Frumvörp um afglæpavæðingu neysluskammta og neyslurými merki um viðhorfsbreytingu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. maí 2020 06:30 Halldóra Mogensen, formaður þingflokks Pírata. Vísir/Einar „Við Íslendingar höfum ekki verið neitt gríðarlega dugleg eða hugrökk þegar kemur að svona stefnubreytingum. Við höfum oft verið að fylgja því hvað löndin í kring um okkur eru að gera,“ sagði Halldóra Mogensen formaður þingflokks Pírata í Víglínunni í gær þar sem hún ræddi frumvarp til laga um afglæpavæðingu vörslu neysluskammta vímuefna. Frumvarp til laga um neyslurými sem hefur fengið jákvæðan hljómgrunn inni á Alþingi en bent hefur verið á það að lögin um neyslurými, sem eru rými sem gerð eru til að tryggja þeim sem neyta fíkniefna í æð öruggt umhverfi, í sjálfu sér væru ekki örugg fyrir fólk með fíknivanda þar sem engin leið væri fyrir það að nýta sér rýmin án þess að gerast lögbrjótar. „Ég skynja að það er viðhorfsbreyting og eins og við vitum þá eru stjórnmálin alltaf dálítið lengi að taka við sér en þetta er að miklu leyti byggt á þingsályktunartillögu sem þingflokkur Pírata lagði fram og var samþykkt samróma, allir flokkar voru með 2014,“ sagði Halldóra. Halldóra sagði að í kjölfar tillögunnar hafi orðið breyting í umræðu um málaflokkinn og mikið farið að tala um skaðaminnkun og hvernig sé hægt að aðstoða fólk sem á við fíknivanda að stríða frekar en að hegna því. „Það hjálpar mjög mikið þegar þjóðir taka róttæk skref í þessa átt eins og Portúgal gerði á sínum tíma og önnur lönd í kring um okkur sem hafa verið að feta þessi skaðaminnkunarskref. Auðvitað hefur það áhrif á umræðuna sem hefur orðið á alþjóðavettvangi sem kemur svo til okkar,“ sagði Halldóra. Fíklum ekki sýnt neitt umburðarlyndi Halldóra segir augljóst að stefnuleiðin sem gildi í dag gangi ekki vel. Hin svokallaða „sænska leið“ var innleidd hér á landi á tíunda áratugnum og er fíklum ekki sýnt neitt umburðarlyndi. Bent hefur verið á að fíklar í Svíþjóð hafa það einna verst og lítið sé gert til að koma þeim aftur á fætur. Halldóra sagði augljóst hvaða áhrif stefnuleiðirnar sem farnar eru í málaflokknum hafa. Mikill munur sé til dæmis í málaflokknum í Svíþjóð og Portúgal. „Það er samt meira að segja þegar við höfum þessar sannanir fyrir frama okkur og við sjáum hvernig Svíar eru búnir að uppskera með þessari stefnu sinni. Það er samt erfitt fyrir fólk að komast að þessari niðurstöðu að þessi leið sé ekki að virka því þetta er svo mikið tilfinningamál hjá fólki. Við viljum ekki að börnin okkar séu að nota vímuefni, við viljum ekki að fólkið í umhverfi okkar, fólk sem okkur þykir vænt um sé að nota vímuefni,“ sagði Halldóra. „Þar af leiðandi höldum við á einhvern hátt að ef við segjum „nei, það má ekki“ að það muni bara leysa vandann. Við vitum það að það leysir ekki vandann og sérstaklega þegar við horfum á hvað fíkn er.“ Hún sagði að nýjar rannsóknir bendi til að vandamálið sé oft og tíðum ekki vímuefnin sjálf, það séu ekki þau sem skapi vandann heldur sé það undirliggjandi vandi. Vímuefnin séu leið sem aðilarnir noti til að flýja. „Við viljum aðstoða fólk við að tengjast aftur sjálfu sér, umhverfinu sínu og ástvinum sínum á heilbrigðan hátt svo þau geti hætt að nota þessi vímuefni.“ Víða hafa lög um fíkniefni tekið miklum breytingum þar með talið í Portúgal og Noregi. Skýrsla sem gefin var út af nefnd sem sett var saman í Noregi til að meta stefnur í málaflokknum kom út nýlega og sagði Halldóra að meðal þess sem kæmi fram í þeirri skýrslu væri hvatning til norskra stjórnvalda um að afglæpavæða neysluskammta fíkniefna og fjármagna meðferðarúrræði. Í Portúgal voru neysluskammtar afglæpavæddir og stórfé var sett í það að aðstoða fólk við að tengjast samfélaginu aftur og komast út á vinnumarkaðinn. Meðal annars greiðir ríkið helming launa fólks séu atvinnurekendur tilbúnir til að gefa þeim tækifæri og starfa hjá sér. „Það er risastór hluti velgengni þessarar leiðar hjá þeim í Portúgal. Við verðum líka að bjóða upp á þessa aðstoð og við verðum að fara að nálgast þennan málaflokk og þetta fólk sem á við fíknivanda að stríða sem einstaklinga sem við viljum aðstoða og veita umhyggju og styðja og styrkja mannréttindi þeirra. Við þurfum að fara af þessari braut að refsa fólki.“ Fíkn Alþingi Víglínan Tengdar fréttir Tímamótafrumvarp Svandísar um neyslurými nær fram að ganga Velferðarnefnd skilaði samdóma áliti um frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um neyslurými til annarrar umræðu á Alþingi í dag. Það þýðir að frumvarpið verður að lögum. 13. maí 2020 19:30 Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Fleiri fréttir Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sjá meira
„Við Íslendingar höfum ekki verið neitt gríðarlega dugleg eða hugrökk þegar kemur að svona stefnubreytingum. Við höfum oft verið að fylgja því hvað löndin í kring um okkur eru að gera,“ sagði Halldóra Mogensen formaður þingflokks Pírata í Víglínunni í gær þar sem hún ræddi frumvarp til laga um afglæpavæðingu vörslu neysluskammta vímuefna. Frumvarp til laga um neyslurými sem hefur fengið jákvæðan hljómgrunn inni á Alþingi en bent hefur verið á það að lögin um neyslurými, sem eru rými sem gerð eru til að tryggja þeim sem neyta fíkniefna í æð öruggt umhverfi, í sjálfu sér væru ekki örugg fyrir fólk með fíknivanda þar sem engin leið væri fyrir það að nýta sér rýmin án þess að gerast lögbrjótar. „Ég skynja að það er viðhorfsbreyting og eins og við vitum þá eru stjórnmálin alltaf dálítið lengi að taka við sér en þetta er að miklu leyti byggt á þingsályktunartillögu sem þingflokkur Pírata lagði fram og var samþykkt samróma, allir flokkar voru með 2014,“ sagði Halldóra. Halldóra sagði að í kjölfar tillögunnar hafi orðið breyting í umræðu um málaflokkinn og mikið farið að tala um skaðaminnkun og hvernig sé hægt að aðstoða fólk sem á við fíknivanda að stríða frekar en að hegna því. „Það hjálpar mjög mikið þegar þjóðir taka róttæk skref í þessa átt eins og Portúgal gerði á sínum tíma og önnur lönd í kring um okkur sem hafa verið að feta þessi skaðaminnkunarskref. Auðvitað hefur það áhrif á umræðuna sem hefur orðið á alþjóðavettvangi sem kemur svo til okkar,“ sagði Halldóra. Fíklum ekki sýnt neitt umburðarlyndi Halldóra segir augljóst að stefnuleiðin sem gildi í dag gangi ekki vel. Hin svokallaða „sænska leið“ var innleidd hér á landi á tíunda áratugnum og er fíklum ekki sýnt neitt umburðarlyndi. Bent hefur verið á að fíklar í Svíþjóð hafa það einna verst og lítið sé gert til að koma þeim aftur á fætur. Halldóra sagði augljóst hvaða áhrif stefnuleiðirnar sem farnar eru í málaflokknum hafa. Mikill munur sé til dæmis í málaflokknum í Svíþjóð og Portúgal. „Það er samt meira að segja þegar við höfum þessar sannanir fyrir frama okkur og við sjáum hvernig Svíar eru búnir að uppskera með þessari stefnu sinni. Það er samt erfitt fyrir fólk að komast að þessari niðurstöðu að þessi leið sé ekki að virka því þetta er svo mikið tilfinningamál hjá fólki. Við viljum ekki að börnin okkar séu að nota vímuefni, við viljum ekki að fólkið í umhverfi okkar, fólk sem okkur þykir vænt um sé að nota vímuefni,“ sagði Halldóra. „Þar af leiðandi höldum við á einhvern hátt að ef við segjum „nei, það má ekki“ að það muni bara leysa vandann. Við vitum það að það leysir ekki vandann og sérstaklega þegar við horfum á hvað fíkn er.“ Hún sagði að nýjar rannsóknir bendi til að vandamálið sé oft og tíðum ekki vímuefnin sjálf, það séu ekki þau sem skapi vandann heldur sé það undirliggjandi vandi. Vímuefnin séu leið sem aðilarnir noti til að flýja. „Við viljum aðstoða fólk við að tengjast aftur sjálfu sér, umhverfinu sínu og ástvinum sínum á heilbrigðan hátt svo þau geti hætt að nota þessi vímuefni.“ Víða hafa lög um fíkniefni tekið miklum breytingum þar með talið í Portúgal og Noregi. Skýrsla sem gefin var út af nefnd sem sett var saman í Noregi til að meta stefnur í málaflokknum kom út nýlega og sagði Halldóra að meðal þess sem kæmi fram í þeirri skýrslu væri hvatning til norskra stjórnvalda um að afglæpavæða neysluskammta fíkniefna og fjármagna meðferðarúrræði. Í Portúgal voru neysluskammtar afglæpavæddir og stórfé var sett í það að aðstoða fólk við að tengjast samfélaginu aftur og komast út á vinnumarkaðinn. Meðal annars greiðir ríkið helming launa fólks séu atvinnurekendur tilbúnir til að gefa þeim tækifæri og starfa hjá sér. „Það er risastór hluti velgengni þessarar leiðar hjá þeim í Portúgal. Við verðum líka að bjóða upp á þessa aðstoð og við verðum að fara að nálgast þennan málaflokk og þetta fólk sem á við fíknivanda að stríða sem einstaklinga sem við viljum aðstoða og veita umhyggju og styðja og styrkja mannréttindi þeirra. Við þurfum að fara af þessari braut að refsa fólki.“
Fíkn Alþingi Víglínan Tengdar fréttir Tímamótafrumvarp Svandísar um neyslurými nær fram að ganga Velferðarnefnd skilaði samdóma áliti um frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um neyslurými til annarrar umræðu á Alþingi í dag. Það þýðir að frumvarpið verður að lögum. 13. maí 2020 19:30 Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Fleiri fréttir Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sjá meira
Tímamótafrumvarp Svandísar um neyslurými nær fram að ganga Velferðarnefnd skilaði samdóma áliti um frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um neyslurými til annarrar umræðu á Alþingi í dag. Það þýðir að frumvarpið verður að lögum. 13. maí 2020 19:30
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent