Óttast að útgöngu- og samkomubann leiði til „flóðbylgju geðkvilla“ Sylvía Hall skrifar 16. maí 2020 15:42 Geðlæknar óttast fólk leiti sér síður hjálpar. Vísir/Getty Geðlæknar í Bretlandi óttast að takmarkanir á samkomum og útgöngubann víða um heim geti leitt til mikillar aukningar í geðsjúkdómum og aðgerðirnar til þess að sporna við kórónuveirufaraldrinum muni hafa verulega neikvæðar afleiðingar á andlega heilsu fólks. Fólk leiti sér síður hjálpar og byrgi vandamálin inni. Á vef breska ríkisútvarpsins kemur fram að nýleg könnun hafi leitt það í ljós að reglubundnum heimsóknum til geðlækna hefur fækkað en neyðartilfellum fjölgað. Geðlæknar óttist mikið álag þegar takmörkunum verði aflétt þar sem fólk virðist veigra sér við að leita sér hjálpar á meðan mikið álag er á heilbrigðiskerfinu vegna Covid-19. Því er biðlað til fólks að nýta sér þau úrræði sem eru í boði og áréttað að langflestar þjónustur sem sinna geðheilbrigðismálum séu enn starfandi þrátt fyrir skerta þjónustu á mörgum sviðum samfélagsins. Í könnun á vegum geðheilbrigðissamtakanna Rethink Mental Illness kom í ljós að fjöldi fólks taldi geðheilsu sína hafa versnað frá því að kórónuveirufaraldurinn skall á með miklum þunga. Rútínuleysi hafi leitt til þess að fólk upplifði minna öryggi og ánægju. Mikilvægt að gæta að grunnþörfum Rauði krossinn hefur vakið athygli á andlegri líðan landsmanna á þessum tímum og áréttað mikilvægi þess að hlúa að andlegri heilsu. Þegar kórónuveirufaraldurinn skall á hér á landi hringdu tvöfalt fleiri í Hjálparsíma Rauða krossins og fólk upplifði meiri kvíða. Halldóra Pálsdóttir, forstöðumaður Vinjar fræðslu- og bataseturs Rauða krossins í Reykjavík fyrir fólk með geðraskanir, sagði í skoðanapistli hér á Vísi að andleg heilsa væri ekki síður mikilvæg en handþvottur á tímum Covid-19. Mikil fjölmiðlaumfjöllun gæti valdið kvíða og það væri mikilvægt að vera vakandi fyrir einkennum. „Helstu bjargráðin eru að gæta að grunnþörfunum. Að passa rútínuna, gæta að svefnvenjum, mataræði og hreyfingu og forðast áfengi og tóbak og allt sem deyfir og dregur úr okkur kraft. Að stunda einhverskonar andlega iðkun eins og hugleiðslu, lestur, handavinnu eða hugarvinnu getur verið róandi og jarðtengt okkur og mörgum gagnast einnig vel að hreyfa sig. Fara í kraftmikla göngutúra og anda að sér fersku lofti,“ skrifaði Halldóra. Hún segir félagslega þáttinn mikilvægan og fátt gæti komið í stað mannlegra samskipta. Félagsleg einangrun gæti magnað upp kvíða og fólk með geðraskanir hefði fundið fyrir því. Því væri mikilvægt að leita sér hjálpar. „Það að hafa samband, vera til staðar og hlusta er mögulega eitt það mikilvægasta sem við getum gert fyrir aðrar manneskjur á þessum tímum. Við höfum öll okkar bjargráð og best er að skipuleggja og endurskoða hvernig þau gagnast okkur best.“ Geðheilbrigði Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hræddir um að ástvinurinn gleymi þeim vegna ástandsins Aðstandendur fólks með heilabilun hafa áhyggjur af því að ástvinurinn gleymi þeim vegna kórónuveiruástandsins. Þetta segir fræðslustjóri Alzheimersamtakanna sem hefur áhyggjur af afleiðingunum. Mikið hefur mætt á ráðgjafasíma samtakanna vegna ástandsins. 27. apríl 2020 21:00 Sameinuðu þjóðirnar hvetja til átaks í geðheilbrigðismálum Sameinuðu þjóðirnar segja að áratuga vanræksla og vanfjármögnum í geðheilbrigðismálum hafi komið fram í dagsljósið á tímum COVID-19 heimsfaraldursins. 14. maí 2020 12:19 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Sjá meira
Geðlæknar í Bretlandi óttast að takmarkanir á samkomum og útgöngubann víða um heim geti leitt til mikillar aukningar í geðsjúkdómum og aðgerðirnar til þess að sporna við kórónuveirufaraldrinum muni hafa verulega neikvæðar afleiðingar á andlega heilsu fólks. Fólk leiti sér síður hjálpar og byrgi vandamálin inni. Á vef breska ríkisútvarpsins kemur fram að nýleg könnun hafi leitt það í ljós að reglubundnum heimsóknum til geðlækna hefur fækkað en neyðartilfellum fjölgað. Geðlæknar óttist mikið álag þegar takmörkunum verði aflétt þar sem fólk virðist veigra sér við að leita sér hjálpar á meðan mikið álag er á heilbrigðiskerfinu vegna Covid-19. Því er biðlað til fólks að nýta sér þau úrræði sem eru í boði og áréttað að langflestar þjónustur sem sinna geðheilbrigðismálum séu enn starfandi þrátt fyrir skerta þjónustu á mörgum sviðum samfélagsins. Í könnun á vegum geðheilbrigðissamtakanna Rethink Mental Illness kom í ljós að fjöldi fólks taldi geðheilsu sína hafa versnað frá því að kórónuveirufaraldurinn skall á með miklum þunga. Rútínuleysi hafi leitt til þess að fólk upplifði minna öryggi og ánægju. Mikilvægt að gæta að grunnþörfum Rauði krossinn hefur vakið athygli á andlegri líðan landsmanna á þessum tímum og áréttað mikilvægi þess að hlúa að andlegri heilsu. Þegar kórónuveirufaraldurinn skall á hér á landi hringdu tvöfalt fleiri í Hjálparsíma Rauða krossins og fólk upplifði meiri kvíða. Halldóra Pálsdóttir, forstöðumaður Vinjar fræðslu- og bataseturs Rauða krossins í Reykjavík fyrir fólk með geðraskanir, sagði í skoðanapistli hér á Vísi að andleg heilsa væri ekki síður mikilvæg en handþvottur á tímum Covid-19. Mikil fjölmiðlaumfjöllun gæti valdið kvíða og það væri mikilvægt að vera vakandi fyrir einkennum. „Helstu bjargráðin eru að gæta að grunnþörfunum. Að passa rútínuna, gæta að svefnvenjum, mataræði og hreyfingu og forðast áfengi og tóbak og allt sem deyfir og dregur úr okkur kraft. Að stunda einhverskonar andlega iðkun eins og hugleiðslu, lestur, handavinnu eða hugarvinnu getur verið róandi og jarðtengt okkur og mörgum gagnast einnig vel að hreyfa sig. Fara í kraftmikla göngutúra og anda að sér fersku lofti,“ skrifaði Halldóra. Hún segir félagslega þáttinn mikilvægan og fátt gæti komið í stað mannlegra samskipta. Félagsleg einangrun gæti magnað upp kvíða og fólk með geðraskanir hefði fundið fyrir því. Því væri mikilvægt að leita sér hjálpar. „Það að hafa samband, vera til staðar og hlusta er mögulega eitt það mikilvægasta sem við getum gert fyrir aðrar manneskjur á þessum tímum. Við höfum öll okkar bjargráð og best er að skipuleggja og endurskoða hvernig þau gagnast okkur best.“
Geðheilbrigði Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hræddir um að ástvinurinn gleymi þeim vegna ástandsins Aðstandendur fólks með heilabilun hafa áhyggjur af því að ástvinurinn gleymi þeim vegna kórónuveiruástandsins. Þetta segir fræðslustjóri Alzheimersamtakanna sem hefur áhyggjur af afleiðingunum. Mikið hefur mætt á ráðgjafasíma samtakanna vegna ástandsins. 27. apríl 2020 21:00 Sameinuðu þjóðirnar hvetja til átaks í geðheilbrigðismálum Sameinuðu þjóðirnar segja að áratuga vanræksla og vanfjármögnum í geðheilbrigðismálum hafi komið fram í dagsljósið á tímum COVID-19 heimsfaraldursins. 14. maí 2020 12:19 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Sjá meira
Hræddir um að ástvinurinn gleymi þeim vegna ástandsins Aðstandendur fólks með heilabilun hafa áhyggjur af því að ástvinurinn gleymi þeim vegna kórónuveiruástandsins. Þetta segir fræðslustjóri Alzheimersamtakanna sem hefur áhyggjur af afleiðingunum. Mikið hefur mætt á ráðgjafasíma samtakanna vegna ástandsins. 27. apríl 2020 21:00
Sameinuðu þjóðirnar hvetja til átaks í geðheilbrigðismálum Sameinuðu þjóðirnar segja að áratuga vanræksla og vanfjármögnum í geðheilbrigðismálum hafi komið fram í dagsljósið á tímum COVID-19 heimsfaraldursins. 14. maí 2020 12:19