Ísland fær mikið fyrir peninginn þegar borskipið kemur að bora Kristján Már Unnarsson skrifar 22. maí 2020 09:38 Borskipið Joides Resolution. Skipið er á vegum The International Ocean Discovery Program (IODP) en rekstur þess er kostaður af 23 þátttökuþjóðum. Mynd/IODP, William Crawford. Tveir alþjóðaleiðangrar á borskipi, sem nú eru í undirbúningi, gætu orðið einhverjir dýrustu vísindaleiðangrar í sögu rannsókna við Ísland. Til stóð að borskipið kæmi til Reykjavíkur í næsta mánuði, og héldi síðan til borana á Reykjaneshrygg, en núna er ljóst að kórónufaraldurinn raskar tímaáætlun skipsins. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Áætlaðir borstaðir á Reykjaneshrygg.Kort/IODP. Borskipið Joides Resolution var upphaflega smíðað til olíuleitar en hefur undanfarin 35 ár þjónað sem rannsóknarskip fjölþjóðlegs vísindasamstarfs á sviði hafsbotnsrannsókna, The International Ocean Discovery Program, IODP, en rekstur þess er kostaður af 23 þátttökuþjóðum. Á dagskrá skipsins í sumar er tveggja mánaða leiðangur á Reykjaneshrygg, sem Háskóli Íslands tekur þátt í undir forystu Bryndísar Brandsdóttur, með vísindamenn margra þjóða borð. „Bæði frá Bandaríkjunum og Evrópuþjóðum. Og einnig koma vísindamenn frá Kína og Japan. Og skipið á að vera hér í Reykjavík 26. júní,“ segir Bryndís en áætlunin gerði ráð fyrir að leiðangurinn stæði til 26. ágúst. En núna er orðið ljóst að kórónufaraldurinn frestar leiðangrinum um óákveðinn tíma en markmiðið er að bora sjö rannsóknarholur í Reykjaneshrygg. Að sögn Bryndísar á að rannsaka bergfræðina 30 milljón ár aftur í tímann, setlagamyndun og þróun jarðhita, þó utan lögsögu Íslands. Bryndís Brandsdóttir, jarðeðlisfræðingur við Háskóla Íslands, kemur að borverkefninu á Reykjaneshrygg fyrir Íslands hönd.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „En þetta er líka pólitískt mál vegna þess að á þessu svæði hafa bæði Ísland, Færeyjar, - eða Danmörk með Færeyjum, - Írar og Bretar gert kröfu um lögsöguréttindi,“ segir Bryndís. En það er einnig stefnt á næstu árum að leiðangri á Jan Mayen-hrygginn, sem ÍSOR og Háskóli Íslands undirbúa og yrði undir forystu Íslendinga. „Við ætlum að reyna að fara 50 milljón ár aftur í tímann þar og skoða uppbyggingu jarðskorpunnar við Jan Mayen og skoða hvernig Jan Mayen klofnaði frá Grænlandi fyrir um 30 milljónum ára.“ -Gætum við fengið einhver ný svör um uppruna Íslands? „Já, ég myndi alveg veðja á það,“ svarar Bryndís. Hver dagur á svona skipi kostar milli 25 og 40 milljónir króna, samkvæmt upplýsingum IODP. Miðað við kannski 120 daga úthald alls á hryggina tvo gætu þetta orðið einhverjir dýrustu vísindaleiðangrar í sögu rannnsókna við Ísland, og kostnaður hlaupið á bilinu þrír til fimm milljarðar króna. „En ég held að þetta hafi verið nokkrar milljónir sem við þurftum að borga á hverju ári, sem er nú ekki mikið miðað við hvað þetta kostar allt saman. En ég veit að Ísland, - við Íslendingar fáum mikið fyrir peninginn,“ segir Bryndís Brandsdóttir, jarðeðlisfræðingur við Háskóla Íslands. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Vísindi Eldgos og jarðhræringar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Nýsköpun Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fleiri fréttir Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sjá meira
Tveir alþjóðaleiðangrar á borskipi, sem nú eru í undirbúningi, gætu orðið einhverjir dýrustu vísindaleiðangrar í sögu rannsókna við Ísland. Til stóð að borskipið kæmi til Reykjavíkur í næsta mánuði, og héldi síðan til borana á Reykjaneshrygg, en núna er ljóst að kórónufaraldurinn raskar tímaáætlun skipsins. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Áætlaðir borstaðir á Reykjaneshrygg.Kort/IODP. Borskipið Joides Resolution var upphaflega smíðað til olíuleitar en hefur undanfarin 35 ár þjónað sem rannsóknarskip fjölþjóðlegs vísindasamstarfs á sviði hafsbotnsrannsókna, The International Ocean Discovery Program, IODP, en rekstur þess er kostaður af 23 þátttökuþjóðum. Á dagskrá skipsins í sumar er tveggja mánaða leiðangur á Reykjaneshrygg, sem Háskóli Íslands tekur þátt í undir forystu Bryndísar Brandsdóttur, með vísindamenn margra þjóða borð. „Bæði frá Bandaríkjunum og Evrópuþjóðum. Og einnig koma vísindamenn frá Kína og Japan. Og skipið á að vera hér í Reykjavík 26. júní,“ segir Bryndís en áætlunin gerði ráð fyrir að leiðangurinn stæði til 26. ágúst. En núna er orðið ljóst að kórónufaraldurinn frestar leiðangrinum um óákveðinn tíma en markmiðið er að bora sjö rannsóknarholur í Reykjaneshrygg. Að sögn Bryndísar á að rannsaka bergfræðina 30 milljón ár aftur í tímann, setlagamyndun og þróun jarðhita, þó utan lögsögu Íslands. Bryndís Brandsdóttir, jarðeðlisfræðingur við Háskóla Íslands, kemur að borverkefninu á Reykjaneshrygg fyrir Íslands hönd.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „En þetta er líka pólitískt mál vegna þess að á þessu svæði hafa bæði Ísland, Færeyjar, - eða Danmörk með Færeyjum, - Írar og Bretar gert kröfu um lögsöguréttindi,“ segir Bryndís. En það er einnig stefnt á næstu árum að leiðangri á Jan Mayen-hrygginn, sem ÍSOR og Háskóli Íslands undirbúa og yrði undir forystu Íslendinga. „Við ætlum að reyna að fara 50 milljón ár aftur í tímann þar og skoða uppbyggingu jarðskorpunnar við Jan Mayen og skoða hvernig Jan Mayen klofnaði frá Grænlandi fyrir um 30 milljónum ára.“ -Gætum við fengið einhver ný svör um uppruna Íslands? „Já, ég myndi alveg veðja á það,“ svarar Bryndís. Hver dagur á svona skipi kostar milli 25 og 40 milljónir króna, samkvæmt upplýsingum IODP. Miðað við kannski 120 daga úthald alls á hryggina tvo gætu þetta orðið einhverjir dýrustu vísindaleiðangrar í sögu rannnsókna við Ísland, og kostnaður hlaupið á bilinu þrír til fimm milljarðar króna. „En ég held að þetta hafi verið nokkrar milljónir sem við þurftum að borga á hverju ári, sem er nú ekki mikið miðað við hvað þetta kostar allt saman. En ég veit að Ísland, - við Íslendingar fáum mikið fyrir peninginn,“ segir Bryndís Brandsdóttir, jarðeðlisfræðingur við Háskóla Íslands. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Vísindi Eldgos og jarðhræringar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Nýsköpun Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fleiri fréttir Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sjá meira