Merkel gefur eftir og samþykkir styrkveitingar Samúel Karl Ólason skrifar 18. maí 2020 23:41 Angela Merkel og Emmanuel Macron. EPA/ANDREAS GORA Emmanuel Macron, forseti Frakklands, og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, tilkynntu í kvöld að þau hefðu komist að samkomulagi um drög að 500 milljarða evra neyðarsjóð, sem nota á til að aðstoða þau ríki sem hafa orðið hvað verst úti vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Drögin fela í sér að öll 27 ríki Evrópusambandsins komi að sjóðinum og framkvæmdastjórnin dreifi úr honum með styrkjum. Með því hefur Merkel gefið eftir kröfur nágrannaríkja Þýskalands um að fjárhagsaðstoð vegna faraldursins komi í formi styrkja en ekki lána. Macron hefur einnig látið af kröfum sínum en hann hafði farið fram á að neyðarsjóðurinn yrði ein billjón evra. Miklar deilur hafa átt sér stað meðal aðildarríkja ESB að undanförnu varðandi sameiginlegar efnahagsaðgerðir. Að mestu hafa þær deilur snúist um það hvort neyðaraðstoð vegna faraldursins eigi að vera í formi lána eða styrkja. Ríkari ríki Evrópu hafa sett sig á móti því að aðstoðin verði í formi styrkja og hafa Þjóðverjar og Hollendingar verið í forsvari fyrir þann hóp. Sjá einnig: Framtíð ESB að veði í deilum um efnahagsleg viðbrögð Öll aðildarríki ESB þyrftu þó að samþykkja drögin og eins og bent er á í frétt Politico er óljóst að slík samstaða náist. Forsvarsmenn ríkja eins og Austurríkis, Hollands og Finnlands, hafa verið á móti styrkjum og munu líklega mótmæla tillögunum. Fyrr í dag tísti Sebastian Kurz, kanslari Austurríkis, eftir viðræður við ráðamenn í Danmörku, Hollandi og Svíþjóð. Hann sagði ríkisstjórn sína ekki hafa breytt stefnu sinni. Austurríki væri tilbúið til að aðstoða aðrar þjóðir ESB með lánum. Our position remains unchanged. We are ready to help most affected countries with loans. We expect the updated #MFF to reflect the new priorities rather than raising the ceiling.— Sebastian Kurz (@sebastiankurz) May 18, 2020 Það er þó ljóst að tilkynning Merkel og Macron þýðir að ákveðnum áfanga hafi verið náð. Í yfirlýsingu sagði Merkel mikilvægt að óvenjulegar aðstæður kalli eftir óvenjulegum aðgerðum. Macron sló á svipaða strengi og sagði aðstæðurnar fordæmalausar. „Veiran virðir ekki landamæri og hefur haft áhrif á alla Evrópu,“ sagði hann. Fyrr í þessum mánuði varaði framkvæmdastjórn ESB við því að útlit væri fyrir gífurlegan samdrátt í sambandinu. Sjá einnig: Vara við mesta samdrætti í sögu ESB Til stendur að leggja fram fullunnar tillögur að neyðarsjóðnum í næstu viku og verður það framkvæmdastjórnin sem gerir það. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnarinnar, ítrekaði í kvöld, samkvæmt frétt BBC, að vandi ESB væri mikill. Sá vandi er hvað mestur í sunnanverðri Evrópu og þá sérstaklega á Spáni og Ítalíu. Bæði ríkin hafa orðið harkalega fyrir barðinu á faraldrinum og sömuleiðis reiða bæði ríkin á ferðaþjónustu. Sá iðnaður er nú í miklum dvala og er óvíst hvenær hann kemst á skrið á nýjan leik. Einhverjir sérfræðingar segja að það verði í minnsta lagi þar til bóluefni við Covid-19 verður klárt. Evrópusambandið Frakkland Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, tilkynntu í kvöld að þau hefðu komist að samkomulagi um drög að 500 milljarða evra neyðarsjóð, sem nota á til að aðstoða þau ríki sem hafa orðið hvað verst úti vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Drögin fela í sér að öll 27 ríki Evrópusambandsins komi að sjóðinum og framkvæmdastjórnin dreifi úr honum með styrkjum. Með því hefur Merkel gefið eftir kröfur nágrannaríkja Þýskalands um að fjárhagsaðstoð vegna faraldursins komi í formi styrkja en ekki lána. Macron hefur einnig látið af kröfum sínum en hann hafði farið fram á að neyðarsjóðurinn yrði ein billjón evra. Miklar deilur hafa átt sér stað meðal aðildarríkja ESB að undanförnu varðandi sameiginlegar efnahagsaðgerðir. Að mestu hafa þær deilur snúist um það hvort neyðaraðstoð vegna faraldursins eigi að vera í formi lána eða styrkja. Ríkari ríki Evrópu hafa sett sig á móti því að aðstoðin verði í formi styrkja og hafa Þjóðverjar og Hollendingar verið í forsvari fyrir þann hóp. Sjá einnig: Framtíð ESB að veði í deilum um efnahagsleg viðbrögð Öll aðildarríki ESB þyrftu þó að samþykkja drögin og eins og bent er á í frétt Politico er óljóst að slík samstaða náist. Forsvarsmenn ríkja eins og Austurríkis, Hollands og Finnlands, hafa verið á móti styrkjum og munu líklega mótmæla tillögunum. Fyrr í dag tísti Sebastian Kurz, kanslari Austurríkis, eftir viðræður við ráðamenn í Danmörku, Hollandi og Svíþjóð. Hann sagði ríkisstjórn sína ekki hafa breytt stefnu sinni. Austurríki væri tilbúið til að aðstoða aðrar þjóðir ESB með lánum. Our position remains unchanged. We are ready to help most affected countries with loans. We expect the updated #MFF to reflect the new priorities rather than raising the ceiling.— Sebastian Kurz (@sebastiankurz) May 18, 2020 Það er þó ljóst að tilkynning Merkel og Macron þýðir að ákveðnum áfanga hafi verið náð. Í yfirlýsingu sagði Merkel mikilvægt að óvenjulegar aðstæður kalli eftir óvenjulegum aðgerðum. Macron sló á svipaða strengi og sagði aðstæðurnar fordæmalausar. „Veiran virðir ekki landamæri og hefur haft áhrif á alla Evrópu,“ sagði hann. Fyrr í þessum mánuði varaði framkvæmdastjórn ESB við því að útlit væri fyrir gífurlegan samdrátt í sambandinu. Sjá einnig: Vara við mesta samdrætti í sögu ESB Til stendur að leggja fram fullunnar tillögur að neyðarsjóðnum í næstu viku og verður það framkvæmdastjórnin sem gerir það. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnarinnar, ítrekaði í kvöld, samkvæmt frétt BBC, að vandi ESB væri mikill. Sá vandi er hvað mestur í sunnanverðri Evrópu og þá sérstaklega á Spáni og Ítalíu. Bæði ríkin hafa orðið harkalega fyrir barðinu á faraldrinum og sömuleiðis reiða bæði ríkin á ferðaþjónustu. Sá iðnaður er nú í miklum dvala og er óvíst hvenær hann kemst á skrið á nýjan leik. Einhverjir sérfræðingar segja að það verði í minnsta lagi þar til bóluefni við Covid-19 verður klárt.
Evrópusambandið Frakkland Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira