Sagðist hafa fengið greitt fyrir að tala gegn þungunarrofi Kjartan Kjartansson skrifar 20. maí 2020 14:04 Norma McCorvey, þekkt sem Jane Roe í dómsmálinu fræga, á bæn með kristnum klerki í Kansas árið 2007. Vísir/EPA Konan sem Hæstiréttur Bandaríkjanna dæmdi að hefði rétt á þungunarrofi og lögleiddi þannig aðgerðina á 8. áratug síðustu aldar hélt því fram að hún hefði fengið greitt til að vinda kvæði sínu í kross og tala gegn þungunarrofi. Þetta kemur fram í nýrri heimildarmynd. Dómur Hæstaréttar Bandaríkjanna árið 1973 lögleiddi þungunarrof í landinu. Norma McCorvey, konan sem vann málið en var aðeins nafngreind sem Jane Roe í dómskjölum, vakti mikla athygli þegar hún lýsti sig andsnúna rétti kvenna til þungunarrofs árið 1995. McCorvey lést 69 ára að aldri árið 2017 en í myndefni sem birtist í heimildarmyndinni „AKA Jane Roe“ sést hún játa að kristin samtök hefðu greitt henni til þess að mótmæla þungunarrofi á sínum tíma. Viðtalið var tekið skömmu fyrir andlát McCorvey. „Ég var stóri fiskurinn. Ég held að þetta hafi verið gagnkvæmt. Ég tók við peningunum þeirra og þau settu mig fyrir framan myndavélarnar og sögðu mér hvað ég ætti að segja,“ segir McCorvey í viðtalinu og heldur því fram að um leikþátt hafi verið að ræða. „Ef ung kona vill fara í þungunarrof skiptir það mig ekki máli. Þess vegna kalla þeir þetta val,“ segir hún í því sem hún kallar „játningu á dánarbeði“. Mál McCorvey er þekkt sem Roe gegn Wade í Bandaríkjunum. Hún var 25 ára gömul einstæð móðir sem stefndi Henry Wade, dómsmálaráðherra Texas, vegna laga sem gerðu þungunarrof glæpsamlegt í ríkinu nema þegar líf móður var í hættu. McCorvey höfðaði málið þegar hún gekk með sitt þriðja barn og hélt því fram að henni hefði verið nauðgað. Henni var synjað um þungunarrof og fæddi barnið. Robert Schenck, einn af prestunum sem vann með McCorvey eftir að hún byrjaði að tala gegn þungunarrofi, viðurkennir í heimildarmyndinni að samtökin hafi greitt henni allt að hálfa milljón dollara. Breska ríkisútvarpið BBC segir að Schenck hafi birt bloggfærslu þar sem hann lýsti iðrun í vikunni. Heimildarmyndin hefði grætt hann og hvatti hann alla til þess að horfa á hana. Þungunarrof Bandaríkin Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Fleiri fréttir Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Sjá meira
Konan sem Hæstiréttur Bandaríkjanna dæmdi að hefði rétt á þungunarrofi og lögleiddi þannig aðgerðina á 8. áratug síðustu aldar hélt því fram að hún hefði fengið greitt til að vinda kvæði sínu í kross og tala gegn þungunarrofi. Þetta kemur fram í nýrri heimildarmynd. Dómur Hæstaréttar Bandaríkjanna árið 1973 lögleiddi þungunarrof í landinu. Norma McCorvey, konan sem vann málið en var aðeins nafngreind sem Jane Roe í dómskjölum, vakti mikla athygli þegar hún lýsti sig andsnúna rétti kvenna til þungunarrofs árið 1995. McCorvey lést 69 ára að aldri árið 2017 en í myndefni sem birtist í heimildarmyndinni „AKA Jane Roe“ sést hún játa að kristin samtök hefðu greitt henni til þess að mótmæla þungunarrofi á sínum tíma. Viðtalið var tekið skömmu fyrir andlát McCorvey. „Ég var stóri fiskurinn. Ég held að þetta hafi verið gagnkvæmt. Ég tók við peningunum þeirra og þau settu mig fyrir framan myndavélarnar og sögðu mér hvað ég ætti að segja,“ segir McCorvey í viðtalinu og heldur því fram að um leikþátt hafi verið að ræða. „Ef ung kona vill fara í þungunarrof skiptir það mig ekki máli. Þess vegna kalla þeir þetta val,“ segir hún í því sem hún kallar „játningu á dánarbeði“. Mál McCorvey er þekkt sem Roe gegn Wade í Bandaríkjunum. Hún var 25 ára gömul einstæð móðir sem stefndi Henry Wade, dómsmálaráðherra Texas, vegna laga sem gerðu þungunarrof glæpsamlegt í ríkinu nema þegar líf móður var í hættu. McCorvey höfðaði málið þegar hún gekk með sitt þriðja barn og hélt því fram að henni hefði verið nauðgað. Henni var synjað um þungunarrof og fæddi barnið. Robert Schenck, einn af prestunum sem vann með McCorvey eftir að hún byrjaði að tala gegn þungunarrofi, viðurkennir í heimildarmyndinni að samtökin hafi greitt henni allt að hálfa milljón dollara. Breska ríkisútvarpið BBC segir að Schenck hafi birt bloggfærslu þar sem hann lýsti iðrun í vikunni. Heimildarmyndin hefði grætt hann og hvatti hann alla til þess að horfa á hana.
Þungunarrof Bandaríkin Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Fleiri fréttir Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Sjá meira