Finnair og Juneyao í samstarf eftir faraldurinn Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. apríl 2020 11:39 Flugfélagið Juneyao Air er ekki af baki dottið þó svo að áform þess um áætlunarflug til Vestur-Evrópu hafi farið úr skorðum vegna kórónuveirunnar. Vísir/EPA Finnska ríkisflugfélagið Finnair hefur undirritað viljayfirlýsingu með hinu kínverska Juneyao Airlines um fyrirhugaða stofnun samáhættufélags. Samstarfinu er ætlað að stórauka möguleika þeirra á að samnýta flugnúmer við áætlunarflug í framtíðinni. Í yfirlýsingu frá Finnair er haft eftir Ole Orver, forstjóra flugfélagsins, að undirritunin muni ekki aðeins efla þjónustu við viðskiptavini Finnair heldur jafnframt leggja grunninn að stórsókn þegar flugbransinn hefur jafnað sig af kórónuveirunni. Samstarf sem þetta þykir algengt í þessum geira. Þegar félög bjóða upp á sammerkt flug felur það jafnan í sér að bæði flugfélögin geta selt og gefið út flugmiða hvort hjá öðru. Með þessu samstarfi vonast Finnair og Juneyao Airlines þannig til að fjölga áfangastöðum sínum, það fyrrnefnda í Asíu og það kínverska í Evrópu. Finnair hefur reitt sig verulega á Asíuflug á síðustu árum. Það, eins og önnur flugfélög, hefur þó þurft að bregðast við kórónuveirufaraldrinum og hefur þegar gefið út afkomuviðvörun fyrir yfirstandandi ár. Finnair hefur að sama skapi dregið úr starfsemi sinni um næstum 90 prósent frá aprílbyrjun vegna veirunnar. Juneyao Airlines hefur einnig þurft að breyta áætlunum sínum fyrir árið. Það gerði félagið til að mynda með því að aflýsa fyrirhuguðu áætlunarflugi til Íslands. Ætlunin var að fljúga til Keflavíkur tvisvar í viku frá og með 31. mars síðastliðnum. Fréttir af flugi Finnland Kína Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Finnska ríkisflugfélagið Finnair hefur undirritað viljayfirlýsingu með hinu kínverska Juneyao Airlines um fyrirhugaða stofnun samáhættufélags. Samstarfinu er ætlað að stórauka möguleika þeirra á að samnýta flugnúmer við áætlunarflug í framtíðinni. Í yfirlýsingu frá Finnair er haft eftir Ole Orver, forstjóra flugfélagsins, að undirritunin muni ekki aðeins efla þjónustu við viðskiptavini Finnair heldur jafnframt leggja grunninn að stórsókn þegar flugbransinn hefur jafnað sig af kórónuveirunni. Samstarf sem þetta þykir algengt í þessum geira. Þegar félög bjóða upp á sammerkt flug felur það jafnan í sér að bæði flugfélögin geta selt og gefið út flugmiða hvort hjá öðru. Með þessu samstarfi vonast Finnair og Juneyao Airlines þannig til að fjölga áfangastöðum sínum, það fyrrnefnda í Asíu og það kínverska í Evrópu. Finnair hefur reitt sig verulega á Asíuflug á síðustu árum. Það, eins og önnur flugfélög, hefur þó þurft að bregðast við kórónuveirufaraldrinum og hefur þegar gefið út afkomuviðvörun fyrir yfirstandandi ár. Finnair hefur að sama skapi dregið úr starfsemi sinni um næstum 90 prósent frá aprílbyrjun vegna veirunnar. Juneyao Airlines hefur einnig þurft að breyta áætlunum sínum fyrir árið. Það gerði félagið til að mynda með því að aflýsa fyrirhuguðu áætlunarflugi til Íslands. Ætlunin var að fljúga til Keflavíkur tvisvar í viku frá og með 31. mars síðastliðnum.
Fréttir af flugi Finnland Kína Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira