnum, en þær hafa verið á bilinu 1-3 í marsmánuði undanfarin ár ·60 tilkynningar frá nágrönnum/almennum borgurum, en þær hafa verið á bilinu 22-39 undanfarin ár ·21 tilkynning um heimilisofbeldi, en að meðaltali berast um 18 tilkynningar um heimilisofbeldi í hverjum mánuði ·71 tilkynning þar sem barn var í yfirvofandi hættu, en þær hafa verið á bilinu 28-42 í marsmánuði undanfarin ár. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur verið helsti tilkynnandi til Barnaverndar Reykjavíkur í gegnum tíðina, en skólar og skólaþjónusta, ásamt velferðar- og heilbrigðisþjónustu hafa bætt sig töluvert síðastliðinn áratug, með aukningu frá 62% til 118%. Finna má frekari upplýsingar um tölfræði í starfsemi Barnaverndar Reykjavíkur á vefsíðu Barnaverndar og á tölfræðivef velferðarsviðs Reykjavíkurborgar.
Félagsmál Samkomubann á Íslandi Reykjavík Barnavernd Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Sjá meira