Fá fjölda símtala vegna sjálfsvígshugleiðinga um páskana Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. apríl 2020 10:04 Frá vetrarsólstöðugöngu samtakanna árið 2017. Facebook/Pieta Píeta samtökin, sem sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við bakið á aðstandendum, hefur merkt aukna aðsókn í símtalsúrræði sitt. Ákveðið var að hafa síma samtakanna opinn allan sólarhringinn um páskana. Framkvæmdastjóri samtakanna segir ljóst að samkomubann og einangrun reyni á marga. Þetta kemur fram í tilkynningu sem samtökin sendu frá sér í dag. „Við bregðumst við lífinu eins og það er núna á þann hátt að hafa símann opinn og bjóða upp á hlýlegt spjall. Svo er ráðgjafi til staðar til að veita viðtal samdægurs og vinnur að því að koma viðkomandi til meðferðaraðila sem fyrst. Við erum afar meðvituð um að okkar hlutverk er að bregðast við aðstæðum með öllum leiðum sem mögulegar eru og okkur færar“ segir Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri samtakanna. Hún bætir við að engum sé vísað frá samtökunum og allir séu velkomnir. Eins minnir hún á einkunnarorð samtakanna: „Það er alltaf von.“ „Þó svo að almenn þjónusta þarna úti í samfélaginu hafi breyst eða skerst þá er mikilvægt að muna að fæstum líður vel í svona ástandi og því verður að minna á það. Það hefur hvarflað að mér sá möguleiki að fólk upplifi að það sé skortur á heilbrigðisþjónustu og fólk jafnvel hugsi að það sé að taka tíma frá öðrum sem þurfi meira á honum að halda en það sjálft. Það er ekki rétt. Til að koma til móts við samfélagið þá höfum við aukið síma- og fjarþjónustu okkar, netspjallið er opið og meðferðaraðilar okkar leggja mikið á sig til þess að finna leiðir til að halda áfram meðferðarstarfi. Engum er vísað frá og besta leiðin er fundin fyrir hvern einstakling fyrir sig.“ Samtökin starfa undir leyfi Landlæknisembættisins bjóða upp á gjaldfrjálsa þjónustu fyrir einstaklinga sem hafa tíðar hugsanir um að vilja ekki lifa, sjá ekki tilgang með lífinu, leita leiða til að binda endi á líf sitt, hafa misst vonina og líta á sjálfsvíg sem leið út úr vanlíðan. Einnig er boðið upp á viðtöl fyrir aðstandendur þeirra. Þegar einstaklingar þurfa önnur meðferðarúrræði en þau sem samtökin bjóða upp á er reynt eftir fremsta megni að aðstoða við leit á öðru úrræði. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Einnig er hægt að hafa samband við Píeta samtökin í gegn um netspjall, í síma 552-2218 eða á netfangið pieta@pieta.is. Félagsmál Heilbrigðismál Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fleiri fréttir Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Sjá meira
Píeta samtökin, sem sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við bakið á aðstandendum, hefur merkt aukna aðsókn í símtalsúrræði sitt. Ákveðið var að hafa síma samtakanna opinn allan sólarhringinn um páskana. Framkvæmdastjóri samtakanna segir ljóst að samkomubann og einangrun reyni á marga. Þetta kemur fram í tilkynningu sem samtökin sendu frá sér í dag. „Við bregðumst við lífinu eins og það er núna á þann hátt að hafa símann opinn og bjóða upp á hlýlegt spjall. Svo er ráðgjafi til staðar til að veita viðtal samdægurs og vinnur að því að koma viðkomandi til meðferðaraðila sem fyrst. Við erum afar meðvituð um að okkar hlutverk er að bregðast við aðstæðum með öllum leiðum sem mögulegar eru og okkur færar“ segir Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri samtakanna. Hún bætir við að engum sé vísað frá samtökunum og allir séu velkomnir. Eins minnir hún á einkunnarorð samtakanna: „Það er alltaf von.“ „Þó svo að almenn þjónusta þarna úti í samfélaginu hafi breyst eða skerst þá er mikilvægt að muna að fæstum líður vel í svona ástandi og því verður að minna á það. Það hefur hvarflað að mér sá möguleiki að fólk upplifi að það sé skortur á heilbrigðisþjónustu og fólk jafnvel hugsi að það sé að taka tíma frá öðrum sem þurfi meira á honum að halda en það sjálft. Það er ekki rétt. Til að koma til móts við samfélagið þá höfum við aukið síma- og fjarþjónustu okkar, netspjallið er opið og meðferðaraðilar okkar leggja mikið á sig til þess að finna leiðir til að halda áfram meðferðarstarfi. Engum er vísað frá og besta leiðin er fundin fyrir hvern einstakling fyrir sig.“ Samtökin starfa undir leyfi Landlæknisembættisins bjóða upp á gjaldfrjálsa þjónustu fyrir einstaklinga sem hafa tíðar hugsanir um að vilja ekki lifa, sjá ekki tilgang með lífinu, leita leiða til að binda endi á líf sitt, hafa misst vonina og líta á sjálfsvíg sem leið út úr vanlíðan. Einnig er boðið upp á viðtöl fyrir aðstandendur þeirra. Þegar einstaklingar þurfa önnur meðferðarúrræði en þau sem samtökin bjóða upp á er reynt eftir fremsta megni að aðstoða við leit á öðru úrræði. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Einnig er hægt að hafa samband við Píeta samtökin í gegn um netspjall, í síma 552-2218 eða á netfangið pieta@pieta.is.
Félagsmál Heilbrigðismál Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fleiri fréttir Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Sjá meira
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent