Ísland á meðal þjóða sem vilja óháða og alþjóðlega rannsókn á uppruna veirunnar og viðbrögðum við henni Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. maí 2020 12:24 Forstjóri Alþjóðaheilsbrigðismálastofnunarinnar hefur hafnað gagnrýni Bandaríkjaforseta um að hafa brugðist of seint við faraldri Kórónuveirunnar. Vísir/Getty Hundrað tuttugu og tvö aðildarríki Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar leggja til að uppruni og viðbrögð ríkja heims við kórónuveirunni verði rannsökuð. Ísland er á meðal þeirra landa sem kalla eftir rannsókn. Rafrænt ársþing stofnunarinnar hófst í morgun og mun standa yfir í tvo daga. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, tekur til máls á þinginu og ræðir um viðbrögð Íslendinga við veirunni. Þingið þykir ekki vanalega mikill fjölmiðlaviðburður, þótt vissulega sé fjallað um það í helstu fjölmiðlum heims, en í ár er það þrungið spennu og afar pólitískum undirtóni. Frá því farsóttin tók sig upp í kínversku borginni Wuhan í desembermánuði hafa 4,7 milljónir manna sýkst og um 315 þúsund látist. Yfirvöld í nokkrum ríkjum, einkum í Bandaríkjunum og Ástralíu, hafa beint spjótum sínum bæði að Kína og Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni. Gagnrýnin felst í því að ekki hafi verið brugðist nægilega vel við í upphafi, þegar hægt var að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu veirunnar. Bandaríkjaforseti hefur þá sakað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina um að hlífa kínverskum stjórnvöldum um of. Upphaflega lögðu áströlsk stjórnvöld til að viðbrögð stjórnvalda í Kína yrðu rannsökuð. Stjórnvöld í Kína brugðust ekki vel við gerðu alvarlegar athugasemdir við tillöguna. En nú þegar tillagan hefur hlotið aukinn stuðning í Alþjóðasamfélaginu er komið annað hljóð í strokkinn og hafa kínversk stjórnvöld sjálf jafnvel lagt nafn sitt við hana og sagt að tillagan sem 122 ríki heims hafa skrifað undir, sé allt annars eðlis og sú frá Áströlum. Ríkin hundrað tuttugu og tvö vilja hefja, sem allra fyrst, alþjóðlega og óháða rannsókn á viðbrögðum ríkja heims við farsóttinni. Mikilvægt sé að geta borið kennsl á uppruna hennar og mögulegt hlutverk hýsils í stökkbreytingu á veirunni. Utanríkismál Heilbrigðismál Bandaríkin Kína Ástralía Tengdar fréttir Hlutverk markaðarins í Wuhan ekki ljóst samkvæmt WHO Tiltekinn markaður í Wuhan í Kína spilaði einhverja rullu í upphafi heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar (Sars-CoV-2) í fyrra. Ekki liggur þó fyrir hvort veiran hafi færst úr dýrum yfir í menn þar eða hafi áður stökkbreyst svo hún gæti smitað menn þegar hún barst þangað. 8. maí 2020 12:58 Kórónuveiran „mesta árás“ á Bandaríkin í sögunni Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að kórónuveirufaraldurinn sem nú geisar sé versta árás sem Bandaríkin hafi orðið fyrir, verri en árás Japana á Pearl Harbour og verri en árásirnar 11. september 2001. 7. maí 2020 06:57 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn ætla til „Nýja Íslands“ Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Sjá meira
Hundrað tuttugu og tvö aðildarríki Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar leggja til að uppruni og viðbrögð ríkja heims við kórónuveirunni verði rannsökuð. Ísland er á meðal þeirra landa sem kalla eftir rannsókn. Rafrænt ársþing stofnunarinnar hófst í morgun og mun standa yfir í tvo daga. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, tekur til máls á þinginu og ræðir um viðbrögð Íslendinga við veirunni. Þingið þykir ekki vanalega mikill fjölmiðlaviðburður, þótt vissulega sé fjallað um það í helstu fjölmiðlum heims, en í ár er það þrungið spennu og afar pólitískum undirtóni. Frá því farsóttin tók sig upp í kínversku borginni Wuhan í desembermánuði hafa 4,7 milljónir manna sýkst og um 315 þúsund látist. Yfirvöld í nokkrum ríkjum, einkum í Bandaríkjunum og Ástralíu, hafa beint spjótum sínum bæði að Kína og Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni. Gagnrýnin felst í því að ekki hafi verið brugðist nægilega vel við í upphafi, þegar hægt var að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu veirunnar. Bandaríkjaforseti hefur þá sakað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina um að hlífa kínverskum stjórnvöldum um of. Upphaflega lögðu áströlsk stjórnvöld til að viðbrögð stjórnvalda í Kína yrðu rannsökuð. Stjórnvöld í Kína brugðust ekki vel við gerðu alvarlegar athugasemdir við tillöguna. En nú þegar tillagan hefur hlotið aukinn stuðning í Alþjóðasamfélaginu er komið annað hljóð í strokkinn og hafa kínversk stjórnvöld sjálf jafnvel lagt nafn sitt við hana og sagt að tillagan sem 122 ríki heims hafa skrifað undir, sé allt annars eðlis og sú frá Áströlum. Ríkin hundrað tuttugu og tvö vilja hefja, sem allra fyrst, alþjóðlega og óháða rannsókn á viðbrögðum ríkja heims við farsóttinni. Mikilvægt sé að geta borið kennsl á uppruna hennar og mögulegt hlutverk hýsils í stökkbreytingu á veirunni.
Utanríkismál Heilbrigðismál Bandaríkin Kína Ástralía Tengdar fréttir Hlutverk markaðarins í Wuhan ekki ljóst samkvæmt WHO Tiltekinn markaður í Wuhan í Kína spilaði einhverja rullu í upphafi heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar (Sars-CoV-2) í fyrra. Ekki liggur þó fyrir hvort veiran hafi færst úr dýrum yfir í menn þar eða hafi áður stökkbreyst svo hún gæti smitað menn þegar hún barst þangað. 8. maí 2020 12:58 Kórónuveiran „mesta árás“ á Bandaríkin í sögunni Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að kórónuveirufaraldurinn sem nú geisar sé versta árás sem Bandaríkin hafi orðið fyrir, verri en árás Japana á Pearl Harbour og verri en árásirnar 11. september 2001. 7. maí 2020 06:57 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn ætla til „Nýja Íslands“ Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Sjá meira
Hlutverk markaðarins í Wuhan ekki ljóst samkvæmt WHO Tiltekinn markaður í Wuhan í Kína spilaði einhverja rullu í upphafi heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar (Sars-CoV-2) í fyrra. Ekki liggur þó fyrir hvort veiran hafi færst úr dýrum yfir í menn þar eða hafi áður stökkbreyst svo hún gæti smitað menn þegar hún barst þangað. 8. maí 2020 12:58
Kórónuveiran „mesta árás“ á Bandaríkin í sögunni Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að kórónuveirufaraldurinn sem nú geisar sé versta árás sem Bandaríkin hafi orðið fyrir, verri en árás Japana á Pearl Harbour og verri en árásirnar 11. september 2001. 7. maí 2020 06:57