„V-in“ þrjú hafa þyngt róðurinn en það er mikilvægt að við stöndum saman Rakel Sveinsdóttir skrifar 12. mars 2020 09:00 Pfaff hefur farið í gegnum tímanna tvenna á þeim 90 árum sem fyrirtækið hefur verið rekið af sömu fjölskyldunni. Margrét Kristmannsdóttir framkvæmdastjóri Pfaff og varaformaður Viðskiptaráðs Íslands hvetur stjórnvöld og atvinnulífið til að tala meira saman. Margrét Kristmannsdóttir hvetur stjórnvöld til að eiga virkara samtal við atvinnulífið því þar veit fólk hver staðan er dag frá degi. Það geti verið skynsamlegt að stjórnvöld og atvinnulífið myndi aðgerðahópa þar sem aðilar snúi bökum saman og standi saman að því að koma atvinnulífinu í gegnum það ástand sem nú ríkir. Hún segir mikilvægt að við höldum haus og séum meðvituð um að enginn hafi öll svör við ástandinu sem við blasi. Með sínu starfsfólki, fór Margréti yfir „V-in“ þrjú sem öll hafa haft gríðarlega mikil áhrif á rekstur í vetur. En eins og alltaf, mun birta upp um síðir. Pfaff fagnaði 90 ára afmæli sínu í fyrra og því er óhætt að segja að verslunin hafi farið í gegnum tímanna tvenna. Pfaff hefur verið í eigu sömu fjölskyldunnar frá upphafi og því ekki úr vegi að heyra hvernig Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff og varaformaður í Viðskiptaráði Íslands er að meta stöðuna. Hvetur stjórnvöld og atvinnulíf til að tala meira saman Aðspurð um hvernig henni lítist á aðgerðarpakka stjórnvalda sem kynntur var til sögunnar fyrir atvinnulífið segir Margrét „Það er skiljanlegt að stjórnvöld einblíni fyrst á ferðaþjónustuna enda má segja að það sé sú atvinnugrein sem sé hálfpartinn í „frjálsu falli“ og þar verður að grípa strax inn í,“ segir Margrét en bætir við „Hins vegar finnst mér aðgerðarpakkinn bera þess merki að stjórnvöld hafa ekki öll svörin, sem er ekkert undarlegt því ekkert okkar hefur farið í gegnum svona tíma.“ Margrét hvetur stjórnvöld til að eiga virkara samtal við atvinnulífið því óvissan er mikil. „Þess vegna vil ég brýna þau til samstarfs við aðila vinnumarkaðarins. Við atvinnurekendur erum að upplifa á hverjum degi afleiðingar af stöðunni, við vitum hvar skóinn kreppir og hvernig við sjáum að best væri að haga stöðunni til að tryggja að sem flestir komi standandi út úr þessum aðstæðum,“ segir Margrét. Að hennar mati ættu fleiri hópar að gera slíkt hið sama. „Ólíkar atvinnugreinar þurfa ólíkar lausnir en nú þurfum við að snúa bökum saman, mynda vinnuhópa, fá sem flestar hugmyndir upp á borðið og vinna okkur skref fyrir skref í gegnum þetta.“ Sóttkví getur auðveldlega endað með lokun en… Fjölmörg fyrirtæki hafa gripið til þess ráðs að biðja starfsfólk um að vinna í fjarvinnu að heiman, ýmist vegna sóttkvía eða sem hluta af aðgerðaráætlun til að forðast fjöldaforföll. Fyrir verslunareigendur er þetta ekki til staðar, eða hvað? „Verslunin er því miður mjög viðkvæm fyrir því ef vinnustaður verður settur í sóttkví og það gæti auðveldlega þýtt lokun fyrirtækisins í tvær vikur með tilheyrandi tekjufalli,“ segir Margrét. „Þess vegna er það svo brýnt að verslunareigendur gera allt til að tryggja að sú staða komi ekki upp með því að fara í einu og öllu eftir forvörnum yfirvalda,“ bætir hún við. Margrét bendir verslunum hins vegar á að nýta sér tæknina. „Hins vegar búum við á starfrænum tímum þar sem verslunum er í dag að berast mikið af viðskiptum í gegnum vefverslun en þá er spurning hvernig versluninni verði gert kleift að koma þeim vörum til viðskiptavina. Það gæti skipt miklu máli fyrir verslunina að leita verði allra leiða að halda þeim viðskiptum gangandi ef fyrirtækinu verður gert að loka sjálfum verslunum sínum,“ segir Margrét. ,,V-in þrjú“ hafa þyngt róðurinn en… Margrét segir að hljóðið í verslunareigendum sé frekar þungt en það hafi reyndar verið svo frá um áramótin. Fleiri þættir en kórónaveiran hefur haft áhrif. „Ég talaði um „V-in“ þrjú á starfsmannafundi með mínum fólki í vikunni. Þar sagði ég að fyrsta V-ið sem hefði haft áhrif á okkur væri veðrið sem hefur verið hundleiðinlegt frá áramótum og gert okkur erfitt fyrir. Síðan tók við V númer tvö sem eru verkföllin sem hafa ekki beint ýtt við neytendum og komið illa niður á versluninni. Þriðja V-ið er síðan veiran sem er náttúrulega að hafa geigvænlega áhrif sem enginn sér fyrir endann á.“ En það dugir auðvitað ekki að leggja árar í bát og því er Margrét fljót að bæta við enn einu V-inu. „En til að ljúka þessu á jákvæðum nótum má bæta við fjórða V-inu sem er vorið því við vitum að alltaf birtir upp um síðir og það er kannski það sem við verðum að horfa til akkúrat núna. Það skiptir gríðarlegu máli að við höldum haus, missum okkur ekki í panikk, gerum eins vel og við getum. Vitandi það að við munum komast í gegnum þessa erfiðleika sem þjóð.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stjórnun Verslun Vinnumarkaður Tengdar fréttir Teymisvinna í fjarvinnu: Tíu góð ráð fyrir stjórnendur Nú þegar æ fleiri starfa heiman frá sér í fjarvinnu er ekki úr vegi að fara yfir þau atriði sem stjórnendur þurfa að huga að þannig að fjarvinnan gangi sem best fyrir sig. 11. mars 2020 09:50 Kórónuveiran: 5 atriða aðgerðarplan fyrir stjórnendur Til að draga úr mögulegum áhrifum kórónuveirunnar er mikilvægt að fyrirtæki og stofnanir undirbúi sig vel með aðgerðarplani. 9. mars 2020 09:00 Góð ráð fyrir vinnustaði og starfsfólk: Tökum Daða-dansinn, sýnum þrautseigju og samhug Í könnun sem gerð var í Bandaríkjunum sögðu 80% svarenda að neikvæðar fréttir ættu stóran þátt í því að vekja með þeim áhyggjur og streitu. Ingrid Kuhlman gefur vinnustöðum og starfsfólki góð ráð til að takast á við fréttaástandið eins og það er nú. 5. mars 2020 09:00 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna Sjá meira
Margrét Kristmannsdóttir hvetur stjórnvöld til að eiga virkara samtal við atvinnulífið því þar veit fólk hver staðan er dag frá degi. Það geti verið skynsamlegt að stjórnvöld og atvinnulífið myndi aðgerðahópa þar sem aðilar snúi bökum saman og standi saman að því að koma atvinnulífinu í gegnum það ástand sem nú ríkir. Hún segir mikilvægt að við höldum haus og séum meðvituð um að enginn hafi öll svör við ástandinu sem við blasi. Með sínu starfsfólki, fór Margréti yfir „V-in“ þrjú sem öll hafa haft gríðarlega mikil áhrif á rekstur í vetur. En eins og alltaf, mun birta upp um síðir. Pfaff fagnaði 90 ára afmæli sínu í fyrra og því er óhætt að segja að verslunin hafi farið í gegnum tímanna tvenna. Pfaff hefur verið í eigu sömu fjölskyldunnar frá upphafi og því ekki úr vegi að heyra hvernig Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff og varaformaður í Viðskiptaráði Íslands er að meta stöðuna. Hvetur stjórnvöld og atvinnulíf til að tala meira saman Aðspurð um hvernig henni lítist á aðgerðarpakka stjórnvalda sem kynntur var til sögunnar fyrir atvinnulífið segir Margrét „Það er skiljanlegt að stjórnvöld einblíni fyrst á ferðaþjónustuna enda má segja að það sé sú atvinnugrein sem sé hálfpartinn í „frjálsu falli“ og þar verður að grípa strax inn í,“ segir Margrét en bætir við „Hins vegar finnst mér aðgerðarpakkinn bera þess merki að stjórnvöld hafa ekki öll svörin, sem er ekkert undarlegt því ekkert okkar hefur farið í gegnum svona tíma.“ Margrét hvetur stjórnvöld til að eiga virkara samtal við atvinnulífið því óvissan er mikil. „Þess vegna vil ég brýna þau til samstarfs við aðila vinnumarkaðarins. Við atvinnurekendur erum að upplifa á hverjum degi afleiðingar af stöðunni, við vitum hvar skóinn kreppir og hvernig við sjáum að best væri að haga stöðunni til að tryggja að sem flestir komi standandi út úr þessum aðstæðum,“ segir Margrét. Að hennar mati ættu fleiri hópar að gera slíkt hið sama. „Ólíkar atvinnugreinar þurfa ólíkar lausnir en nú þurfum við að snúa bökum saman, mynda vinnuhópa, fá sem flestar hugmyndir upp á borðið og vinna okkur skref fyrir skref í gegnum þetta.“ Sóttkví getur auðveldlega endað með lokun en… Fjölmörg fyrirtæki hafa gripið til þess ráðs að biðja starfsfólk um að vinna í fjarvinnu að heiman, ýmist vegna sóttkvía eða sem hluta af aðgerðaráætlun til að forðast fjöldaforföll. Fyrir verslunareigendur er þetta ekki til staðar, eða hvað? „Verslunin er því miður mjög viðkvæm fyrir því ef vinnustaður verður settur í sóttkví og það gæti auðveldlega þýtt lokun fyrirtækisins í tvær vikur með tilheyrandi tekjufalli,“ segir Margrét. „Þess vegna er það svo brýnt að verslunareigendur gera allt til að tryggja að sú staða komi ekki upp með því að fara í einu og öllu eftir forvörnum yfirvalda,“ bætir hún við. Margrét bendir verslunum hins vegar á að nýta sér tæknina. „Hins vegar búum við á starfrænum tímum þar sem verslunum er í dag að berast mikið af viðskiptum í gegnum vefverslun en þá er spurning hvernig versluninni verði gert kleift að koma þeim vörum til viðskiptavina. Það gæti skipt miklu máli fyrir verslunina að leita verði allra leiða að halda þeim viðskiptum gangandi ef fyrirtækinu verður gert að loka sjálfum verslunum sínum,“ segir Margrét. ,,V-in þrjú“ hafa þyngt róðurinn en… Margrét segir að hljóðið í verslunareigendum sé frekar þungt en það hafi reyndar verið svo frá um áramótin. Fleiri þættir en kórónaveiran hefur haft áhrif. „Ég talaði um „V-in“ þrjú á starfsmannafundi með mínum fólki í vikunni. Þar sagði ég að fyrsta V-ið sem hefði haft áhrif á okkur væri veðrið sem hefur verið hundleiðinlegt frá áramótum og gert okkur erfitt fyrir. Síðan tók við V númer tvö sem eru verkföllin sem hafa ekki beint ýtt við neytendum og komið illa niður á versluninni. Þriðja V-ið er síðan veiran sem er náttúrulega að hafa geigvænlega áhrif sem enginn sér fyrir endann á.“ En það dugir auðvitað ekki að leggja árar í bát og því er Margrét fljót að bæta við enn einu V-inu. „En til að ljúka þessu á jákvæðum nótum má bæta við fjórða V-inu sem er vorið því við vitum að alltaf birtir upp um síðir og það er kannski það sem við verðum að horfa til akkúrat núna. Það skiptir gríðarlegu máli að við höldum haus, missum okkur ekki í panikk, gerum eins vel og við getum. Vitandi það að við munum komast í gegnum þessa erfiðleika sem þjóð.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stjórnun Verslun Vinnumarkaður Tengdar fréttir Teymisvinna í fjarvinnu: Tíu góð ráð fyrir stjórnendur Nú þegar æ fleiri starfa heiman frá sér í fjarvinnu er ekki úr vegi að fara yfir þau atriði sem stjórnendur þurfa að huga að þannig að fjarvinnan gangi sem best fyrir sig. 11. mars 2020 09:50 Kórónuveiran: 5 atriða aðgerðarplan fyrir stjórnendur Til að draga úr mögulegum áhrifum kórónuveirunnar er mikilvægt að fyrirtæki og stofnanir undirbúi sig vel með aðgerðarplani. 9. mars 2020 09:00 Góð ráð fyrir vinnustaði og starfsfólk: Tökum Daða-dansinn, sýnum þrautseigju og samhug Í könnun sem gerð var í Bandaríkjunum sögðu 80% svarenda að neikvæðar fréttir ættu stóran þátt í því að vekja með þeim áhyggjur og streitu. Ingrid Kuhlman gefur vinnustöðum og starfsfólki góð ráð til að takast á við fréttaástandið eins og það er nú. 5. mars 2020 09:00 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna Sjá meira
Teymisvinna í fjarvinnu: Tíu góð ráð fyrir stjórnendur Nú þegar æ fleiri starfa heiman frá sér í fjarvinnu er ekki úr vegi að fara yfir þau atriði sem stjórnendur þurfa að huga að þannig að fjarvinnan gangi sem best fyrir sig. 11. mars 2020 09:50
Kórónuveiran: 5 atriða aðgerðarplan fyrir stjórnendur Til að draga úr mögulegum áhrifum kórónuveirunnar er mikilvægt að fyrirtæki og stofnanir undirbúi sig vel með aðgerðarplani. 9. mars 2020 09:00
Góð ráð fyrir vinnustaði og starfsfólk: Tökum Daða-dansinn, sýnum þrautseigju og samhug Í könnun sem gerð var í Bandaríkjunum sögðu 80% svarenda að neikvæðar fréttir ættu stóran þátt í því að vekja með þeim áhyggjur og streitu. Ingrid Kuhlman gefur vinnustöðum og starfsfólki góð ráð til að takast á við fréttaástandið eins og það er nú. 5. mars 2020 09:00