Fyrsta skrefið er að taka RÚV af auglýsingamarkaði Jón Kaldal skrifar 15. apríl 2020 09:30 Hér er tillaga til fólksins á Alþingi: setjum í salt hugmyndir um að veita fé úr ríkissjóði til einkarekinna fjölmiðla. Mun árangursríkari leið til að styrkja íslenska fjölmiðlun er að taka Ríkisútvarpið (RÚV) af auglýsingamarkaði. Auglýsingafjármagnið sem myndi þá leita annað yrði öflug vítamínsprauta fyrir einkareknu miðlana. Ef frumvarp menntamálaráðherra (lagt fram á Alþingi í desember) verður að lögum munu um 400 milljón krónur fara í endurgreiðslur ritstjórnarkostnaðar til einkarekinna fjölmiðla. Til samanburðar sótti RÚV rúmlega 2,3 milljarða króna á auglýsingamarkað í fyrra, eða um sex sinnum hærri upphæð. Súrefnið minnkar Síðastliðinn áratug hafa aðstæður íslenskra fjölmiðla til að fjármagna starfsemi sína gjörbreyst. Áður kepptu þeir nánast eingöngu sín á milli í tekjuöflun með sölu á auglýsingum og áskriftum, en nú hafa alþjóðleg stórfyrirtæki, Facebook, Google, Spotify, Netflix og fleiri blandað sér í slaginn og mun hlutur þeirra aðeins fara vaxandi á næstu árum. Þessi þróun veldur því óhjákvæmilega að minna fjármagn verður til að standa undir innlendri efnisframleiðslu og samkeppnin um fjármagnið harðnar. Í þessu rekstrarumhverfi þar sem súrefnið hefur farið minnkandi þrengja mikil umsvif RÚV á auglýsingamarkaði enn meira en áður að einkareknum fjölmiðlum. Sterk staða útvarps- og sjónvarpsrása RÚV í áhorfi og hlustun meðal þjóðarinnar og ágeng sölumennska tryggir ríkisfjölmiðlinum stóran hluta af andrými allra í samkeppninni um birtingafé fyrir auglýsingar. Meira íslenskt efni Vissulega er ekk hægt að gera ráð fyrir að allar auglýsingatekjur RÚV færist sjálfkrafa til einkamiðlanna. En þótt það væri ekki nema helmingur væri upphæðin um þrisvar sinnum hærri en gert er ráð fyrir í fjölmiðlafrumvarpi menntamálaráðherra. Þannig væri hægt að efla rekstrarumhverfi miðlanna verulega og skapa pláss fyrir fleiri til að freisti gæfunnar í fjölmiðlarekstri og framleiðslu á innlendu efni. Staðreyndin er sú að til að styrkja stöðu sína í samkeppni um lestur/áhorf/hlustun gagnvart erlendum efnsveitum - og ekki síður sín á milli - verða innlend fjölmiðlafyrirtæki að bjóða upp á íslenskt efni. Það hefur sýnt sig í öllum löndum að fólk velur efni frá heimalandi sínu fram yfir erlent. Að bjóða upp á áhugavert íslenskt efni er því einfaldlega spurning um líf eða dauða fyrir fjölmiðla. Núverandi umsvif RÚV á auglýsingamarkaði stendur í raun í vegi fyrir samkeppni og stuðlar að fábreyttari fjölmiðlun. Mikilvægt er að hafa í huga að RÚV mun eftir sem áður þurfa að sinna lögbundnu menningarhlutverki sínu, sem er fyrst og fremst framleiðsla á innlendu efni. Sjálfsagt væri að skoða hvort ekki mætti fella lestur dánarfregna og jarðarfaratilkynninga þar undir og hafa sem gjaldfrjálsa þjónustu fyrir þjóðina. Þetta er séríslenskt útvarpsefni sem á sér sérstakan stað í þjóðarsálinni. Bjór og getraunir Til að auka tekjumöguleika einkarekinna fjölmiðla og jafna aðstöðumun milli þeirra og erlendra miðla sem eru aðgengilegir á netinu og víðar, hefur Alþingi í hendi sér að ganga lengra en að taka RÚV af auglýsingamarkaði. Þetta yrði gert með því að endurskoða hvaða vörur og þjónustu er leyfilegt að auglýsa í íslenskum fjölmiðlum. Þannig væri til dæmis hægt að heimila auglýsingar á áfengum drykkjum með að lágmarki sömu skilyrðum og koma fram í tilskipun Evrópusambandsins í þessum málaflokki. Sömuleiðis mætti heimila fjölmiðlum að birta auglýsingar og kynningar frá happdrættis- og getraunafyrirtækjum burtséð frá þjóðerni þeirra, einnig að lágmarki með þeim skilyrðum sem koma fram í tilskipun Evrópusambandsins í þeim efnum. Einkaréttur innlendra happdrættis- og getraunafyrirtækja á að auglýsa starfsemi sína er tímaskekkja í netvæddum heimi. Þessi breyting ein og sér myndi skjóta styrkum stoðum undir íþróttafréttasíður, sem eru nú þegar fullar af vörumerkjum bjór- og getraunafyrirtækja sem auglýsa grimmt á búningum keppnisliða um allan heim. Ef ekkert ef þessu dugar má mögulega taka aftur fram frumvarp um beingreiðslur úr ríkissjóði til einkarekinni miðla að uppfylltum skilyrðum. Það væri þó afturför fyrir sjálfstæði frjálsrar fjölmiðlunar í landinu að vera upp á fjármagn frá ríkinu komið. Höfundur hefur starfað við einkarekna fjölmiðla í 27 ár, sem blaðamaður, ritstjóri og eigandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Auglýsingamarkaður Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Hér er tillaga til fólksins á Alþingi: setjum í salt hugmyndir um að veita fé úr ríkissjóði til einkarekinna fjölmiðla. Mun árangursríkari leið til að styrkja íslenska fjölmiðlun er að taka Ríkisútvarpið (RÚV) af auglýsingamarkaði. Auglýsingafjármagnið sem myndi þá leita annað yrði öflug vítamínsprauta fyrir einkareknu miðlana. Ef frumvarp menntamálaráðherra (lagt fram á Alþingi í desember) verður að lögum munu um 400 milljón krónur fara í endurgreiðslur ritstjórnarkostnaðar til einkarekinna fjölmiðla. Til samanburðar sótti RÚV rúmlega 2,3 milljarða króna á auglýsingamarkað í fyrra, eða um sex sinnum hærri upphæð. Súrefnið minnkar Síðastliðinn áratug hafa aðstæður íslenskra fjölmiðla til að fjármagna starfsemi sína gjörbreyst. Áður kepptu þeir nánast eingöngu sín á milli í tekjuöflun með sölu á auglýsingum og áskriftum, en nú hafa alþjóðleg stórfyrirtæki, Facebook, Google, Spotify, Netflix og fleiri blandað sér í slaginn og mun hlutur þeirra aðeins fara vaxandi á næstu árum. Þessi þróun veldur því óhjákvæmilega að minna fjármagn verður til að standa undir innlendri efnisframleiðslu og samkeppnin um fjármagnið harðnar. Í þessu rekstrarumhverfi þar sem súrefnið hefur farið minnkandi þrengja mikil umsvif RÚV á auglýsingamarkaði enn meira en áður að einkareknum fjölmiðlum. Sterk staða útvarps- og sjónvarpsrása RÚV í áhorfi og hlustun meðal þjóðarinnar og ágeng sölumennska tryggir ríkisfjölmiðlinum stóran hluta af andrými allra í samkeppninni um birtingafé fyrir auglýsingar. Meira íslenskt efni Vissulega er ekk hægt að gera ráð fyrir að allar auglýsingatekjur RÚV færist sjálfkrafa til einkamiðlanna. En þótt það væri ekki nema helmingur væri upphæðin um þrisvar sinnum hærri en gert er ráð fyrir í fjölmiðlafrumvarpi menntamálaráðherra. Þannig væri hægt að efla rekstrarumhverfi miðlanna verulega og skapa pláss fyrir fleiri til að freisti gæfunnar í fjölmiðlarekstri og framleiðslu á innlendu efni. Staðreyndin er sú að til að styrkja stöðu sína í samkeppni um lestur/áhorf/hlustun gagnvart erlendum efnsveitum - og ekki síður sín á milli - verða innlend fjölmiðlafyrirtæki að bjóða upp á íslenskt efni. Það hefur sýnt sig í öllum löndum að fólk velur efni frá heimalandi sínu fram yfir erlent. Að bjóða upp á áhugavert íslenskt efni er því einfaldlega spurning um líf eða dauða fyrir fjölmiðla. Núverandi umsvif RÚV á auglýsingamarkaði stendur í raun í vegi fyrir samkeppni og stuðlar að fábreyttari fjölmiðlun. Mikilvægt er að hafa í huga að RÚV mun eftir sem áður þurfa að sinna lögbundnu menningarhlutverki sínu, sem er fyrst og fremst framleiðsla á innlendu efni. Sjálfsagt væri að skoða hvort ekki mætti fella lestur dánarfregna og jarðarfaratilkynninga þar undir og hafa sem gjaldfrjálsa þjónustu fyrir þjóðina. Þetta er séríslenskt útvarpsefni sem á sér sérstakan stað í þjóðarsálinni. Bjór og getraunir Til að auka tekjumöguleika einkarekinna fjölmiðla og jafna aðstöðumun milli þeirra og erlendra miðla sem eru aðgengilegir á netinu og víðar, hefur Alþingi í hendi sér að ganga lengra en að taka RÚV af auglýsingamarkaði. Þetta yrði gert með því að endurskoða hvaða vörur og þjónustu er leyfilegt að auglýsa í íslenskum fjölmiðlum. Þannig væri til dæmis hægt að heimila auglýsingar á áfengum drykkjum með að lágmarki sömu skilyrðum og koma fram í tilskipun Evrópusambandsins í þessum málaflokki. Sömuleiðis mætti heimila fjölmiðlum að birta auglýsingar og kynningar frá happdrættis- og getraunafyrirtækjum burtséð frá þjóðerni þeirra, einnig að lágmarki með þeim skilyrðum sem koma fram í tilskipun Evrópusambandsins í þeim efnum. Einkaréttur innlendra happdrættis- og getraunafyrirtækja á að auglýsa starfsemi sína er tímaskekkja í netvæddum heimi. Þessi breyting ein og sér myndi skjóta styrkum stoðum undir íþróttafréttasíður, sem eru nú þegar fullar af vörumerkjum bjór- og getraunafyrirtækja sem auglýsa grimmt á búningum keppnisliða um allan heim. Ef ekkert ef þessu dugar má mögulega taka aftur fram frumvarp um beingreiðslur úr ríkissjóði til einkarekinni miðla að uppfylltum skilyrðum. Það væri þó afturför fyrir sjálfstæði frjálsrar fjölmiðlunar í landinu að vera upp á fjármagn frá ríkinu komið. Höfundur hefur starfað við einkarekna fjölmiðla í 27 ár, sem blaðamaður, ritstjóri og eigandi.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar