Umfang gróðurbrunans í Borgarfirði úr lofti: „Menn vel þreyttir eftir nóttina en mættir aftur til vinnu“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 19. maí 2020 11:58 Ekki er hægt að segja til um hvar gróðureldurinn kom upp í Norðurárdal. Vísir/Rolando Diaz Loftmyndir frá vettvangi gróðurbrunans í Norðurárdal í Borgarfirði í gærkvöldi og í nótt sýna umfang svæðisins þar sem eldarnir loguðu og slökkviliðsmenn börðust við í nótt. Svæðið þar sem eldurinn kom upp er nærri Paradísarlaut og fossinum Glanna, sem eru náttúruperlur við Bifröst. Slökkviliðsmenn frá Borgarbyggð, Akranesi og Suðurnesjum börðust við eldana í um tíu klukkustundir en auk þeirra aðstoðuðu björgunarsveitir og lögregla á vettvangi. Hátt í hundrað manns komu að aðgerðum. Eldurinn breiddist hratt út og varð mikið af kjarri og mosa eldi að bráð.Vísir/Rolando Diaz Slökkviliðsmenn mættir aftur í frágang eftir erfiða nótt Slökkvistarfi lauk formlega um sexleytið í morgun þegar síðustu slökkviliðmenn skiluðu sér í hús. Heiðar Örn Jónsson, varaslökkviliðsstjóri í Borgarbyggð, segir svæðið þar sem eldarnir loguðu stórt, um tíu til fimmtán hektarar. Slökkviliðsmenn hafi unnið í mjög erfiðu landslagi í hrauni. „Menn eru vel þreyttir en mættir aftur á stöðvarnar í lokafrágang. Ég er gríðarlega stoltur af mínum mönnum og þakklátur þeim sem aðstoðuðu okkur í nótt,“ segir Heiðar. Svæðið þar sem eldarnir loguðu í Norðurárdal eru á bilinu tíu til fimmtán hektarar.Vísir/Rolando Diaz Eins og sjá má er svæðið stórt þar sem að eldarnir loguðu. Hægra megin á myndinni má sjá þjóðveg 1, en þaðan unnu slökkviliðsmenn.Vísir/Rolando Diaz Um hundrað manns tóku þátt í aðgerðum í Norðurárdal í nótt.Vísir/Rolando Diaz Eldurinn breiddist hratt út og varð mikið af kjarri og mosa eldi að bráð.Vísir/Rolando Diaz Slökkvilið Borgarbyggð Tengdar fréttir Slökktu eldana í Borgarfirði í morgun Slökkvistarfi lauk í Norðurárdal í Borgarfirði á sjötta tímanum í morgun en á svæðinu hafði umfangsmikill gróðureldur logað síðan í gær. 19. maí 2020 07:11 Veðurspáin hjálpar ekki við slökkvistarf í Borgarfirði Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands er spáð gjólu fram á nótt í Norðurárdal í Borgarfirði en þegar líður á nóttina mun verða logn. Engri úrkomu er spáð á svæðinu til morguns en skúradempur, líkt og voru á höfuðborgarsvæðinu í kvöld, hefðu hjálpað slökkviliðsmönnum við slökkvistarf. 18. maí 2020 23:37 „Leiðindavinna í erfiðu landslagi“ Slökkvilið í Borgarnesi og slökkviliðsmenn á Akranesi hafa verið kallaðir út vegna elds í gróðri nærri Bifröst í Norðurárdalí Borgarfirði. 18. maí 2020 22:00 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Sjá meira
Loftmyndir frá vettvangi gróðurbrunans í Norðurárdal í Borgarfirði í gærkvöldi og í nótt sýna umfang svæðisins þar sem eldarnir loguðu og slökkviliðsmenn börðust við í nótt. Svæðið þar sem eldurinn kom upp er nærri Paradísarlaut og fossinum Glanna, sem eru náttúruperlur við Bifröst. Slökkviliðsmenn frá Borgarbyggð, Akranesi og Suðurnesjum börðust við eldana í um tíu klukkustundir en auk þeirra aðstoðuðu björgunarsveitir og lögregla á vettvangi. Hátt í hundrað manns komu að aðgerðum. Eldurinn breiddist hratt út og varð mikið af kjarri og mosa eldi að bráð.Vísir/Rolando Diaz Slökkviliðsmenn mættir aftur í frágang eftir erfiða nótt Slökkvistarfi lauk formlega um sexleytið í morgun þegar síðustu slökkviliðmenn skiluðu sér í hús. Heiðar Örn Jónsson, varaslökkviliðsstjóri í Borgarbyggð, segir svæðið þar sem eldarnir loguðu stórt, um tíu til fimmtán hektarar. Slökkviliðsmenn hafi unnið í mjög erfiðu landslagi í hrauni. „Menn eru vel þreyttir en mættir aftur á stöðvarnar í lokafrágang. Ég er gríðarlega stoltur af mínum mönnum og þakklátur þeim sem aðstoðuðu okkur í nótt,“ segir Heiðar. Svæðið þar sem eldarnir loguðu í Norðurárdal eru á bilinu tíu til fimmtán hektarar.Vísir/Rolando Diaz Eins og sjá má er svæðið stórt þar sem að eldarnir loguðu. Hægra megin á myndinni má sjá þjóðveg 1, en þaðan unnu slökkviliðsmenn.Vísir/Rolando Diaz Um hundrað manns tóku þátt í aðgerðum í Norðurárdal í nótt.Vísir/Rolando Diaz Eldurinn breiddist hratt út og varð mikið af kjarri og mosa eldi að bráð.Vísir/Rolando Diaz
Slökkvilið Borgarbyggð Tengdar fréttir Slökktu eldana í Borgarfirði í morgun Slökkvistarfi lauk í Norðurárdal í Borgarfirði á sjötta tímanum í morgun en á svæðinu hafði umfangsmikill gróðureldur logað síðan í gær. 19. maí 2020 07:11 Veðurspáin hjálpar ekki við slökkvistarf í Borgarfirði Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands er spáð gjólu fram á nótt í Norðurárdal í Borgarfirði en þegar líður á nóttina mun verða logn. Engri úrkomu er spáð á svæðinu til morguns en skúradempur, líkt og voru á höfuðborgarsvæðinu í kvöld, hefðu hjálpað slökkviliðsmönnum við slökkvistarf. 18. maí 2020 23:37 „Leiðindavinna í erfiðu landslagi“ Slökkvilið í Borgarnesi og slökkviliðsmenn á Akranesi hafa verið kallaðir út vegna elds í gróðri nærri Bifröst í Norðurárdalí Borgarfirði. 18. maí 2020 22:00 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Sjá meira
Slökktu eldana í Borgarfirði í morgun Slökkvistarfi lauk í Norðurárdal í Borgarfirði á sjötta tímanum í morgun en á svæðinu hafði umfangsmikill gróðureldur logað síðan í gær. 19. maí 2020 07:11
Veðurspáin hjálpar ekki við slökkvistarf í Borgarfirði Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands er spáð gjólu fram á nótt í Norðurárdal í Borgarfirði en þegar líður á nóttina mun verða logn. Engri úrkomu er spáð á svæðinu til morguns en skúradempur, líkt og voru á höfuðborgarsvæðinu í kvöld, hefðu hjálpað slökkviliðsmönnum við slökkvistarf. 18. maí 2020 23:37
„Leiðindavinna í erfiðu landslagi“ Slökkvilið í Borgarnesi og slökkviliðsmenn á Akranesi hafa verið kallaðir út vegna elds í gróðri nærri Bifröst í Norðurárdalí Borgarfirði. 18. maí 2020 22:00