Ísland fær mikið fyrir peninginn þegar borskipið kemur að bora Kristján Már Unnarsson skrifar 22. maí 2020 09:38 Borskipið Joides Resolution. Skipið er á vegum The International Ocean Discovery Program (IODP) en rekstur þess er kostaður af 23 þátttökuþjóðum. Mynd/IODP, William Crawford. Tveir alþjóðaleiðangrar á borskipi, sem nú eru í undirbúningi, gætu orðið einhverjir dýrustu vísindaleiðangrar í sögu rannsókna við Ísland. Til stóð að borskipið kæmi til Reykjavíkur í næsta mánuði, og héldi síðan til borana á Reykjaneshrygg, en núna er ljóst að kórónufaraldurinn raskar tímaáætlun skipsins. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Áætlaðir borstaðir á Reykjaneshrygg.Kort/IODP. Borskipið Joides Resolution var upphaflega smíðað til olíuleitar en hefur undanfarin 35 ár þjónað sem rannsóknarskip fjölþjóðlegs vísindasamstarfs á sviði hafsbotnsrannsókna, The International Ocean Discovery Program, IODP, en rekstur þess er kostaður af 23 þátttökuþjóðum. Á dagskrá skipsins í sumar er tveggja mánaða leiðangur á Reykjaneshrygg, sem Háskóli Íslands tekur þátt í undir forystu Bryndísar Brandsdóttur, með vísindamenn margra þjóða borð. „Bæði frá Bandaríkjunum og Evrópuþjóðum. Og einnig koma vísindamenn frá Kína og Japan. Og skipið á að vera hér í Reykjavík 26. júní,“ segir Bryndís en áætlunin gerði ráð fyrir að leiðangurinn stæði til 26. ágúst. En núna er orðið ljóst að kórónufaraldurinn frestar leiðangrinum um óákveðinn tíma en markmiðið er að bora sjö rannsóknarholur í Reykjaneshrygg. Að sögn Bryndísar á að rannsaka bergfræðina 30 milljón ár aftur í tímann, setlagamyndun og þróun jarðhita, þó utan lögsögu Íslands. Bryndís Brandsdóttir, jarðeðlisfræðingur við Háskóla Íslands, kemur að borverkefninu á Reykjaneshrygg fyrir Íslands hönd.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „En þetta er líka pólitískt mál vegna þess að á þessu svæði hafa bæði Ísland, Færeyjar, - eða Danmörk með Færeyjum, - Írar og Bretar gert kröfu um lögsöguréttindi,“ segir Bryndís. En það er einnig stefnt á næstu árum að leiðangri á Jan Mayen-hrygginn, sem ÍSOR og Háskóli Íslands undirbúa og yrði undir forystu Íslendinga. „Við ætlum að reyna að fara 50 milljón ár aftur í tímann þar og skoða uppbyggingu jarðskorpunnar við Jan Mayen og skoða hvernig Jan Mayen klofnaði frá Grænlandi fyrir um 30 milljónum ára.“ -Gætum við fengið einhver ný svör um uppruna Íslands? „Já, ég myndi alveg veðja á það,“ svarar Bryndís. Hver dagur á svona skipi kostar milli 25 og 40 milljónir króna, samkvæmt upplýsingum IODP. Miðað við kannski 120 daga úthald alls á hryggina tvo gætu þetta orðið einhverjir dýrustu vísindaleiðangrar í sögu rannnsókna við Ísland, og kostnaður hlaupið á bilinu þrír til fimm milljarðar króna. „En ég held að þetta hafi verið nokkrar milljónir sem við þurftum að borga á hverju ári, sem er nú ekki mikið miðað við hvað þetta kostar allt saman. En ég veit að Ísland, - við Íslendingar fáum mikið fyrir peninginn,“ segir Bryndís Brandsdóttir, jarðeðlisfræðingur við Háskóla Íslands. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Vísindi Eldgos og jarðhræringar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Nýsköpun Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Tveir alþjóðaleiðangrar á borskipi, sem nú eru í undirbúningi, gætu orðið einhverjir dýrustu vísindaleiðangrar í sögu rannsókna við Ísland. Til stóð að borskipið kæmi til Reykjavíkur í næsta mánuði, og héldi síðan til borana á Reykjaneshrygg, en núna er ljóst að kórónufaraldurinn raskar tímaáætlun skipsins. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Áætlaðir borstaðir á Reykjaneshrygg.Kort/IODP. Borskipið Joides Resolution var upphaflega smíðað til olíuleitar en hefur undanfarin 35 ár þjónað sem rannsóknarskip fjölþjóðlegs vísindasamstarfs á sviði hafsbotnsrannsókna, The International Ocean Discovery Program, IODP, en rekstur þess er kostaður af 23 þátttökuþjóðum. Á dagskrá skipsins í sumar er tveggja mánaða leiðangur á Reykjaneshrygg, sem Háskóli Íslands tekur þátt í undir forystu Bryndísar Brandsdóttur, með vísindamenn margra þjóða borð. „Bæði frá Bandaríkjunum og Evrópuþjóðum. Og einnig koma vísindamenn frá Kína og Japan. Og skipið á að vera hér í Reykjavík 26. júní,“ segir Bryndís en áætlunin gerði ráð fyrir að leiðangurinn stæði til 26. ágúst. En núna er orðið ljóst að kórónufaraldurinn frestar leiðangrinum um óákveðinn tíma en markmiðið er að bora sjö rannsóknarholur í Reykjaneshrygg. Að sögn Bryndísar á að rannsaka bergfræðina 30 milljón ár aftur í tímann, setlagamyndun og þróun jarðhita, þó utan lögsögu Íslands. Bryndís Brandsdóttir, jarðeðlisfræðingur við Háskóla Íslands, kemur að borverkefninu á Reykjaneshrygg fyrir Íslands hönd.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „En þetta er líka pólitískt mál vegna þess að á þessu svæði hafa bæði Ísland, Færeyjar, - eða Danmörk með Færeyjum, - Írar og Bretar gert kröfu um lögsöguréttindi,“ segir Bryndís. En það er einnig stefnt á næstu árum að leiðangri á Jan Mayen-hrygginn, sem ÍSOR og Háskóli Íslands undirbúa og yrði undir forystu Íslendinga. „Við ætlum að reyna að fara 50 milljón ár aftur í tímann þar og skoða uppbyggingu jarðskorpunnar við Jan Mayen og skoða hvernig Jan Mayen klofnaði frá Grænlandi fyrir um 30 milljónum ára.“ -Gætum við fengið einhver ný svör um uppruna Íslands? „Já, ég myndi alveg veðja á það,“ svarar Bryndís. Hver dagur á svona skipi kostar milli 25 og 40 milljónir króna, samkvæmt upplýsingum IODP. Miðað við kannski 120 daga úthald alls á hryggina tvo gætu þetta orðið einhverjir dýrustu vísindaleiðangrar í sögu rannnsókna við Ísland, og kostnaður hlaupið á bilinu þrír til fimm milljarðar króna. „En ég held að þetta hafi verið nokkrar milljónir sem við þurftum að borga á hverju ári, sem er nú ekki mikið miðað við hvað þetta kostar allt saman. En ég veit að Ísland, - við Íslendingar fáum mikið fyrir peninginn,“ segir Bryndís Brandsdóttir, jarðeðlisfræðingur við Háskóla Íslands. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Vísindi Eldgos og jarðhræringar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Nýsköpun Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira