Eggjum kastað í Vegan-búðina: „Sorglega fyrirsjáanlegt“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. apríl 2020 10:56 Einn eggjabakki var tæmdur á glerið. Mynd/Aðsend Vegan-búðin í Faxafeni í Reykjavík var grýtt eggjum í nótt. „Gríðarlega fyrirsjáanlegt,“ segir eigandi búðarinnar á Facebook. Svo virðist sem að einhver óprúttinn hafi tekið sig til í nótt og tæmt eins og einn eggjabakka á anddyri búðarinnar sem opnaði fyrir þremur vikum. „Það hefur einhver fengið nóg af okkur í nótt,“ segir Sæunn Ingibjörg Marinósdóttir, eigandi búðarinnar. Hún segir ljóst að um táknrænan gjörning hafi verið um að ræða enda eru egg afurð dýra, eitthvað sem grænkerar leggja sér ekki til munns. „Við erum ekkert eyðilögð yfir þessu persónulega en okkur finnst þetta mjög leiðinlegur symbólismi og erum kannski leið yfir því að fólk leggist svona lágt,“ segir Sæunn. Þegar blaðamaður náði tali af Sæunni var hún að útvega sér græjur til þess að þrífa hin storknuðu egg af glerinu, en eggjarauðan- og hvítan hafa storknað í nótt. Ekki geðslegt segir Sæunn.Mynd/Aðsend „Okkur finnst þetta ekkert sérstaklega geðslegt,“ segir Sæunn sem er reyndar vön því að fá ýmsar hótanir, þó enginn hafi látið verða að neinu, fyrr en í nótt. „Okkur hefur verið hótað ýmsu. Fólk hefur ætlað að vera með alls konar gjörninga, að mæta í loðfeldum og með kjöt og grilla dauð dýr í kringum okkur en það hefur aldrei neinn látið verða að neinu. Það hefur einhver fengið nóg af okkur í nótt.“ Hún segir að málið muni ekki ná lengra enda tjónið lítið, annað en tilfinningalegt. Þó muni verða settar upp öryggismyndavélar við anddyrið til að letja frekara eggjakast. Matur Verslun Reykjavík Vegan Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Fleiri fréttir Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Sjá meira
Vegan-búðin í Faxafeni í Reykjavík var grýtt eggjum í nótt. „Gríðarlega fyrirsjáanlegt,“ segir eigandi búðarinnar á Facebook. Svo virðist sem að einhver óprúttinn hafi tekið sig til í nótt og tæmt eins og einn eggjabakka á anddyri búðarinnar sem opnaði fyrir þremur vikum. „Það hefur einhver fengið nóg af okkur í nótt,“ segir Sæunn Ingibjörg Marinósdóttir, eigandi búðarinnar. Hún segir ljóst að um táknrænan gjörning hafi verið um að ræða enda eru egg afurð dýra, eitthvað sem grænkerar leggja sér ekki til munns. „Við erum ekkert eyðilögð yfir þessu persónulega en okkur finnst þetta mjög leiðinlegur symbólismi og erum kannski leið yfir því að fólk leggist svona lágt,“ segir Sæunn. Þegar blaðamaður náði tali af Sæunni var hún að útvega sér græjur til þess að þrífa hin storknuðu egg af glerinu, en eggjarauðan- og hvítan hafa storknað í nótt. Ekki geðslegt segir Sæunn.Mynd/Aðsend „Okkur finnst þetta ekkert sérstaklega geðslegt,“ segir Sæunn sem er reyndar vön því að fá ýmsar hótanir, þó enginn hafi látið verða að neinu, fyrr en í nótt. „Okkur hefur verið hótað ýmsu. Fólk hefur ætlað að vera með alls konar gjörninga, að mæta í loðfeldum og með kjöt og grilla dauð dýr í kringum okkur en það hefur aldrei neinn látið verða að neinu. Það hefur einhver fengið nóg af okkur í nótt.“ Hún segir að málið muni ekki ná lengra enda tjónið lítið, annað en tilfinningalegt. Þó muni verða settar upp öryggismyndavélar við anddyrið til að letja frekara eggjakast.
Matur Verslun Reykjavík Vegan Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Fleiri fréttir Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Sjá meira