Tíundi hver Bandaríkjamaður hefur misst vinnuna Þórir Guðmundsson skrifar 9. apríl 2020 18:14 Götur New York eru nánast auðar og hjól efnahagslífs í Bandaríkjum snúast hægt. Mary Altaffer/AP Tíundi hver vinnufær Bandaríkjamaður hefur misst vinnuna síðan stjórnvöld þar í landi fóru í víðtækar aðgerðir til að hamla útbreiðslu kórónuveirunnar. Alls hafa 16,8 milljónir manna sótt um atvinnuleysisbætur á síðustu þremur vikum, samkvæmt tölum Vinnumálaráðuneytisins í Washington. Fleiri hafa ekki verið atvinnulausir í Bandaríkjunum síðan á dögum kreppunnar miklu fyrir um 90 árum. Talið er að atvinnuleysi í apríl kunni að ná 15 prósentum vinnufærra manna. Óttast er að atvinnulausir kunni að vera enn fleiri í raun því margir sem vilja skrá sig á atvinnuleysisskrá hafa átt í erfiðleikum með að ná í gegn í síma eða skrá sig á vefnum. Í Flórída hafa yfirvöld byrjað að úthluta skráningarformum á pappír af því að skráningarsíður á vefnum hafa kiknað undan álaginu. „Þetta er ekki niðursveifla; þetta er Kreppan mikla II,“ sagði Chris Rupkey yfirhagfræðingur MUFG bankans í bréfi til viðskiptavina sinna. Mörgum hefur reynst erfitt að fá atvinnuleysisbætur útborgaðar þrátt fyrir að komast á skrá. Í sumum borgum Bandaríkjanna má þúsundir manna í biðröð eftir ókeypis mat, meðal annars í Orlando, San Diego, Pittsburg og Cleveland. Bandaríkin eru það land í heiminum sem er með flest staðfest smit, eða 430.000, sem er nærri þriðjungur smita á heimsvísu. Þau eru nú farin yfir 1,5 milljónir. Yfirvöld í New York fylki tilkynntu í dag um 799 dauðsföll úr Covid-19 sjúkdómnum á einum sólarhring. Talan heldur áfram að hækka. Fleiri en 7.000 manns hafa látið lífið úr sjúkdómnum í fylkinu eða næstum helmingur þeirra 15.000 manna sem hafa látið lífið úr honum í Bandaríkjunum öllum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira
Tíundi hver vinnufær Bandaríkjamaður hefur misst vinnuna síðan stjórnvöld þar í landi fóru í víðtækar aðgerðir til að hamla útbreiðslu kórónuveirunnar. Alls hafa 16,8 milljónir manna sótt um atvinnuleysisbætur á síðustu þremur vikum, samkvæmt tölum Vinnumálaráðuneytisins í Washington. Fleiri hafa ekki verið atvinnulausir í Bandaríkjunum síðan á dögum kreppunnar miklu fyrir um 90 árum. Talið er að atvinnuleysi í apríl kunni að ná 15 prósentum vinnufærra manna. Óttast er að atvinnulausir kunni að vera enn fleiri í raun því margir sem vilja skrá sig á atvinnuleysisskrá hafa átt í erfiðleikum með að ná í gegn í síma eða skrá sig á vefnum. Í Flórída hafa yfirvöld byrjað að úthluta skráningarformum á pappír af því að skráningarsíður á vefnum hafa kiknað undan álaginu. „Þetta er ekki niðursveifla; þetta er Kreppan mikla II,“ sagði Chris Rupkey yfirhagfræðingur MUFG bankans í bréfi til viðskiptavina sinna. Mörgum hefur reynst erfitt að fá atvinnuleysisbætur útborgaðar þrátt fyrir að komast á skrá. Í sumum borgum Bandaríkjanna má þúsundir manna í biðröð eftir ókeypis mat, meðal annars í Orlando, San Diego, Pittsburg og Cleveland. Bandaríkin eru það land í heiminum sem er með flest staðfest smit, eða 430.000, sem er nærri þriðjungur smita á heimsvísu. Þau eru nú farin yfir 1,5 milljónir. Yfirvöld í New York fylki tilkynntu í dag um 799 dauðsföll úr Covid-19 sjúkdómnum á einum sólarhring. Talan heldur áfram að hækka. Fleiri en 7.000 manns hafa látið lífið úr sjúkdómnum í fylkinu eða næstum helmingur þeirra 15.000 manna sem hafa látið lífið úr honum í Bandaríkjunum öllum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira