Kársnesskóla lokað vegna verkfalls Hrund Þórsdóttir skrifar 11. mars 2020 12:17 Björg Baldursdóttir, skólastjóri Kársnesskóla, var við þrif á matsal skólans nú í hádeginu. Kennsla verður felld niður í Kársnesskóla á morgun vegna verkfalls Eflingar og verður skólinn lokaður þar til samningar hafa náðst. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Björg Baldursdóttir skólastjóri, sendi foreldrum barna í skólanum. Skólaliðar í Eflingu sjá um ræstingu í Kársnesskóla og hefur verkfall þeirra staðið yfir síðan á hádegi á mánudaginn. Segir í tilkynningunni að nú sé svo komið að þrif í skólanum séu að verða ófullnægjandi og því verði að grípa til lokunar. Frístundin og félagsmiðstöðin verða einnig lokaðar meðan á þessu stendur en nemendur í níunda bekk munu eftir sem áður taka samræmd próf á morgun. Í tilkynningunni kemur fram að skólastjóri muni sjá til þess að húsnæðið verði ræst á fullnægjandi hátt til próftökunnar og þegar náðist í Björgu nú fyrir skömmu var hún einmitt í miðjum þrifum á matsal skólans. "Það er auðvitað óöryggi í öllum" „Fólk er ótrúlega skilningsríkt og veit að við leikum okkur ekki að þessu,“ segir Björg. „Við héldum skólanum opnum og gerum það út daginn í dag en þetta gengur ekki svona lengur. Með kórónuveirufaraldurinn í gangi ofan á allt saman er illmögulegt að halda skólanum opnum lengur. Fólk tekur þessu vel en það er auðvitað óöryggi í öllum vegna faraldursins, ekki bara vegna verkfallanna.“ Björg segir börnin verða send heim með námsgögn og að foreldrar muni fá skilaboð frá kennurum svo hægt verði að halda uppi einhvers konar námi heima við. „Svo börnin geti viðhaldið lestrinum svo dæmi sé tekið,“ segir Björg. Hún minnir á að þegar verkfalli ljúki þurfi að gefa skólaliðum tíma til að ræsta skólann. „Tilkynningar um opnun skólans verða sendar út um leið og samningar nást og við vonum bara að það verði sem fyrst.“ Hér má sjá tilkynninguna í heild sinni: Frá skólastjóra Kársnesskóla til foreldra. Ágætu foreldrar Eins og upplýst hefur verið um sjá skólaliðar í Eflingu um ræstingu í skólanum. Verkfall þeirra hefur nú staðið yfir síðan á hádegi á mánudag og nú er svo komið að þrif í skólanum eru að verða ófullnægjandi. Því hefur verið tekin ákvörðun um að fella niður kennslu í skólanum á morgun fimmtudag og þar til samningar nást. Nemendur í 9. bekk munu eftir sem áður taka samræmd próf á morgun fimmtudag og mun skólastjóri sjá til þess að húsnæðið verði ræst á fullnægjandi hátt til próftöku. Frístundin og félagsmiðstöðin verður jafnframt lokuð meðan á þessu stendur. Ljóst er að gefa þarf skólaliðum tíma til að ræsta skólann þegar verkfalli lýkur svo tilkynningar um opnun skólans aftur berast ykkur um leið og samningar hafa náðst. Frístund verður opin út daginn í dag en ef foreldrar hafa tök á er mælst til þess að foreldrar sæki börnin sín fyrr og láti þá Vinahól vita ef þið sækið þau beint úr skólanum. Svo vonumst við til að verkfall leysist sem allra fyrst. Verkföll 2020 Skóla - og menntamál Kópavogur Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Fleiri fréttir Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa Sjá meira
Kennsla verður felld niður í Kársnesskóla á morgun vegna verkfalls Eflingar og verður skólinn lokaður þar til samningar hafa náðst. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Björg Baldursdóttir skólastjóri, sendi foreldrum barna í skólanum. Skólaliðar í Eflingu sjá um ræstingu í Kársnesskóla og hefur verkfall þeirra staðið yfir síðan á hádegi á mánudaginn. Segir í tilkynningunni að nú sé svo komið að þrif í skólanum séu að verða ófullnægjandi og því verði að grípa til lokunar. Frístundin og félagsmiðstöðin verða einnig lokaðar meðan á þessu stendur en nemendur í níunda bekk munu eftir sem áður taka samræmd próf á morgun. Í tilkynningunni kemur fram að skólastjóri muni sjá til þess að húsnæðið verði ræst á fullnægjandi hátt til próftökunnar og þegar náðist í Björgu nú fyrir skömmu var hún einmitt í miðjum þrifum á matsal skólans. "Það er auðvitað óöryggi í öllum" „Fólk er ótrúlega skilningsríkt og veit að við leikum okkur ekki að þessu,“ segir Björg. „Við héldum skólanum opnum og gerum það út daginn í dag en þetta gengur ekki svona lengur. Með kórónuveirufaraldurinn í gangi ofan á allt saman er illmögulegt að halda skólanum opnum lengur. Fólk tekur þessu vel en það er auðvitað óöryggi í öllum vegna faraldursins, ekki bara vegna verkfallanna.“ Björg segir börnin verða send heim með námsgögn og að foreldrar muni fá skilaboð frá kennurum svo hægt verði að halda uppi einhvers konar námi heima við. „Svo börnin geti viðhaldið lestrinum svo dæmi sé tekið,“ segir Björg. Hún minnir á að þegar verkfalli ljúki þurfi að gefa skólaliðum tíma til að ræsta skólann. „Tilkynningar um opnun skólans verða sendar út um leið og samningar nást og við vonum bara að það verði sem fyrst.“ Hér má sjá tilkynninguna í heild sinni: Frá skólastjóra Kársnesskóla til foreldra. Ágætu foreldrar Eins og upplýst hefur verið um sjá skólaliðar í Eflingu um ræstingu í skólanum. Verkfall þeirra hefur nú staðið yfir síðan á hádegi á mánudag og nú er svo komið að þrif í skólanum eru að verða ófullnægjandi. Því hefur verið tekin ákvörðun um að fella niður kennslu í skólanum á morgun fimmtudag og þar til samningar nást. Nemendur í 9. bekk munu eftir sem áður taka samræmd próf á morgun fimmtudag og mun skólastjóri sjá til þess að húsnæðið verði ræst á fullnægjandi hátt til próftöku. Frístundin og félagsmiðstöðin verður jafnframt lokuð meðan á þessu stendur. Ljóst er að gefa þarf skólaliðum tíma til að ræsta skólann þegar verkfalli lýkur svo tilkynningar um opnun skólans aftur berast ykkur um leið og samningar hafa náðst. Frístund verður opin út daginn í dag en ef foreldrar hafa tök á er mælst til þess að foreldrar sæki börnin sín fyrr og láti þá Vinahól vita ef þið sækið þau beint úr skólanum. Svo vonumst við til að verkfall leysist sem allra fyrst.
Verkföll 2020 Skóla - og menntamál Kópavogur Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Fleiri fréttir Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa Sjá meira