Aðilar vinnumarkaðarins ræða álitaefni sem snúa að hlutabótaúrræðinu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. apríl 2020 21:00 Fulltrúar Samtaka atvinnulífsins, Alþýðusambands Íslands og Vinnumálastofnunar hafa í dag fundað um álitaefni sem snýr að því hvort gera megi samning um hlutaatvinnuleysisbætur á uppsagnartíma. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær kom fram að dæmi séu um það að fyrirtæki, sem sagt hafi upp starfsfólki, nýti hlutabótaúrræðið á uppsagnartímabilinu og dragi þannig úr kostnaði við að greiða uppsagnarfrest. Sjá einnig: Securitas segir upp starfsfólki en nýtir hlutabótaúrræði á uppsagnartímanum Forseti ASÍ og forstjóri Vinnumálastofnunar lýstu efasemdum um þetta í samtali við fréttastofu í gær enda hafi hugmyndin með hlutabótaleiðinni verið sú að viðhalda ráðningarsambandi launþega og atvinnurekenda. Í dag hefur Vinnumálastofnun dregið nokkuð í land eftir frekari skoðun en málið hefur í dag sætt nánari skoðun af hálfu aðila vinnumarkaðarins og Vinnumálastofnunar. Forstjóri Securitas, sem bauð nokkrum starfsmönnum sem sagt var upp hjá fyrirtækinu að gera samkomulag um lækkað starfshlutfall á uppsagnartímanum, sagði jafnframt í samtali við fréttastofu í gær að fyrirtækið hafi leitað ráðgjafar hjá lögfræðingum Samtaka atvinnulífsins. Funda áfram á morgun Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, kveðst líta svo á að túlka megi lögin með þeim hætti að hægt sé að fara þessa leið. „Samkvæmt orðanna hljóðan í lagatexta er það með þeim hætti og eins og ég segi, við eigum þetta uppbyggilega samtal milli Samtaka atvinnulífsins og ASÍ,“ segir Halldór. Það samtal er enn í gangi og stefnt að því að funda áfram í fyrramálið. „Ég bind vonir við að það verði til lykta leitt á morgun,“ segir Halldór. Inntur eftir svörum við því hvers vegna Samtök atvinnulífsins túlki lögin á þessa leið, með tilliti til þess að hugmyndin um hlutabótaúrræðið hafi frá upphafi verið kynnt sem úrræði til að viðhalda ráðningarsambandi, svarar Halldór: „Eftir því sem að tíminn vindur fram breytast aðstæður hjá fyrirtækjum og landsmönnum öllum og þegar að þetta úrræði var í vinnslu, í sameiginlegri vinnslu SA, ASÍ og Vinnumálastofnunar, þá vil ég meina að síðan þá hefur útlitið dökknað umtalsvert og það er eðlilegt að við því sé brugðist,“ segir Halldór. „Sem dæmi, sú staða mun koma upp að fólk sem er á hlutabótaúrræði mun mögulega lenda í uppsögn vegna þess að staðan í hagkerfinu er því miður bara verri en flestir gerðu ráð fyrir. Og þegar við vorum að ræða þetta upphaflega var gert ráð fyrir, eða margir vonuðust til þess að um væri að ræða tímabundna niðursveiflu, en ég hygg að það séu fáir á þeim buxunum í dag.“ Úrræðin verði endurmetin reglulega Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ítrekaði á Alþingi í dag að til standi að framlengja úrræði stjórnvalda um hlutabótaleiðina. „En við gerum líka ráð fyrir því að hugsanlega þurfi að gera einhverjar breytingar á þeirri leið út frá þeirri reynslu sem er komin á leiðina. Upphaflega markmiðið, og það hefur verið skýrt allan tímann, var að þessi leið væri fyrir launafólk í landinu fyrst og fremst og til að tryggja afkomu launafólks. Þess vegna var hún mjög opin og hún var samþykkt mjög opin á Alþingi. Þetta þarf að meta núna þegar við skoðum framkvæmd leiðarinnar,“ sagði Katrín. Halldór kveðst taka undir með forsætisráðherra hvað þetta varðar. „Þetta þarf að endurmeta með reglubundnu millibili, sér í lagi þegar tugþúsundir manna eru að fara á þetta úrræði á örskömmum tíma,“ segir Halldór. Vinnumarkaður Atvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Hlutabótaleiðin Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira
Fulltrúar Samtaka atvinnulífsins, Alþýðusambands Íslands og Vinnumálastofnunar hafa í dag fundað um álitaefni sem snýr að því hvort gera megi samning um hlutaatvinnuleysisbætur á uppsagnartíma. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær kom fram að dæmi séu um það að fyrirtæki, sem sagt hafi upp starfsfólki, nýti hlutabótaúrræðið á uppsagnartímabilinu og dragi þannig úr kostnaði við að greiða uppsagnarfrest. Sjá einnig: Securitas segir upp starfsfólki en nýtir hlutabótaúrræði á uppsagnartímanum Forseti ASÍ og forstjóri Vinnumálastofnunar lýstu efasemdum um þetta í samtali við fréttastofu í gær enda hafi hugmyndin með hlutabótaleiðinni verið sú að viðhalda ráðningarsambandi launþega og atvinnurekenda. Í dag hefur Vinnumálastofnun dregið nokkuð í land eftir frekari skoðun en málið hefur í dag sætt nánari skoðun af hálfu aðila vinnumarkaðarins og Vinnumálastofnunar. Forstjóri Securitas, sem bauð nokkrum starfsmönnum sem sagt var upp hjá fyrirtækinu að gera samkomulag um lækkað starfshlutfall á uppsagnartímanum, sagði jafnframt í samtali við fréttastofu í gær að fyrirtækið hafi leitað ráðgjafar hjá lögfræðingum Samtaka atvinnulífsins. Funda áfram á morgun Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, kveðst líta svo á að túlka megi lögin með þeim hætti að hægt sé að fara þessa leið. „Samkvæmt orðanna hljóðan í lagatexta er það með þeim hætti og eins og ég segi, við eigum þetta uppbyggilega samtal milli Samtaka atvinnulífsins og ASÍ,“ segir Halldór. Það samtal er enn í gangi og stefnt að því að funda áfram í fyrramálið. „Ég bind vonir við að það verði til lykta leitt á morgun,“ segir Halldór. Inntur eftir svörum við því hvers vegna Samtök atvinnulífsins túlki lögin á þessa leið, með tilliti til þess að hugmyndin um hlutabótaúrræðið hafi frá upphafi verið kynnt sem úrræði til að viðhalda ráðningarsambandi, svarar Halldór: „Eftir því sem að tíminn vindur fram breytast aðstæður hjá fyrirtækjum og landsmönnum öllum og þegar að þetta úrræði var í vinnslu, í sameiginlegri vinnslu SA, ASÍ og Vinnumálastofnunar, þá vil ég meina að síðan þá hefur útlitið dökknað umtalsvert og það er eðlilegt að við því sé brugðist,“ segir Halldór. „Sem dæmi, sú staða mun koma upp að fólk sem er á hlutabótaúrræði mun mögulega lenda í uppsögn vegna þess að staðan í hagkerfinu er því miður bara verri en flestir gerðu ráð fyrir. Og þegar við vorum að ræða þetta upphaflega var gert ráð fyrir, eða margir vonuðust til þess að um væri að ræða tímabundna niðursveiflu, en ég hygg að það séu fáir á þeim buxunum í dag.“ Úrræðin verði endurmetin reglulega Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ítrekaði á Alþingi í dag að til standi að framlengja úrræði stjórnvalda um hlutabótaleiðina. „En við gerum líka ráð fyrir því að hugsanlega þurfi að gera einhverjar breytingar á þeirri leið út frá þeirri reynslu sem er komin á leiðina. Upphaflega markmiðið, og það hefur verið skýrt allan tímann, var að þessi leið væri fyrir launafólk í landinu fyrst og fremst og til að tryggja afkomu launafólks. Þess vegna var hún mjög opin og hún var samþykkt mjög opin á Alþingi. Þetta þarf að meta núna þegar við skoðum framkvæmd leiðarinnar,“ sagði Katrín. Halldór kveðst taka undir með forsætisráðherra hvað þetta varðar. „Þetta þarf að endurmeta með reglubundnu millibili, sér í lagi þegar tugþúsundir manna eru að fara á þetta úrræði á örskömmum tíma,“ segir Halldór.
Vinnumarkaður Atvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Hlutabótaleiðin Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira