Ráðlagt að samkomur fyrir fleiri en tvö þúsund verði ekki haldnar í sumar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. apríl 2020 13:39 Herjólfsdalur þar sem Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum fer fram um Verslunarmannahelgina ár hvert. Breyting gæti orðið á í ár. Vísir/SigurjónÓ Fram kemur í minnisblaði sóttvarnarlæknis til heilbrigðisráðherra að lagt sé til að fjöldasamkomur hér á landi verði takmarkaðar við að hámarki tvö þúsund manns, að minnsta kosti út ágúst. Ráðherra segir mikilvægt að skipuleggjendur stórra viðburða í sumar hafi þetta bak við eyrað. Fyrstu skrefin í átt að því að aflétta samkomubanni og aðgerðum í tengslum við kórónuveirufaraldurinn voru kynnt í dag á sérstökum blaðamannafundi. Fjöldamörk samkomubannsins verða meðal annars hækkuð úr 20 í 50 manns en nánar má lesa um hvaða takmörkunum verður aflétt fyrst um sinn hér. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ásamt Þórólfi Guðnasyni sóttvarnarlækni og Ölmu Möller, landlækni.Vísir/Vilhelm Skrefin taka gildi 4. maí en á fundinum var heilbrigðisráðherra spurð út í hvað tæki við þegar fram liggja stundir, meðal annars með tilliti til fjöldasamkoma og hátíðarhalda í sumar þar sem búast má við að fjöldi fólks komi saman. Þannig kemur fram í minnisblaði sóttvarnarlæknis, sem aðgerðirnar sem kynntar voru í dag byggja á, að lagt sé til að fjöldasamkomur hér á landi verði takmarkaðar við að hámarki tvö þúsund manns að minnsta kosti út ágúst. Sú tillaga er þó ekki hluti af þeim afléttingum sem taka gildi 4. maí. „Þetta er það sem sóttvarnarlæknir er að hugsa um og leggja til. Ég held að það sé mjög mikilvægt fyrir þá að undirbúa stóra viðburði að hafa það bak við eyrað,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra aðspurð um þetta atriði. Sagði hún að þrátt fyrir að ekki væri tímabært að ræða nákvæmlega hvað yrði hluti af frekar afléttingum samkomubannsis í sumar væri þessi fjöldatakmörkun á stóra viðburði á meðal þess sem sóttvarnarlæknir gerði ráð fyrir að leggja til við ráðherra. „Honum fannst samt eðlilegt og ekki síst í ljósi þess að það eru margir að skipuleggja stórar samkomur að láta þetta fylgja í minnisblaðinu sem svona útgangspunkt sem hann er að vinna út frá nákvæmnlega núna að hann telur líklegt að hann muni leggja á mitt borð þegar fram líða stundir,“ sagði Svandís. Ljóst er að ef sett verður tvö þúsund manna fjöldatakmörkun á stóra viðburði í sumar munu hátíðarhöld um Verslunarmannahelgina, svo sem Þjóðhátíð í Eyjum, og stór íþróttamót fyrir krakka, ekki geta farið fram í óbreyttri mynd frá fyrri árum. „Ég held að fólk ætti strax að byrja að hugsa út fyrir boxið hvernig er hægt að gera sér glaðan með fleiri og minni hópum,“ sagði Svandís. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Fram kemur í minnisblaði sóttvarnarlæknis til heilbrigðisráðherra að lagt sé til að fjöldasamkomur hér á landi verði takmarkaðar við að hámarki tvö þúsund manns, að minnsta kosti út ágúst. Ráðherra segir mikilvægt að skipuleggjendur stórra viðburða í sumar hafi þetta bak við eyrað. Fyrstu skrefin í átt að því að aflétta samkomubanni og aðgerðum í tengslum við kórónuveirufaraldurinn voru kynnt í dag á sérstökum blaðamannafundi. Fjöldamörk samkomubannsins verða meðal annars hækkuð úr 20 í 50 manns en nánar má lesa um hvaða takmörkunum verður aflétt fyrst um sinn hér. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ásamt Þórólfi Guðnasyni sóttvarnarlækni og Ölmu Möller, landlækni.Vísir/Vilhelm Skrefin taka gildi 4. maí en á fundinum var heilbrigðisráðherra spurð út í hvað tæki við þegar fram liggja stundir, meðal annars með tilliti til fjöldasamkoma og hátíðarhalda í sumar þar sem búast má við að fjöldi fólks komi saman. Þannig kemur fram í minnisblaði sóttvarnarlæknis, sem aðgerðirnar sem kynntar voru í dag byggja á, að lagt sé til að fjöldasamkomur hér á landi verði takmarkaðar við að hámarki tvö þúsund manns að minnsta kosti út ágúst. Sú tillaga er þó ekki hluti af þeim afléttingum sem taka gildi 4. maí. „Þetta er það sem sóttvarnarlæknir er að hugsa um og leggja til. Ég held að það sé mjög mikilvægt fyrir þá að undirbúa stóra viðburði að hafa það bak við eyrað,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra aðspurð um þetta atriði. Sagði hún að þrátt fyrir að ekki væri tímabært að ræða nákvæmlega hvað yrði hluti af frekar afléttingum samkomubannsis í sumar væri þessi fjöldatakmörkun á stóra viðburði á meðal þess sem sóttvarnarlæknir gerði ráð fyrir að leggja til við ráðherra. „Honum fannst samt eðlilegt og ekki síst í ljósi þess að það eru margir að skipuleggja stórar samkomur að láta þetta fylgja í minnisblaðinu sem svona útgangspunkt sem hann er að vinna út frá nákvæmnlega núna að hann telur líklegt að hann muni leggja á mitt borð þegar fram líða stundir,“ sagði Svandís. Ljóst er að ef sett verður tvö þúsund manna fjöldatakmörkun á stóra viðburði í sumar munu hátíðarhöld um Verslunarmannahelgina, svo sem Þjóðhátíð í Eyjum, og stór íþróttamót fyrir krakka, ekki geta farið fram í óbreyttri mynd frá fyrri árum. „Ég held að fólk ætti strax að byrja að hugsa út fyrir boxið hvernig er hægt að gera sér glaðan með fleiri og minni hópum,“ sagði Svandís.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent