Þjóðverjar byrja að aflétta höftum í skrefum Kjartan Kjartansson skrifar 15. apríl 2020 19:23 Merkel kynnti áform um afléttingu aðgerða gegn faraldrinum á blaðamannafundi í dag. Vísir/EPA Angela Merkel, kanslari Þýskalands, kynnti áform um að aflétta hægt og rólega aðgerðum til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins í dag. Opna má ákveðnar verslanir aftur strax í næstu viku og þá verður leyft að opna skóla í skrefum í byrjun maí. Reglur um félagsforðun verða inn í gildi til að minnsta kosti 3. maí og mælti Merkel eindregið með því að fólk gengi með grímur á opinberum stöðum. Sagði kanslarinn að „brothættur millibilsárangur“ hefði náðst gegn faraldrinum með ströngum aðgerðum. Þjóðin yrði þó að halda sínu striki áfram því ekki mætti mikið út af bregða. Stórar samkomur verða áfram bannaðar til 31. ágúst og barir, kaffihús, veitingastaðir, kvikmyndahús og tónleikastaðir verða áfram lokaðir, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Leyft verður að opna skóla í áföngum eftir 4. maí en öryggisreglur verða settar um frímínútur og skólarútur. Nemendur sem eru á leiðinni í próf verða settir í forgang við opnun skólanna. Þá má opna verslanir sem eru allt að 800 fermetrar ef þær gera sóttvarnaráðstafanir á mánudag. Hárgreiðslustofur mega aftur taka við viðskiptavinum 4. maí með sama fyrirvara. Rúmlega 3.200 manns hafa látið lífið af völdum Covid-19-sjúkdómsins sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur í Þýskalandi og rúmlega 127.500 hafa greinst smitaðir. Fleiri Evrópuríki hafa byrjað að létta á aðgerðum gegn faraldrinum, þar á meðal Danmörk, Spánn, Austurríki og sum svæði Ítalíu. Á Íslandi verður byrjað að létta á samkomubanni og öðrum takmörkunum 4. maí. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þýskaland Tengdar fréttir Merkel þakkar Þjóðverjum en ekki verður slakað á aðgerðum Kanslari Þýskalands, Angela Merkel, segir Þjóðverja hafa tekið vel í reglur sem settar voru til að stöðva útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. Merkel sem heldur úti vikulegu hlaðvarpi þakkaði þjóð sinni fyrir viðbrögðin. 28. mars 2020 11:26 Deilt um ástæður lágrar dánartíðni í Þýskalandi Ástandið í Þýskalandi hefur vakið athygli sérfræðinga en þar er dánartíðni af völdum kórónuveirunnar mun lægri en í löndum á borð við Ítalíu og Spán. 23. mars 2020 06:59 Merkel: Mesta áskorunin frá seinna stríði Angela Merkel Þýskalandskanslari biðlaði í dag til Þjóðverja að gera sitt til að hægt verði að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. 18. mars 2020 18:03 Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Holskefla í kortunum Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Sjá meira
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, kynnti áform um að aflétta hægt og rólega aðgerðum til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins í dag. Opna má ákveðnar verslanir aftur strax í næstu viku og þá verður leyft að opna skóla í skrefum í byrjun maí. Reglur um félagsforðun verða inn í gildi til að minnsta kosti 3. maí og mælti Merkel eindregið með því að fólk gengi með grímur á opinberum stöðum. Sagði kanslarinn að „brothættur millibilsárangur“ hefði náðst gegn faraldrinum með ströngum aðgerðum. Þjóðin yrði þó að halda sínu striki áfram því ekki mætti mikið út af bregða. Stórar samkomur verða áfram bannaðar til 31. ágúst og barir, kaffihús, veitingastaðir, kvikmyndahús og tónleikastaðir verða áfram lokaðir, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Leyft verður að opna skóla í áföngum eftir 4. maí en öryggisreglur verða settar um frímínútur og skólarútur. Nemendur sem eru á leiðinni í próf verða settir í forgang við opnun skólanna. Þá má opna verslanir sem eru allt að 800 fermetrar ef þær gera sóttvarnaráðstafanir á mánudag. Hárgreiðslustofur mega aftur taka við viðskiptavinum 4. maí með sama fyrirvara. Rúmlega 3.200 manns hafa látið lífið af völdum Covid-19-sjúkdómsins sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur í Þýskalandi og rúmlega 127.500 hafa greinst smitaðir. Fleiri Evrópuríki hafa byrjað að létta á aðgerðum gegn faraldrinum, þar á meðal Danmörk, Spánn, Austurríki og sum svæði Ítalíu. Á Íslandi verður byrjað að létta á samkomubanni og öðrum takmörkunum 4. maí.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þýskaland Tengdar fréttir Merkel þakkar Þjóðverjum en ekki verður slakað á aðgerðum Kanslari Þýskalands, Angela Merkel, segir Þjóðverja hafa tekið vel í reglur sem settar voru til að stöðva útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. Merkel sem heldur úti vikulegu hlaðvarpi þakkaði þjóð sinni fyrir viðbrögðin. 28. mars 2020 11:26 Deilt um ástæður lágrar dánartíðni í Þýskalandi Ástandið í Þýskalandi hefur vakið athygli sérfræðinga en þar er dánartíðni af völdum kórónuveirunnar mun lægri en í löndum á borð við Ítalíu og Spán. 23. mars 2020 06:59 Merkel: Mesta áskorunin frá seinna stríði Angela Merkel Þýskalandskanslari biðlaði í dag til Þjóðverja að gera sitt til að hægt verði að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. 18. mars 2020 18:03 Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Holskefla í kortunum Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Sjá meira
Merkel þakkar Þjóðverjum en ekki verður slakað á aðgerðum Kanslari Þýskalands, Angela Merkel, segir Þjóðverja hafa tekið vel í reglur sem settar voru til að stöðva útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. Merkel sem heldur úti vikulegu hlaðvarpi þakkaði þjóð sinni fyrir viðbrögðin. 28. mars 2020 11:26
Deilt um ástæður lágrar dánartíðni í Þýskalandi Ástandið í Þýskalandi hefur vakið athygli sérfræðinga en þar er dánartíðni af völdum kórónuveirunnar mun lægri en í löndum á borð við Ítalíu og Spán. 23. mars 2020 06:59
Merkel: Mesta áskorunin frá seinna stríði Angela Merkel Þýskalandskanslari biðlaði í dag til Þjóðverja að gera sitt til að hægt verði að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. 18. mars 2020 18:03