Útbreiðsla kórónuveirunnar hafði áhrif á undirritun kjarasamninga Jóhann K. Jóhannsson skrifar 9. mars 2020 12:12 Árni Stefán Jónsson, formaður Sameykis. Vísir/Jóhann Formaður Sameykis segir að útbreiðsla kórónuveirunnar og það ástandi sem vofi yfir Íslandi vegna hennar hafi haft sitt að segja um að samninganefndum BSRB og ríki, Reykjavíkurborgar og sveitarfélaga tókst í nótt að aflýsa verkfalli um sextán þúsund félagsmanna BSRB, sem hófust eða áttu að hefjast á miðnætti. Nóttin var löng í húsakynnum ríkissáttasemjara en BSRB og aðildarfélög ásamt viðsemjendum hafa fundað stíft og nær sleitulaust alla helgina til þess að reyna að afstýra verkfalli. Skömmu fyrir miðnætti fór að draga til tíðinda og rétt áður en verkfall skall á var tilkynnt að einn kjarasamningur af nokkrum væri í höfn. Skömmu eftir miðnætti var svo verkfalli 7500 félagsmanna, af þeim sextán þúsund sem áttu að fara í verkfall aflýst, þegar kjarasamningur Bæjarstarfsmanna, utan Reykjavíkur var undirritaður. Samningarnir sem undirritaðir voru í nótt eru allir, heilt yfir, byggðir á sama grunninum. Það er lífskjarasamningnum þar sem lægstu laun eru hækkuð og vinnutímastytting dagvinnu- og vaktavinnufólks innleidd. „Það er stóri þátturinn í þessum kjarasamningi. BSRB lagði mikla áherslu á þetta og það hafðist,“ sagði Arna Jakobína Björnsdóttir, formaður Kjalar og formaður BSRB-nefndar Bæjarstarfsmannafélaganna. Hver kjarasamningurinn á fætur öðrum var svo undirritaður þegar leið á nóttina. Um þrjú leitið var tilkynnt að Sameyki og Reykjavíkurborg hefðu náð saman og um fimmleitið náði Sameyki samningi við ríkið. Þá voru kjarasamningar stærstu hópanna í höfn. Árni Stefán Jónsson, formaður Sameykis, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar um helgina að erfiðast hefði verið að nálgast ríkið í viðræðunum. „Við urðum að gera fleiri málamiðlanir með þeim en Reykjavíkurborg og Sambandi íslenskra sveitarfélaga,“ sagði Árni Stefán Jónsson, formaður Sameykis. Fannst ykkur í ljósi þess hvernig ástandið er í þjóðfélaginu að ykkur væri stillt upp við vegg? „Ég skal alveg viðurkenna það að við vorum auðvitað á leiðinni í verkfall. Við hefðum ekki gerast svona margar málamiðlanir ef að ástandið hefði ekki breyst svona á síðustu dögum, eins og það gerði. Við ætluðum að hafa baráttufund í dag en urðum að aflýsa honum og svo framvegis,“ sagði Árni Stefán. Þannig að útbreiðsla kórónuveirunnar hafði áhrif á gerð kjarasamninganna í nótt? „Ég get alveg viðurkennt það að við urðum að taka tillit til þess,“ sagði Árni Stefán. Skömmu fyrir klukkan átta í morgun var svo búið að ná kjarasamningum við öll aðildarfélög BSRB og því öllum boðuðum verkföllum aflýst. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB segir að starfsemi stofnanna ríkis og sveitarfélaga verði því óröskuð. „Það er auðvitað gleðilegt að það hafi ekki þurft að koma til lengri tíma í verkföllum heldur en þetta.“ Áttir þú von á því að kjarasamningar myndu nást í nótt? „Ég get ekki sagt það að ég hafi búist við því um kvöldmatarleytið í gær að þetta yrði niðurstaðan,“ sagði Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Kjaramál Verkföll 2020 Wuhan-veiran Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Sjá meira
Formaður Sameykis segir að útbreiðsla kórónuveirunnar og það ástandi sem vofi yfir Íslandi vegna hennar hafi haft sitt að segja um að samninganefndum BSRB og ríki, Reykjavíkurborgar og sveitarfélaga tókst í nótt að aflýsa verkfalli um sextán þúsund félagsmanna BSRB, sem hófust eða áttu að hefjast á miðnætti. Nóttin var löng í húsakynnum ríkissáttasemjara en BSRB og aðildarfélög ásamt viðsemjendum hafa fundað stíft og nær sleitulaust alla helgina til þess að reyna að afstýra verkfalli. Skömmu fyrir miðnætti fór að draga til tíðinda og rétt áður en verkfall skall á var tilkynnt að einn kjarasamningur af nokkrum væri í höfn. Skömmu eftir miðnætti var svo verkfalli 7500 félagsmanna, af þeim sextán þúsund sem áttu að fara í verkfall aflýst, þegar kjarasamningur Bæjarstarfsmanna, utan Reykjavíkur var undirritaður. Samningarnir sem undirritaðir voru í nótt eru allir, heilt yfir, byggðir á sama grunninum. Það er lífskjarasamningnum þar sem lægstu laun eru hækkuð og vinnutímastytting dagvinnu- og vaktavinnufólks innleidd. „Það er stóri þátturinn í þessum kjarasamningi. BSRB lagði mikla áherslu á þetta og það hafðist,“ sagði Arna Jakobína Björnsdóttir, formaður Kjalar og formaður BSRB-nefndar Bæjarstarfsmannafélaganna. Hver kjarasamningurinn á fætur öðrum var svo undirritaður þegar leið á nóttina. Um þrjú leitið var tilkynnt að Sameyki og Reykjavíkurborg hefðu náð saman og um fimmleitið náði Sameyki samningi við ríkið. Þá voru kjarasamningar stærstu hópanna í höfn. Árni Stefán Jónsson, formaður Sameykis, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar um helgina að erfiðast hefði verið að nálgast ríkið í viðræðunum. „Við urðum að gera fleiri málamiðlanir með þeim en Reykjavíkurborg og Sambandi íslenskra sveitarfélaga,“ sagði Árni Stefán Jónsson, formaður Sameykis. Fannst ykkur í ljósi þess hvernig ástandið er í þjóðfélaginu að ykkur væri stillt upp við vegg? „Ég skal alveg viðurkenna það að við vorum auðvitað á leiðinni í verkfall. Við hefðum ekki gerast svona margar málamiðlanir ef að ástandið hefði ekki breyst svona á síðustu dögum, eins og það gerði. Við ætluðum að hafa baráttufund í dag en urðum að aflýsa honum og svo framvegis,“ sagði Árni Stefán. Þannig að útbreiðsla kórónuveirunnar hafði áhrif á gerð kjarasamninganna í nótt? „Ég get alveg viðurkennt það að við urðum að taka tillit til þess,“ sagði Árni Stefán. Skömmu fyrir klukkan átta í morgun var svo búið að ná kjarasamningum við öll aðildarfélög BSRB og því öllum boðuðum verkföllum aflýst. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB segir að starfsemi stofnanna ríkis og sveitarfélaga verði því óröskuð. „Það er auðvitað gleðilegt að það hafi ekki þurft að koma til lengri tíma í verkföllum heldur en þetta.“ Áttir þú von á því að kjarasamningar myndu nást í nótt? „Ég get ekki sagt það að ég hafi búist við því um kvöldmatarleytið í gær að þetta yrði niðurstaðan,“ sagði Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Kjaramál Verkföll 2020 Wuhan-veiran Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Sjá meira